Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.04.1989, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 27.04.1989, Blaðsíða 17
tfÍKUR jUUit Fimmtudagur 27. apríl 1989 17 1. maí -1. maí -1. maí -1. maí -1. maí -1. maí -1. maí -1. mal -1. maí „Lítið að hafa hjá hernum og verktökum“ - segir Guðlaugur Tómasson, vörubílstjóri „Við erum reyndar samningslausir", segir Guðlaugur Tómasson, vörubilstjóri. Ljósm.: hbb. Utan við fiskvinnslufyrir- tækið íslenskan gœðafisk í Njarðvík hittum við að máli Guðlaug Tómasson, vörubif- reiðarstjóra, sem var að ganga frá fiskikörum og kössum til flutnings á fiskmarkað á höf- uðborgarsvæðinu. „Það hefur verið rólegt hjá okkur vörubifreiðastjórum í vetur,“ sagði Guðlaugur og bætti við: „Það hefurveriðlítið að hafa hjá bæði hernum og Is- lenskum aðalverktökum. Her- inn er mikið til sjálfur farinn að keyra allt sitt efni og notar til þess herbíla og hermenn. Það hefur ekki verið staðið við gefrn loforð á vellinum." Guðlaugur sagði að þegar líða tók á veturinn hafi aðeins farið að birta til hjá bílstjórun- um, aðallega með tilkomu loðnufrystingar. -Hefur ykkar verkalýðsfél- ag, Vörubílstjórafélag Suður- nesja, beilt sér fyrir því að þið fáið einhver verkefni? „Við erum að berjast fyrir því í félaginu, að staðið verði við loforð og að við fáum eitt- hvað að gera á flugvellinum. Við vorum alltaf með ákveðna keyrslu fyrir íslenska aðal- verktaka, en nú hafa þeir fjölg- að mikið í sínum bílaflota.“ -Taka vörubílstjórar þátt í baráttudegi verkalýðsins? „Landssamband vörubíl- stjóra er aðili að ASÍ, þannig að við munum taka þátt í há- tíðarhöldunum. Við vörubílstjórar erum reyndar samningslausir, þar sem landssambandið hefur átt í erfiðleikum með að semja við vinnuveitendur, þannig að við höfum eitthvað til að berjast fyrir,“ sagði Guðlaugur Tóm- asson að lokum. Munió Getraunanúmer ÍBK 230 DAGSKRA: Kl. 10.00 Merkjasala hefst á Víkinni. Kl. 14.00 BARÁTTU- OG HÁTÍÐARFUNDUR í STAPA 1. Setningarávarp: Guðmundur Finnsson, VSFK og nágr. 2. Bjöllukórinn í Garði. 3. Ræða dagsins: Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra. 4. Leikfélag Keflavíkur: Ljóð eftir Kristinn Reyr. 5. Ávarp: Hólmar Magnússon, STKB 6. Bjöllukórinn í Garði. 7. Aldnir baráttumenn heiðraðir. 8. Leikfélag Keflavíkur: Útgerðarsöngur. 9. Grjót og gróður, Óskar Aðalsteinn, rithöfundur, 70 ára. 10. Ávarp: Guðrún Ólafsdóttir, varaformaður VSFK. 11. Leikfélag Keflavíkur: Guðmundur þribbi. 12. Fjöldasöngur, Internationalinn. Ókeypis kaffiveitingar. Kvikmyndasýning fyrir börn í Félagsbíói kl. 14:00. Félagar: Fjölmennið á hátíðarhöldin. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis. Verslunarmannafélag Suðurnesja. Iðnsveinafélag Suðurnesja. Starfsmannafélag Suðurnesjabyggða. Starfsmannafélag Keflavíkurbæjar. Verkalýðs- og sjómannafélag Gerðahrepps. Vélstjórafélag Suðurnesja. 1. maí-nefndin

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.