Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.04.1989, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 27.04.1989, Blaðsíða 23
VlKUil fuiUt Hafnir: Gerð sjövarnar- garðs lokið Grindavík: Bifreið eyðilagð- ist í eldi Ný bifreið gjöreyðilagðist í eldsvoða í Grindavík á þriðjudagskvöld í síðustu viku. Það var vegfarandi um Heiðarhraun sem tók eftir því að farið var að rjúka úr bílskúr við götuna og gerði lögreglu þegar viðvart. Var slökkviliðið í Grinda- vík kallað á staðinn en ekki tókst að koma í veg fyrir að bifreiða, sem var í bílskúfn- um, brynni til kaldra kola. Nokkrar skemmdir urðu einnig á bílskúrnum. Er hall- ast að því að skammhlaup hafi orðið í rafkerfi bifreiðar- innar með þessum afleiðing- um. Söngvakeppni á risaskjá í Giaumbergi Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður sýnd í beinni útsendingu á risa- skjá í Glaumbergi þann 6. maí n.k. Mun Glaumberg bjóða upp á tvíréttaðan kvöldverð við þetta tækifæri og er fólk beðið að panta borð tímanlega en í fvrra fylgdust á annað hundrað manns með útsendingunni í Glaumbergi. Níræður á sunnudag Níræður er á sunnudag, 30. apríl, Ámi Sigurðsson, Innri-Njarðvík. Árni er fæddur í Brúnavík við Borgarfjörð eystri. Hann ólst upp á Hofströnd í sömu sveit, hjá Sigfúsi Gíslasyni og Herborgu Halldórsdótt- ur, til 22ja ára aldurs. Hann flutti til Innri- Njarðvíkur 1923 og hefur verið þar síðan. Eiginkona Árna er Amheiður Magnús- dóttir frá Garðbæ í Innri- Njarðvík. Þau hjónin taka á móti gestum í Safnaðarheimilinu í Innri-Njarðvík frá kl. 16 á sunnudag. Lokið er hafnarfram- kvæmdum við hafnargarð- inn í Höfnum er miðuðust við gerð 50 metra langs grjót- garðs. Sagði Þórarinn St. Sigurðsson sveitarstjóri að almenn ánægja væri með framkvæmdir þessar, sem væru byrjun á skjólvegg við efri hluta bryggjunnar. Kostnaður við fram- kvæmdir þessar nema um einni og hálfri milljón króna. Talið er að yfir sumartímann noti eigi færri en 30 smábáta- eigendur höfnina fyrir báta sína. Er þá átt við menn sem róa ýmist allt árið um kring eða hluta ársins. Atvinna - Atvinna ATVINNA Óska eftir að ráða starfskraft til hálfs dags afgreiðslustarfa. Um framtíðarstarf er að ræða en ekki sumarafleysingar. Uppl. á staðnum, ekki í síma. Valgeirsbakarí Sumaraf- leysingastörf íþróttamiðstöð Njarðvíkur óskar eftir starfsfólki til sumarafleysinga. Umsóknareyðublöð fást hjá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, sem einnig veitir nánari upplýsingar. Stefán Bjarkason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Njarðvíkur. Ýmislegt - Ýmislegt Sprunguviðgerðir Húseigendur athugið: Tökum að okkur sprunguviðgerðir og háþrýstiþvott. Notum aðeins viðurkennd efni. Leitið upplýsinga og tilboða í síma 92-68165 í hádeginu og eftir kl. 19. t Þökkum innilega auðsýnda samúð, hlýjar kveðjur og vinarhug við andlát og útför SKARPHÉÐINS RÚNARS ÓLAFSSONAR, Bakkarstíg 10, Bolungarvík. Sérstakar þakkir til þeirra fjölmörgu sem tóku þátt í leitinni að honum. Emelía Þórðardóttir Kristinn ísak Arnarsson Ólafur E. Þórðarson Álfheiður Skarphéðinsdóttir Þórður J. Ólafsson Katrín A. Ólafsdóttir Björn A. Ólafsson Ástmar Ólafsson og aðrir aðstandendur. ______________Fimmtudagur 27. apríl 1989 23 Atvinna - Atvinna - Atvinna Afgreiðslustörf Kaupfélag Suðurnesja auglýsir laus til um- sóknar störf í verslunum sínum: Sandgerði: 1 starf almenn afgreiðsla. Keflavík: 1 starf afgreiðsla í kjötborði. 1 starf almenn afgreiðsla byggingavöru. 1 starf verðmerking bygginga- vöru. 1 starf afgreiðsla á tölvu í byggingavöruverslun. Upplýsingar á skrifstofu að Hafnargötu 62 og hjá verslunarstjórum (ekki í síma). ATVINNA Næturvaktmaður óskast til Vogalax í Vog- um. Upplýsingar veittar í síma 46649 eða á staðnum. El Voualax hf. Cy 190 Vogar FÓSTRA Fóstra óskast til stjórnunarstarfa við leik- skólann Gefnarborg í Garði. Uppl. gefur Hafrún í síma 27166 og 27206. ATVINNA HITAVEITA SUÐURNESJA óskar eftir að ráða nú þegar til starfa birgðavörð. STARFIÐ felst í birgðavörslu á hitaveitu- og rafmagnslager fyrirtækisins í Njarðvík, auk annarra tilfallandi starfa. ÆSKILEGT er að umsækjandi hafi ein- hverja þekkingu á hitaveitu- og rafmagns- vörum, svo og einhverja reynslu af tölvu- vinnslu. Umsækjandi þarf að geta hafið störf hið allra fyrsta. UMSÓKNARFRESTUR er til og með 8. maí 1989. Umsóknum skal skilað á um- sóknareyðublöðum, sem fást á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36, 260 Njarðvík, og þar eru jafnframt gefnar allar nánari upplýsingar. VÍKURFRÉTTIR Stœrsti frétta- og auglýsinga- miðill Suðumesja.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.