Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.04.1989, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 27.04.1989, Blaðsíða 9
vHKun jútUt Atriði úr gamanleiknum „Hvað segir mamma við þvi'“, sem Litla leikfélagið í Garði frumsýnir í kvöld í Samkomuhúsinu í Garði. Ljósm.: hbb Litla leikfélagið, Garði: Fimmtudagur 27. apríl 1989 9 ÖRVAR KRISTJÁNSSON LEIKUR FÖSTUDAGSKVÖLD VALDI OG VALLI LAUGARDAGS- OG SUNNU- DAGSKVÖLD 20 ára aldurstakmark. Matargestir, pantið borð tímanlega. Gamanleikur frum- sýndur í kvöld Litla leikfélagið mun í kvöld frumsýna gamanleikinn „Hvað segir mamma við því“ eftir Ephraim Kishon undir leikstjórn Eddu V. Guð- mundsdóttur. Leikritið fjallar um fjöl- skyldu, þar sem dóttirin er að fara að gifta sig inn í aðra fjöl- skyldu sem er strangtrúuð. Gamanleikurinn snýst aðal- lega um pappíra sem móðir brúðgumans heimtar að fá í hendur áður en hún leggur endanlega blessun sína yfir ráðahag hinna væntanlegu brúðhjóna. Fjölskyldufaðirinn tekur þessu létt í fyrstu og gerir grín að öllu saman, en þegar í ljós kemur að þau hjón hafa ekkert vígsluvottorð í höndunum vegna þess að þau höfðu ekki tíma fyrir 25 árum til að gifta sig, þá fer gamanið að kárna. Eins og fyrr segir verður frumsýning í Samkomuhúsinu í Garði í kvöld, fimmtudags- kvöld, kl. 21. Önnur sýning verður laugardaginn 29. apríl kl. 21 og þriðja sýning verður miðnætursýning á sunnudags- kvöld og hefst hún kl. 23:30. Aðrar sýningar verða auglýst- ar annars staðar í blaðinu. OPIÐ TIL 03:00 Föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Opið til kl. 21 mánudag. Tafir á að Grindavíkurlögreglan flytji í nýtt húsnæði: „Erum orðnir langeygir að komast inn - segir Sigurður Ágústsson, aðalvarðstjóri úú „Það er um ár síðan hús- næði var keypt undir nýja lögreglustöð, en það hefur lítið sem ekkert verið gert, þannig að við erum orðnir langeygir eftir að komast þarna inn með okkar starf- semi,“ sagði Sigurður Ag- ústsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Grindavík, i samtali við blaðið. Eins og áður hefur korrfið fram hér í blaðinu er vinnu- aðstaða lögreglunnar í Grindavík fyrir neðan öll velsæmismörk og hafa bæði vinnueftirlit og heilbrigðis- eftirlit gert athugasemdir,við núverandi húsnæði. Fyrir rétt tæpu ári var véitt fjórum milljónum til fram- kvæmda við nýja húsnæðið, sem er gamli Landsbankinn í Grindavík, og var arkitekti falið að teikna breytingar og gera kostnaðaráætlun. Að sögn Sigurðar Ágústs- sonar hefur harin ekkert frétt af tillögum arkitektsins né hvort framkvæmdir við breytingar eigi að fara að hefjast. Einungis þarf að byggja nýtt fangahús og setja upp fáeina veggi til að lög- reglustöðin sé tilbúin. AUKA AUKA AUKA sýningar á revíunni „Við kynntumst fyrst í Keflavík“ Föstudaginn 28. og laugar- daginn 29. apríl í Félags- bíói kl. 21. Miðasala hefst kl. 19 sýningardaga. Æk Leikfélag Keflavíkur

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.