Víkurfréttir - 27.04.1989, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 27. apríl 1989
Vondir vegir og
Villi ráðherra
Nú upp á síðkastið og
reyndar talsvert lengra aftur
í tímann hefur vegurinn um
Vatnsleysuströndina verið
með afbrigðum lélegur.
Reyndar er ekki langt síðan
hefill fór um veginn en með
litlum árangri. Reyndar er
það ekki bara malarvegurinn
sem er svona slæmur, siitlag-
ið frá Vatnsleysu að Kúa-
gerði er einnig í lamasessi
eftir allt það álag sem á því
hefur verið vegna fram-
kvæmda við laxeldisstöð
Lindarlax.Reyndar stendur
víst til að leggja ofan á það í
sumar svo að sá þáttur stend-
ur til bóta.
En allt hlýtur þetta að
standa til bóta því að Vil-
hjálmur Grímsson ku vera
samgönguráðherra í SSS-
landi og hlýtur að geta beitt
áhrifum sínum sem slíkur til
að fá vegakerfi sveitar þeirr-
ar, er hann stýrir, ísamt lag.
gub
Sumardagurinn fyrsti
í Vogum
Hefðbundin hátíðarhöld
vegna sumardagsins hins
fyrsta fóru fram í Vogum
nefndan dag. Að venju var
farið í skrúðgöngu sem lauk
leið sinni í Aragerði (Central
Park í Vogunum). Var þar
farið í leiki o.fl. í nepjunni,
auk þess sem árlegt víða-
vangshlaup UMF Þróttar
fór fram. Um kvöldið var
kvöldvaka í Glaðheimum
sem var þokkalega sótt.
gub
VlLwruuWt
Ungur nátturuunnandi virðir fyrir ser hræið af einunt kópanna.
liggur það þriðja.
Fjær sést í annað hræ og skanimt frá
Ljósm.: epj.
Kðpadauði í Höfnum
í fjörunni við bátaupp-
sátrið í Osabotnum við
Hafnir lágu um síðustu helgi
þrír dauðir selir. Að því er
mönnum sýnist er hér um
kópa að ræða en ekki er vitað
hvernig dauða þeirra bar að.
Þó virðast þeir ekki hafa
legið þarna mjög lengi vegna
þess hve heillegir þeir eru. En
þar sem Ósabotnarnir eru í
vinsælli gönguleið yfir sum-
armánuðina væri það æski-
legt að hræin yrðu urðuðsem
fyrst.
Sendum launþegum á Suður-
nesjum okkar bestu óskir í tilefni
hátíðisdags verkalýðsins, 1. maí.
BRUtMBðroáflGlaflHK
Umboðsskrifstofa - Hafnargötu 58 - Keflavík
Eldur í
landtengli
Slökkvilið Brunavarna
Suðurnesja var kvatt út að
loðnuskipinu Sjávarborg
GK-60, þar sem hún stóð
uppi í Skipasmíðastöð Njarð-
víkur i síðustu viku. Þá
lagði mikinn eld frá skipinu.
Skömmu eftir að útkallið
barst var slökkviliðið aftur-
kallað, þar sem eldur var
ekki í skipinu, heldur í land-
tengli.
Landtengill er rafsnúra
sem liggur um borð í bátinn
frá slippnum og þar mun eld-
urinn hafa komið upp og
eins og venjulega, þear raf-
eins og venjulega, þegar raf-
magnsvirar brenna, skapað-
ist af því mikill reykur. Var
eldurinn fljótt slökktur.
Kveðja til
Ómars
Ómar minn, ég þakka þér
fyrir revíuna þína.
Ómar, enn í hjarta mér
hún mun aldrei dvína.
SV.