Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.04.1989, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 27.04.1989, Blaðsíða 5
viKun juau Fimmtudagur 27. apríl 1989 5 Njarðvík: Forval við- haft við rekstur dagheimilis Bæjarráð Njarðvíkur hef- ur samþykkt að viðhafa for- val vegna útboðs á rekstri dagheimilisins Gimli í Njarðvík. Að sögn Odds Ein- arssonar bæjarstjóra er það undanfari lokaðs útboðs. Samþykkir þá bæjarráð hverjir megi bjóða í ogersíð- an skuldbundið að taka lægsta tilboði. Hefur félagsmálaráði Njarðvíkur verið falið að yfirfara þá aðila sem áhuga höfðu á að taka þátt í útboði þessu og var þess vænst að hægt yrði að ákveða hverjir það yrðu á fundi bæjarráðs í gær. Er hér um nokkra aðila að ræða, en nöfn þeirra verða að bíða fram yfír þetta blað. Bifhjóla- slys I Njarðvík Fullorðinn maður á bif- hjóli ók á kyrrstæðan bíl við Klapparstíg í Njarðvík í síð- ustu viku. Var ökumaðurinn fluttur á sjúkrahúsið í Kefla- vík en hann mun hafa hlotið einhver höfuðmeiðsli. FÖSTUDAGSKVÖLD 28. APRÍL: Diskótek frá kl. 23-03. Aldurstakmark 18 ára. Snyrtilegur klæðnaður. Miðaverð 700 kr. LAUGARDAGSKVÖLD 29. APRÍL: Hljómsveitin Klassík leikur fyrir villtum dansi frá kl. 23-03. Aldurstakmark 20 ára. Miðaverð 700 kr. SUNNUDAGUR 30. APRÍL: Diskótek kl. 23-03. Aldurstakmark 18 ára. Snyrtilegur klæðnaður. Kveðjum aprílmán- uð með stuði í „Glaumaranum“. Söngva- keppnin á risaskjá SKEMMTISTAÐUR Laugardaginn 6. maí verður bein útsending frá söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva. Eins og undanfarin ár gefst fólki kostur á að sjá þessa keppni á risaskjá í Glaumbergi. Boðið verður upp á tvíréttað- an kvöldverð á 2300 kr. Borðapantanir alla daga í síma 14040. baíinn TJARNARGOTU 31a Ath. breyttan opnunartíma Píanó-barinn tilkynnir, að vegna of mikilla vinsælda og aðsóknar hefur opnunartíma staðarins ver- ið breytt um óákveðinn tíma, þ. e. mánudaga-fimmtudaga og sunnudaga til kl. 23:30, föstudaga, laugardaga og aðfara- nœtur helgidaga til kl. 01:00. Af þessu tilefni hvetjum við fólk til að mœta fyrr og njóta þjónustu okkar í mat og drykk. Pizzur - Gómsœtur smáréttaseðill Steikur hússins Ljúffengir fiskréttir Kíktu í könnu á pöbbinn þinn. 20 ára aldurstakmark. Hvernig væri að bjóða elskunni sinni út að borða á Sjávargullið, sem erferskur veitinga- staður í notalegu umhverfi? Nú hefur verið tekinn upp nýr og breyttur matseðill, með réttifm sem gæla við bragðlaukana. Ef þú vilt í stuðið á eftir, þá er Glaumberg opið matargestum endurgjaldslaust. ATH: Opið sunnudag frá kl. 18.30. Góðar stundir á Glóðinni F ínir fimmtudagar: Munið ódýra hlaðborðið í hádeginu á hverjum fimmtudegi. Hljómsveitin Blúsbrot leikur í efri sal til kl. 01. Gróð stemning föstudagskvöld til kl. 03. Barinn opnar kl. 23. Eyjólfur Kristjánsson leikur og syngur öll sín bestu lög laugardags- og sunnudags- kvöld til kl. 03. Snyrtilegur klæðnaður og aldurstakmark 20 ára. Frítt inn. Eigið góðar stundir á Glóðinni.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.