Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.04.1989, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 27.04.1989, Blaðsíða 19
 Frá opnunarhátíð Norðurlandamótsins i körfuknattleik. Leiknir verða tíu leikir á fjórum dögum. A myndinni eru öll keppnislið utan Noregs. Ljósm.rmad. Norðurlandamótið í sett f Keflavík Norðurlandamótið í körfu- knattleik var sett við hátíðlega athöfn í íþróttahúsi Keflavíkur í fyrrakvöld. Helgi Hólm setti mótið og bauð gesti og kepp- endur velkomna. Leiknir verða 10 leikir á fjórum dögum í Grindavík, Njarðvík og Kefla- vík. Fyrstu tveir leikirnir voru í gær, Danmörk-Noregur og Is- land-Finnland. í dag verða þrír leikir, þ.á.m. leikur íslands og Danmerkur í Keflavík kl. 20. Síðustu leikirnir verða í Kefla- vík á laugardag, kl. 14 og 16. Viðstaddir setningarathöfn- ina voru flestallirverðlaunahaf- ar í körfuknattleik úr Suður- nesjaliðunum á þessu ári. Þá lék léttsveit Tónlistarskólans í Keflavík og að síðustu fór fram leikur drengja úr unglinga- landsliði íslands. Nokkuð ljóst þykir að Sví- þjóð, sem hefur sigrað i mótinu sl. 2 skipti, og Finnland berjist um sigurinn en Islendingar binda vonir við þriðja sætið en það verður ekki auðunnið. Átta í körfulandsliðinu • Átta körfuknattleiks- menn af 12 í landsliði Islands eru úr Suðurnesjaliðunum, en Norðurlandamótið fer fram þessa dagana hér á Suð- urnesjum. Ef Valur Ingi- mundarson er talinn til Suð- urnesjamanna, þá eru þeir níu. Tveir nýliðar • Tveir nýliðar eru í landsliði Islands, þeir Falur Harðarson IBK og friðrik Ragnarsson UMFN. Valur og Jón leikjahæstir • Valur Ingimundarson er leikjahæstur landsliðs- manna Islands, með 91 leik að baki. Næstur kemur Jón Kr. Gíslason með 66 leiki. Næsti Suðurnesjamaður er í 6. sæti en það er Axel Niku- lásson með 25 leiki. Hann leikur nú með liðinu eftir nokkurra ára hlé. Gleði í Glaumbergi • Verðlaunaafhending fyrir Norðurlandamótið í körfu, Polar Cup, verður á laugardagskvöldið í Glaum- bergi og verða þar afhent fimm einstaklingsverðlaun. Góður undirbúningur • Undirbúningur fyrir Norðurlandamótið hefur verið í höndum þriggja manna nefndar, sem í eru Helgi Hólm, ÍBK, Stefán Bjarkason, UMFN, og Björn Birgisson, UMFG. Vel hef- ur verið að undirbúningi staðið og verður bryddað upp á þeirri nýjung að hvert lið mun hafa sinn stuðnings- mannahóp, Iíkt og á B- heimsmeistaramótinu í handbolta. Suðurnesjamótið í knattspyrnu • Suðurnesjamótið í knattspyrnu hófst 20. apríl sl. með leik Reynis og UMFG. Grindvíkingarnir sigruðu 3:1 með mörkum þeirra Páls Björnssonar, Aðalsteins Ingólfssonar og Guðlaugs Jónssonar. Einn leikur var í gær, Hafnir-Víðir, en næstu leikir verða 29. apríl, milli UMFG og UMFN, og 1. maí leika annars vegar Reynir-Hafnir og hins vegar UMFN-Víðir. Þennan sama dag fer einnig fram hinn árlegi bæjarleikur milli Keflavíkur og Grindavíkur. Vormót í golfi: Landsliðs- einvaldur- inn sigur- Jóhann R. Benediktsson, landsliðseinvaldur í golfi, sigraði á fyrsta golfmóti sumarsins sem haldið var á sumardaginn fyrsta í Leir- unni í ágætisveðri. Jóhann fékk 39 punkta á 18 holun- um, einum betur en Rúnar Valgeirsson og Erlingur Jónsson, sem fengu báðir 38 punkta. Mjög góð mæting var á þessu fyrsta móti en alls börðust 66 kylfingar við kúl- una, enda orðnir hungraðir í golf eftir harðan vetur. Litlu munaði að Jóhanni tækist að sigra í næsta móti á eftir, sem haldið var á laug- ardag. Þar sigraði Einar Að- albergsson, sem fékk 38 punkta, en Jóhann fékk 36 og þriðji varð Sigurþór Sæv- arsson með 35 punkta. Næsta mót verður laugar- daginn 29. apríl og hefst kl. 10. md? NORÐURLANDAMÓTIÐ í KÖRFUKNATTLEIK Lítið við og skoðið fjölbreytt úrval golfvara. GOLF- VERSLUN Hólmsvelli, Leiru, sími 14100. Opin alla daga. Golfkennsla fyrir einstakl- inga og hópa. Golfkylfur, pokar, skór og golffatn- aður í úrvali. Byrjendagolfsett frá kr. 13.000,- Kerrur frá kr. 3.750.- Skór frá kr. 2.000.- ISLAND-DANMORK á fímmtudagskvöld kl. 20 í íþróttahúsi Keflavíkur. Tekst íslendingum að sigra Dani? FOSTUDAGUR 28. APRIL: íþróttahús Keflavíkur kl. 14: SVÍÞJÓÐ-NOREGUR íþróttahúsið Grindavík kl. 18: FINNLAND-DANMÖRK íþróttahúsið Njarðvík kl. 20: ÍSLAND-SVÍÞJÓÐ LAUGARDAGUR 29. APRIL: íþróttahús Keflavíkur kl. 14: ÍSLAND-NOREGUR íþróttahús Keflavíkur kl. 16: SVÍÞJÓÐ-FINNLAND SPARISJOÐURINN -sjóður Suður- nesjamanna FLUGLEIDIR AUSTURBAKKI HF.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.