Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.1989, Side 1

Víkurfréttir - 18.05.1989, Side 1
yfimn w1 úú Myndi frekar sam- gleðjast „Ég skil alveg að Hafna- menn séu sárir yfir því að hafa ekki fengiðfjárveitingu. Ég myndi aldrei veitast að nokkrum manni eða nokkru sveitarfélagi, eins og hann gerir, er menn fá eitthvað til að gleðjast yfir. Ég myndi frekar samgleðjast. Framkvæmdir hér í Voga- höfn eru byggðar á faglegu mati fyrst og fremst. Við er- um inni á hafnaáætlun til ársins 1992 meðsamtals 18,5 milljónir," sagði Ómar Jóns- son, oddviti í Vatnsleysu- strandarhreppi, í samtali við blaðið, en í síðasta tölublaði Víkurfrétta lýsti oddviti Hafnamanna, Jóhann Sigur- bergsson, því yfir að gerð smábátahafnar í Vogum væri hallærislegt rugl. A blaðsíðu 12 i blaðinu í dag er viðtal við oddvita Voga- manna, Óntar Jónsson, þar sem hann lýsir ástæðum fyrir smábátahöfninni fyrirhug- uðu. Sviptur öku- skírteini fyrir of hraðan akstur Lögreglan í Keflavík stóð á föstudag ungan ökumann að of hröðum akstri í Njarð- vík. Mældist hraði hans 103 knt við gatnamót Grænás- vegar og Víknavegar. Var ökumaðurinn sviptur skírteininu til bráðabirgða á staðnum. Síðan var J^tann kallaður fyrir dómara dag- inn eftir og sviptur ökuleyfí um tveggja mánaða skeið. ISLENSKIR AÐALVERKTAKAR: J 100 milljóna króna verk til Suðurnesja Undirritaður hefur verið verksamningur milli ís- lenskra aðalverktaka á Keflavíkurflugvelli og þriggja iðnfyrirtækja á Suð- urnesjuni um verk upp á um eitt hundrað milljónir króna. Um er að ræða innréttingar. hurðir o.fi. í íbúðabyggingar þær scm fyrirtækið er að byggja fyrir varnarliðið lyrir neðan núverandi Grænu- hlíð og til hliðar við aðalhlið* vallarins. Um er að ræða 50 milljóna króna verk fyrir Trésmiðju Þorvaldar Ólafssonar (Tré- X), 25 milljónir fyrir Tré- smiðju Ella Jóns og 20 millj- óna króna verk fyrir Rantma h.f. Er þetta í fyrsta sinn sem þeir tvcir fyrstnefndu fá verk frá fyrirtækinu. Að sögn heimildarmanns blaðsins binda menn sterkar vonir við að í framtíðinni verði aukn- ing á því aðSuðurncsjamenn fái verkefni scm þessi af fiug- vallarsvæðinu, en fram að þessu hafa þau fiest farið ým- ist á Reykjavíkursvæðið eða til erlendra aðila. BÆJARROLT I BLIÐUNNI Samkvæml dagatali þá á sumarið að vera kontið fyrir þó nokkru. Eftir veðurfari að dæma, þá hefur ahnenningur verið efins, livort sumarið væri að koma, því við höfum fengið allar útgáfur af veðri. Þessar stúlkur voru á bæjarrölti í hliðviðrinu nú einn fbstudaginn, þegar sólin skein, og virtu fyrir sér það sent gerðist fyrir innan húð- argluggann. Ljósm.: hbb. Steindór framkvæmda- stjóri SBK Stjórn Sérleyfisbifreiða Keflavíkur samþykkti ein- róma á fundi sínum á þriðju- dagsmorgun að ráða Stein- dór Sigurðsson í stöðu fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. Er hér um að ræða stöðu sem legið hefur niðri frá því i lok ársins 1986 að öðru leyti en því að bæjarstjóri og bæjar- ritari hafa leyst þau mál er upp hafa komið. Síðdegis á þriðjudag var málið síðan lagt fyrir bæjar- stjórn Keflavíkur og þar samþykkt eftir ntiklar unt- ræður með fimm atkvæðum meirihlutans en minnihlut- inn sat hjá. Gerðu þau Garð- ar Oddgeirsson, Drífa Sig- fúsdóttir og Magnús Har- aldsson fyrirvara um málið, þar sem fram kemur að aug- lýsa hefði átt stöðuna. Verkamannabústaðir í Keflavík: Yfir 100 fjölskyldur á biðlista Það sem af er þessu ári hef- ur Húsnæðisstofnun ekki veitt stjórn Verkamannabú- staða í Kefiavík nein loforð um byggingu nýrra bústaða og framundan eru ekki nein loforð sem vitað er um. Að sögn Kristjáns Gunnarsson- ar, framkvæmdastjóra stjórnar Verkamannabú- staða, sagðist hann þó vona að einhver loforð féllu í hlut Keflvíkinga af þeim 200 íbúðum sem byggja á skv. nýja húsbréfakerfinu, verði það samþykkt. í júlímánuði fær kerfið í Keflavík fjórar nýjar íbúðir til afnota, en það eru síðustu íbúðirnar sem í byggingu eru. Hefur þeim íbúðum þeg- ar verið úthlutað. Taldi Kristján að nú væru yfir 100 íjölskyldur á biðlista og alltaf væru fieiri umsókn- ir að berast inn. Stefnir því í ófremdarástand, þar sem lít- il hreyfing væri varðandi endursölur á eldri íbúðum. Vmveitingaþras I bæjarstjórn Bæjarstjórn Keflavíkur þrefaði á fundi sínum á þriðju- dag í fimm stundarfjórðunga unt það hvort leyfa ætti Birni Vífii Þorleifssyni vínveitingar að Hafnargötu 19 í Keflavík eða ekki. Fór bæjarstjórnin á þessum tíma í marga hringi, enda kom í ljós að samþykkt, sem gerð var 8. mars í vetur, um að leyfa ekki fieiri vinveit- ingastaði, hefði trúlega verið mistök. Magnús Haraldsson lagði fijótlega fram tillögu þess efn- is að vísa málinu enn á ný til bæjarráðs og að það móti jafn- framt drög um lramkvæmd slíkra mála 1 framtíðinni. Her- mann Ragnarsson lagði fram tillögu um að vísa málinu til áfengisvarna^nefndar. Síðan kom hann með breytingatil- lögu við ntálið og að lokum enn aðra tillögu. Að endingu dró hann bgðar síðari tillög- urnar til baka. Tillaga Magnúsar var felld á ónógri þátttöku en Magnúsog Drífa Sigfúsdóttir greiddu henni atkvæði, Guðfinnur Sig- urvinsson og Hermann Ragn- arsson greiddu mótatkvæði en fimm bæjarfulltrúar sátu hjá. Tillaga Hermanns, sú fyrsta er hann lagði fram, var síðan samþykkt rneð 5 atkvæðum gegn atkvæði Magnúsar, en þrír sátu hjá. Réði það úrslit- um í máli þessu að Björn Vífill er fagmaður en þeir tveir, sem synjað var fyrir stuttu, eru ekki fagmenn, eða menn með reynslu í slíkum rekstri.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.