Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.04.1989, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 27.04.1989, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 27. apríl 1989 \>iKur< Uppskeruhátíðir IBK og UMFN: Glsli, Lóa, Harpa og Arinbjörn best Keflvíkingurinn Jóhann Magnússon í baráttu við Viðismennina Vil- berg Þorvaldsson og Gísla Eyjólfsson. Ljósm.: hbb. Litla bikarkeppnin: 3 rauð spjöld - er (BK vann Víði 2:1 Nýlega voru haldnar upp- skéruhátíðir handknattleiks- deilda ÍBK og UMFN. Þar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árang- ur. Eftirtaldir hlutu þær: ÍBK: Bestur í mfl. karla, Gísli Jóhannsson. Mestar framfarir í mfl. karla, Kristinn Oskarsson. Best í mfl. kvenna, Lóa Bragadóttir. Mestar framfarir í mfl. kvenna, Ásta Sölvadóttir. Handknattleiksdeild ÍBK veitti Sigurði Björgvinssyni og Jóni Olsen sérstaka viður- kenningu fyrir að hafa leiki flesta leiki allra leikmanna í meistaraflokki. Handknattleiksmaður UMFN 1988-1989, Harpa Magnúsdóttir. Bestur í mfl. karla, Arin- björn Þórhallsson. Efnilegastur í mfl. karla, Magnús Rafnsson. Markahæstur í mfl. karla, Eggert Isdal (174 mörk). Best í 3. fl. kvenna, Harpa Magnúsdóttir. Efnilegust í 3. fl. kvenna, Sveinbjörg Olafsdóttir. Einnig veitti handknatt- leiksdeildin þeim Steindóri Sigurðssyni og Ástþóri Sig- urðssyni þakkarvott fyrir mikinn og góðan stuðning. Sl. laugardag áttust Í.B.K. og Víðir við í Litlu bikar- keppninni. Leikurinn var hinn fjörugasti fyrir áhorf- endur. Strax á 12. mín. skor- aði Kjartan Einarsson fyrir Í.B.K. eftir aukaspyrnu. Það var svo ekki fyrr en í síðari hálfleik, á 55. mín., aðGrét- ar Einarsson jafnaði leikinn fyrir Víðismenn. Eins og oft vill verða í svona ,,derby“ leikjum keyrir harkan oft úr hófi fram. Það var einmitt þess vegna að Elías Georgs- son, dómari, hafði rekið út af þá Óla Þór Magnússon, Grétar Einarsson og Ólaf Róbertsson, þegar Árni Vil- hjálmsson skoraði glæsilegt sigurmark Í.B.K. þegar að- eins 4 mín. voru til leiksloka. Uppskeru- hátíð Í.B.K. • Uppskeruhátíð körfu- knattleiícsdeildar ÍBK verð- ur á sunnudaginn, 30. apríl,í Glaumbergi og hefst kl. 16:30. Þar verður efnilegasta og besta körfuknattleiksfólk ÍBK valið. Guðjón vann Guðjón Hauksson varð efstur á fyrsta stigamóti Píanó-barsins sl. mánudag. Félagi hans úr Grindavík, Ægir Ágústsson, sigraði á opnunarmótinu og það má því segja að Grindvíkingar hafi stolið senunni í byrjun. Úrslit í mótinu urðu þessi: 1. Guðjón Hauksson. 2. Þorsteinn Jóhanness. 3. Kristinn Þ. Kristinss. 4. Óskar Halldórsson. 5.-8. Friðrik Jakobsson. 5.-8. Lárus Gunnarssón. 5.-8. Rúnar Guðmundsson. 5.-8. Eiríkur Erlendsson. Guðjón, Óskar og Friðrik náðu allir 180 stigum í kasti en Óskar gerði enn betur og notaði aðeins 15 píluríallttil að klára 501 og fór út á 120 stigum. Enn sigrar Már Már Hermannsson er óstöðvandi um þessar mund- ir, hleypur um allt, alla daga og sigrar í mótum. Síðast vann hann mót á sumardag- inn fyrsta, Víðavangshlaup FH. _____________________i Munið getraunanúmer IBK: 230 Munið Lottó og Getraunir ÍBK. Uppskeruhátíð Körfuknattleiksdeildar IBK verður í Glaumbergi sunnudaginn 30. apríl kl. 16. 30. Körfuknattleiksfólk er hvatt til að fjölmenna. mun GARÐMENNIRNIR EFSTIR Garðmennirnir eru get- spakir sem fyrr. Þeir Júlíus Baldvinsson og Sigurður Magnússon eru efstir eftir tvær umferðir í getraunaúr- slitum Víkurfrétta með 10 rétta hvor, Jón Halldórsson kemur fast á hæla þeirra með 9 rétta og Björn rétt á eftir með 8. Það getur því allt gerst ennþá. Það var Júlíus sem náði 7 réttum í annari umferð, Sig- urður og Jón fengu 5 hvor og Björn 4, en hann var sagður hafa fengið 3 rétta í 1. um- ferðinni, sem var rangt því þá fékk hann 4 rétta. Allt stefnir því í æsispenn- Júlíus 10 Sigurður 10 andi lokaumferðir og nokk- uð ljóst að það verður ekki fyrr en í síðustu umferðinni sem í ljós kemur hver hlýtur Wembley-ferðina með Sam- vinnuferðum-Landsýn. Jón H. 9 Björn 8 Júlíus Siggi Jón H. Björn Helgi Hólm afliendir Berki glæsilegan farandgrip, en umboð Helga gaf verðlaunin í Suðurnesjamótinu. Ljósm.: mad. Börkur Suðurnesjameistari Börkur Birgisson sigraði á Suðurnesjamótinu í snóker sem haldið var sl. helgi á Knattborðsstofu Suðurnesja. Börkur vann Tómas Marteins- son í úrslitaleik, 6-3, eftir að Tómas hafði haft forystu, 3-1. Tómas átti hæsta „stuð“ í mótinu en það var 55 stig. I 3.- 4. sæti urðu þeir Þorgrímur Sigfússon og Ragnar Ómars^ son. Þátttakendur voru 42. í þeim hópi voru margir ungir og efnilegir spilarar, t.d. Ragn- ar Ómarsson, sem komst alla leið í undanúrslit. Hann kepp- ir nú ásamt 3 öðrum Keflvík- ingum í úrtökumóti fyrir heimsmeistarakeppni ungl- inga, sem verður haldin í Reykjavík innan tíðar. Þar sem margir efnilegir snókerspilarar eru hér á Suð- urnesjasvæðinu, hefur Knatt- borðsstofa Suðurnesja nú pantað til landsins tvo at- vinnuspilara frá Bretlandi til að halda námskeið í júlí. Afrek þessara manna verða ekki tal- in upp nema í löngum lista, en þess má þó geta að samanlagt hafa þeir fengið yfír 100 stig í leik oftar en 900 sinnum!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.