Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.04.1989, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 27.04.1989, Blaðsíða 11
VLlAnaþUUv Fimmtudagur 27. apríl 1989 11 1. maí-1.maí-1.maí-1.maí „Kem yfirleitt ekki nærri starfi verkalýðsfélagsins". ..Erfiöara að láta enda ná saman" - segir Stefán Albertsson í slippnum hjá Skipa- smíðastöð Njarðvíkur hitt- um við að máli Stefán Albertsson rafvirkja. Hann sagði að ekki væri hægt að neita því að fólk í dag þyrfti að vinna aukna yfirvinnu til að láta enda ná saman og að það væri mun erfiðara í ár en til dæmis í fyrra. Aðspurður sagðist hann halda að at- vinnurekendur ráði ekki við mikið hærri launagreiðslur heldur en þær eru í dag. -Tekur þú þátt í störfum þíns verkalýðsfélags eða ftnnst þér félögin ekki ná til fólksins? „Eg tek ekki þátt í starf- seminni og kem yfirleitt ekki þar nærri. Varðandi það hvort félögin nái til fólksins, þá held ég ekki.“ -Ætlar þú að taka þátt í há- tíðarhöldunum 1. maí? „Nei, ég er ekki vanur að gera það.“ „Hægt að lifa af laununum" segir Jóhannes Valur Sigurgíslason „Launin hjá mér eru ekki með þeim hæstu, en það er hægt að lifa af þeim,“ sagði Jóhannes Valur Sigurgísla- son, verkamaður hjá Fisk- verkun Jóhannesar í Kefla- vík. Við getum sagt að Jóhann- es sé fulltrúi ungu kynslóðar- innar og forvitnilegt að heyra skoðun þess fólks á verkalýðsmálum. Jóhannes sagðist ekki þekkja það mál, hvort verkalýðsfélögin myndu ná nógu vel til fólks- ins á vinnumarkaðnum og aðspurður um það hvort hann tæki þátt í starfsemi síns verkalýðsfélags sagði Jóhannes að það væri ein- göngu á launaumslaginu sem þátttakan væri, með greiðslu félagsgjalda. -A að taka þátt í hátíðar- höldunum 1. maí? „Maður verður að gera það,“ sagði Jóhannes Valur að endingu. Óskum félagsmönnum okkar til hamingju með dag verkalýðsins. Hittumst á skemmtunum dagsins. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Óskum öllum launþegum til hamingju með dag verkalýðsins. Lífeyrissjóður Suðurnesja Oskum félögum okkar og öðrum launþegum til hamingju með dag verka- lýðsins. Starfsmannafélag Keflavíkurbæjar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.