Víkurfréttir - 13.04.1989, Qupperneq 7
\>iKun
juM\
Fimmtudagur 13. apríl 1989
FRÉTTA- OG ÞJÓNUSTUSÍÐA
SPARISJÓDSINS
Nýtt afgreiðslukerfi reynist vel
Nú eru liðnar sex vikur frá
því að Sparisjóðurinn tók í
notkun nýtt afgreiðslukerfi.
Eftir nokkra erfiðleika i byrj-
un hefur starfsfólkið náð tök-
um á tækninni svo að nú má
segja að reynsla sé komin á
kerfið. Sumum viðskiptavin-
um þótti sem nýja kerfið væri
seinvirkara. Samt hefur tekist
hingað til að afgreiða sama
fjölda og afgreiddur var í
gamla kerfinu.
Til að skýra nánar hvaða
kosti þetta kerfi hefur er rétt
Nýja kerfið
„greip“ þjóf
Einn stærsti koslurinn við
hið nýja afgreiðslukerfi
Sparisjóðsins er öryggi. Það
kom vel í Ijós þegar þjófur
var gripinn með stoiinn
tékka, sem hann ætlaði að
skipta hjá einum gjaldkera
Sparisjóðsins. Þegar gjald-
kerinn skráði tékkann inn
kom frarn á tölvunni að um
stolinn eða glataðan tékka
væri að ræða. Gjaldkeranum
brá í brún en fór síðan frá til
að athuga hvað gera skyldi.
Fengusl fijótlega upplýsing-
ar um að hér væri tékki úr
þýfi, sem hafði verið tekið í
innbroti í verslun úti á landi.
Var maðurinn beðinn að
bíða sem hann og gerði,
grunlaus, á meðan hringt var
í lögreglu sem kom skömmu
seinna og tók kappann.
Ef hefti, sparibók eða
annað glatast og er tilkynnt
þegar, þá er það komið inn á
kerfið um leið og sést í öllum
bönkum sem erú með þetta
nýja afgreiðslukerfi.
að segja frá þeim helstu í örfá-
um orðum.
Tökum dæmi um viðskipta-
vin sem vill koma greiðslu til
annars aðila t.d. með gíró-
greiðslu í annan banka. Um
leið og færslan hefur farið fram
sést hún á skjá móttökubanka
greiðslunnar. Ef t.d. tékka er
stolið eða hann glatast, er nóg
að láta þann banka sem tékk-
inn er gefinn út á, vita. Sá
banki lætur athugasemd í
tölvukerfið. Ef síðan tékkinn
kemur til innlausnar hjá af-
greiðslustað með „afgreiðslu-
kerfi“ fær gjaldkerinn athuga-
semd á skjáinn hjá sér um að
tékkinn sé glataður eða stol-
inn. Staða bankabóka, tékka-
reikninga, gjaldeyrisreikn-
inga, greiðslustaða víxla og
gjalddagar skuldabréfa er færð
upp jafnóðum. Launainnlegg
á bankabækur verða fijótvirk-
ari og starfsfólk losnar við að
fietta listum til að sjá hvort
laun hafi borist inn á bækur
eða tékkareikninga. Uppgjörí
dagslok verða öruggari og
fijótvirkari.
Eins og sést annars staðar á
þjónustusíðunni eru ýmsar
ástæður fyrir misjöfnum af-
greiðsluhraða. Þar ræður
mestu mjög misjafnt álag á af-
greiðsluna sem kemur fyrst og
fremst fram á föstudögum. En
Sparisjóðurinn mun leitast við
að leysa þessi mál eins fijótt og
auðið er.
Starfsfólk Sparisjóðsins vill
þakka viðskiptavinum sínum
fyrir þolinmæðina og umburð-
arlyndið á undanförnum vik-
Minnst áiag á miðvikudögum
Eins og viðskiptavinir
Sparisjóðsins hafa orðið varir
við í gegnum tíðina, myndast
mikil örtröð í afgreiðslunni á
vissum dögum. Til að skýra
þetta nánar má setja upp
dæmigerða viku í afgreiðsl-
unni. Ef við segjum að mið-
vikudagar hafi afgreiðslugild-
ið 1, þá hafa föstudagar, mán-
aðamót og 10. hvers mánaðar
afgreiðslugildið 3,3, mánudag-
ar gildið 2,4, þriðjudagar gild-
ið 1,7 og fimmtudagar gildið
2,0. Af þessu má sjá að álagið
verður þrefalt á stærstu dög-
unum. En á meðan launa-
greiðslum, afborgunum ogalls
kyns greiðslum er stillt inná
þessa daga er fyrirséð að álagið
verður svona í næstu framtíð.
