Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.04.1989, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 27.04.1989, Blaðsíða 24
V/Klfft j/Uttlt Fimmtudágur 27. apríl 1989 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 15 - Símar 14717, 15717. Sima íH^nki SIMI15828 Frystihúsið í Höfnum í gang á ný Einar Kristinsson hefur tekið á leigu hjá Byggða- stofnun eignir þær er áður tilheyrðu frystihúsi Hafna h.f. í Höfnum. Að sögn Þór- arins St. Sigurðssonar, sveit- arstjóra í Höfnum, ráðgerir Einar að hefja rekstur frysti- húss og alhliða fiskverkunar nú þegar og þ.á.m. útflutn- ing á ferskum fiski. Sagði Þórarinn að til að byrja með myndu starfa þarna 8-12 manns, sem væri kærkomið fyrir atvinnulífið á staðnum. En frystihúsið var áður aðalatvinnurekand- inn í Höfnum eða þar til því var kippt út úr rekstri og síð- an gert gjaldþrota. Gjaldheimtan: Þórður Ragnarsson skrifstofustjóri Stjórn Gjaldheimtu Suð- urnesja kom saman til fund- ar á föstudag og ákvað þar að ráða Þórð Ragnarsson, Blönduósi, í stöðu skrif- stofustjóra. Að sögn Odds Einarssonar, stjórnarfor- manns G.S., er Þórður ráð- inn úr hópi 16 umsækjenda um starfið en einn umsækj- andi, sá sautjándi, hafði dregið umsókn sína til baka. Þórður Ragnarsson er Keflvíkingur þó hann búi nú á Blönduósi. Er þess vænst að hann komi til starfa um mánaðamótin maí-júní nk. Næsta blað kemur út föstudag 5. maí Skilafrestur auglýsinga rennur út á miðviku- dagsmorgun. Þorri ÞH 315 kominn að bryggju í Keflavík. Ljósm.: epj. Bjargað frá strandi á Vatnsnesinu Fimm tonna, dekkuðum plastbáti úr Sandgerði var bjargað á síðustu stundu frá því aðrekauppíVatnsnesiðí Keflavík á fimmtudags- kvöldið. Bátur þessi, er ber nafnið Þorri ÞH 315, hafði orðið fyrir gírbilun er hann var staddur þarna út af. Urðu menn í landi þess varir að hér væri hætta á ferðum upp úr kl. 22 um kvöldið. Að ósk lögreglunn- ar í Keílavík var lóðsbátur- inn í Keflavík kallaður út, en áður en hann kom á staðinn kom trillubáturinn Elín KE 27 þarna að og komu menn taug milli bátanna. VarÞorri dreginn til hafnar í Keflavík. Var báturinn nánast kom- inn upp í tjöru við Vatnsnes- ið er hjálpin barst. Einn mað- ur var um borð en hann sak- aði ekki. 100 tonna bát rak í strand Aðfaranótt sunnudagsins leystu einhverjir óþokkar Sandgerðisbátinn Jón Gunnlaugs GK 444 frá bryggju í Sandgerðishöfn. Rak bátinn síðan út höfnina og hafnaði uppi á eyrinni fyr- ir utan hafnarmynnið. Er tveir litlir bátar voru að fara í róður urðu skipverjar þeirra varir við hvað var á ferðinni, en þá var báturinn, sem er rúmlega 100 tonna stálbátur, farinn að lemjast utan í klettana. Gátu skip- verjar bátanna tveggja, Sól- eyjar KE 15 og Kristjáns KE 21, komiðtaugíhinn strand- aða bát og komu þeir með hann að bryggju um kl. 8 að morgni sunnudagsins. Að sögn John Hills, lög- reglufulltrúa rannsóknar- lögreglunnar, er ljóst að Jón Gunnlaugs hafði verið bund- inn við bryggju með fimm böndum og höfðu þau öll verið leyst frá. Hefði veður verið verra hefði því getað farið mjög illa, en engu að síður er hér um stóralvarlegt mál að ræða og því skorum við á alla þá er einhverjar upplýsingar geta gefið um málið að koma þeim til lög- reglunnar hið fyrsta. Ragnar formaður S.S.? Stjórn Sorpeyðingar- stöðvar Suðurnesja mun koma saman í dag, fimmtu- dag, og skipta með sér verk- um. Ekki er talið ósennilegt, að sögn Guðjóns Guð- mundssonar, framkvæmda- stjóra Sambands sveitarfél- aga á Suðurnesjum, að Ragnar Þorgrímsson, núver- andi varaformaður Sorpeyð- ingarstöðvarinnar, verði næsti formaður samkvæmt þeim reglum sem notaðar hafa verið undanfarin ár. Glæfraakstur ungmenna Nú, þegar vorar í lofti, virð- ist einhver stórhættulegur fiðr- ingur fara um marga unga ökumenn. A.m.k. þurfti lög- reglan í Keflavík að hafa nokkur afskipti af hraðaakstri ökumannaá 18. áriumsíðustu helgi. Fyrst voru það tveir öku- menn, piltur og stúlka, sem voru í kappakstri á Hafnar- götunni í Keflavík. Var stúlk- an með 4ra mánaða gamalt próf en strákurinn 4ra daga gamalt. Urðu þau bæði aðsjáá eftir ökuskírteinum sínum að leik þessum loknum. Þá varð á föstudag þriggja bíla árekstur á Hafnargötu, við Skólaveg. Fyrst voru það tveir bílar í kappakstri sem or- sökuðu aftanákeyrslu, sem aftur varð til þess að annar bíl- anna kastaðist á þriðja bílinn sem hafði verið kyrrstæður. Játuðu ökumenn bifreiðanna tveggja að hafa ekið á 80 km hraða. Þeir eru báðir 17 ára gamlir. Aðfaranótt sunnudagsins ók unglingur á jeppabifreið á kyrrstæða bifreið á gatnamót- um Faxabrautar og Sólvalla- götu í Keflavík og velti síðan bíl sínum. Þar var talið að of hraður akstur væri orsökin en ökumaðurinn var, eins og í hinum tilfellunum, í hópi þess- ara ungu ökumanna. Virðist því hér vera um mjög mikla alvöru á ferðinni, þó þessir ungu ökumenn hafi verið svo heppnir að enginn skyldi slasast í þessum gáleys- islega leik. Vonandi tekst því að hemja þennan fiðring áður en verra hlýst af, eins og einn lögreglumannanna orðaði það við blaðamann. i í i '’íí IIIL. TRÉ TRÉ-X ROYAL ÞILJUR TRÉ-X byggingavörur - Iðavöllum 7 - Keflavík - Sími 14700 Ölvaður byssu- maður í Grindavík Lögreglan í Grindavík af- vopnaði fyrir helgina byssu- mann sem var á gangi um byggðarlagið. Það var um klukkan 18 á föstudeginum að lögregluþjónar á eftirlits- ferð urðu varir við mann sem bar haglabyssu um öxl. Var byssumaðurinn þegar af- vopnaður en hann reyndist vera ölvaður. Ásamt því að taka byssuna af manninum fann lögreglan tvo pakka af haglaskotum í fórum mannsins. Ef þetta er ekki stóll til að rífast yftr, - hvað þá?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.