VAXTA TAFLA
Almenn ínnlán:
Alm. sparisjóðsbækur 13,00
SÉR-tékkareikningur 13,00
Öryggisbók 25,00
Verðtryggðir reikningar:
Trompbók a) óverðtryggð kjör frá 23,50
b) verðtryggð kjör frá 3,50
Almenn útlán:
Tékkareikningslán/Yfirdr. 29,50
Almennir víxlar 25,00
Óverðtr. skuldabréf 27,50
Skuldabréf:
a) óverðtr. 27,50
b) óverðtryggð/kjörvextir 25,00
álag að lágmarki 0,75%
álag að hámarki 3,00%
c) verðtryggð 8,75
d) verðtryggð/kjörvextir 7,75
álag að lágmarki 0,75%
álag að hámarki 3,00%
ÞROUN LANSKJARA VISITÖLU
Vísitölu-
hraði milli Hækkun frá Hækkun sl.
Mánuður V jsitala mánaða áramótum 12 mán.
jan-88 1913 18,60% 1.43% 22,24%
feb-88 1958 32,18% 2,35% 22,84%
mar-88 1968 6,30% 2,88% 21,93%
apr-88 1989 13,58% 3,97% 21,06%
maí-88 2020 20,39% 5,59% 21,54%
jún-88 2051 20,05% 7,21% 21,58%
júl-88 2154 80,04% 12,60% 25,16%
ágú-88 2217 41,33% 15,89% 27,19%
sep-88 2254 21,97% 17,83% 26,77%
okt-88 2264 5,46% 18,35% 25,99%
nóv-88 2272 4,32% 18,77% 23,41%
des-88 2274 1,06% 18,87% 20,57%
jan-89 2279 2,67% 19,13% 19,13%
feb-89 2317 21,95% 1,67% 18,34%
mar-89 2346 16,10% 2,94% 19,21%
apr-89 2394 27,51% 5,05% 20,36%
„Hraökassi"
væntanlegur
Fyrirhugað er að setja upp
hraðkassa í afgreiðslum
Sparisjóðsins. Verða þeir
fyrst og fremst notaðir á þeim
dögum sem mikið álag cr á af-
greiðslunni. Hraðkassarnir
verða fyrir þá viðskiptavini
sem eru t.d. með einn gíróseð-
il, einn tékka eða aðrar ein-
faldar og fljótlegar afgreiðsl-
ur. Hraðkassi getur ekki af-
greitt bankabækur eða þær af-
greiðslur scm þurfa að berast
liratt á milli afgreiðslustaða.
Bækurnar í
Hraðbankann
Nú geta þeir viðskiptavinir,
sem eingöngu hafa haft
bankabækur, Trompbækur,
Toppbækur eða önnur inn-
lánsform að Tékkareikning-
um undanskildum, fengið að-
gang að hraðbankanum og
tengt bækurnar við þá reikn-
inga.
Erlend
viðskipti
Á næstunni munu sparisjóð-
irnir auka við þjónustu sína í
erlendum viðskiptum. Er um
að ræða innflutningsábyrgðir,
afgreiðslu innflutningsskjala
og aðra þá þjónustu sem þarf
fyrir þá viðskiptavini sem inn-
flutning stunda.
Einnig verður boðið upp á
innheimtuþjónustu fyrir þá
viðskiptavini sem stunda úl-
flulning. Munu sparisjóðirnir
sjá um að innheimta reikninga
hjá kaupandanum erlendis.
Með þessu skrefi geta
sparisjóðirnir boðið upp á alla
gjaldeyrisþjónustu, hvaða
nafni sem hún nefnist, í fram-
tíðinni.
Núvirði veð-
deildarbréfa
Núvirði skuldabréfa Veð-
deildar Sparisjóðsins í Kefla-
vík miðað við nafnverð kr.
100.000 Og vísitölu 2394:
l.fi. ’86 kr. 155.253,-
1.11. ’87 kr. 150.188.-
2,fi. ’87 kr. 134.646,-
3.fl. ’87 kr. 130.038.-
l.fl. ’88 kr. 122.268,-
2.11. ’88 kr. 116.724,-
l.fi. ’89 kr. 105.046.-
2.fl. ’89 kr. 105.046.-
3.fl. ’89 kr. 102.046,-