Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.1989, Síða 2

Víkurfréttir - 18.05.1989, Síða 2
viKun Fimmtudagur 18. maí 1989 juttU Keflavíkurkirkja Sunnudagur 21. maí. Arnað heilla: Brúðhjónin Agnes Osk Omars- dóttir og Jón Pálmi Pálsson, Heið- arholti 16C, Keflavík, verða gefin saman í hjónaband kl. 16. Sóknarprestur ''ltTSR- Grindavíkurkirkja Messa kl. 11. Athugið breyttan messutíma. Messan verður hljóð- rituð til flutnings í útvarpi í júní- mánuði. Bænasamkomur alla þriðjudaga kl. 20.30. Sóknarprestur Hvalsneskirkja Guðsþjónusta verður í kirkjunni Þrenningarsunnudaginn 21. maí kl. 14. Hópur fólks, sem fermdist fyrir 30 árum 1 kirkjunni, kemur saman og heldur upp á fermingar- afmælið. Hjörtur Magni Jóhannsson Auglýsing frá Sjómanna- dagsráði Sjómannadagsráð hvetur fólk til þátttöku í hátíðarhöldum dagsins þann 4. júni. Skráning í keppnisgreinar, þ.e. kappróður, koddaslag, stakkasund og reiptog, fer fram á skrifstofu Verkalýðs- og sjómannáfélags Keílavíkur og nágrennis frá kl. 9-16, sími 15777. SJÓMANNADAGSRÁÐ Laxveiðar Loks gefst tækifæri til að stunda laxveiði á Suðurnesjum. Sala veiðileyfa í veiðiaðstöðu Fiskeldis Grindavíkur hf. að Brunnum, vestan Grindavíkur, hefst föstudaginn 19. maí. Nánari upplýsingar í síma 68750. Fiskeldi Grindavíkur hf. © Frá Grunnskóla Njarðvíkur Innritun 6 ára barna (fædd 1983) fer fram í skólanum þriðjudaginn 23. maí og mið- vikudaginn 24. maí kl. 10-12 og 13-15. Innritun annarra nemenda fer fram á skrif- stofu skólans. Bifreiðin á toppnum á Hafnargötunni. Umferðarmerkið, sem bifreiðin lenti á, er til hægri á myndinni. Ljósm.: epj. Bílvelta á Hafnargötunni Bílvelta varð um miðjan dag á hvítasunnudag á Hafn- argötu í Keflavík gegnt ■ Glóðinni. Bifreið, sem ekið var norður götuna, lenti á umferðarmerki og við það fór bifreiðin á hliðina og snerist og hafnaði síðan á toppnum. Bílstjórinn, sem var einn í bifreiðinni, slapp ómeidduren ergrunaðurum ölvun við akstur. Við yfirheyrslu hjá lög- reglunni játaði ökumaðurinn að hafa beygt sig niður og það hafi orsakað óhappið. Varð að fjarlægja bifreiðina af slysstað með dráttarbif- reið enda mikið skemmd. Spurningin er, hvort heita verði dagscktum svo húseigandi þessa húss gangi frá því að utan. l.jósm.: epj. Verður dag- sektum beitt á húsið? Bygginganefnd Keflavik- ur hefur samþykkt að fela byggingafulltrúa að senda húseiganda hússins Hafnar- götu 37 aðvörunarbréf þess efnis að dagsektum verði beitt Ijúki hann ekki fram- kvæmdum við húsið að utan. Að sögn Sveins Núma Vil- hjálmssonar, byggingafull- trúa, fer það eftir viðbrögð- um viðkomandi húseiganda hvort dagsektum verður beitt. Umrætt hús hefur nú staðið í nokkurn tíma hálf- klárað, eins og sést best á meðfylgjandi mynd. Framkvæmdirnar hjá bæjarfógeta: Jón og Gunnar fengu verkið Framkvæmdir við breyt- ingar á bæjarfógeta- og sýslumannsskrifstofunum i Keflavík hófust sl. föstudag. Trésmiðja Jóns og Gunnars sér um framkvæmdirnar, en hún reyndist vera með lægsta boð, 21.438.473 kr. Skekkja kom í Ijós í tilboði Ingólfs Bárðarsonar og Sig- urðar Ingvarssonar, en það hljóðaði upp á 20.924.075 kr. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 18.157.980 kr. Asgeir Valdimarsson hjá Innkaupastofnun ríkisins, sem eftirlit hefur með fram- kvæmdum, sagði að nokkur seinkun hefði orðið á því að verkið hæfist, þannig að framkvæmdum við breyting- ar á skrifstofuhúsnæðinu muni ljúka í októbermánuði. Um er að ræða 2. áfanga endurnýjunar húsnæðisins þ.e. innréttingar og viðgerð- ir, en alls bárust fimm tilboð í verkið. GARÐAUÐUN Sturlaugs Ólafssonar Hef nýlokið námskeiði um eyðingu sníkjudýra á plöntum. Nota eingöngu hættulítil efni sem reynst hafa árangursríkust við garðúðun. Ath. Er líka með sérstök efni ábarrtréog roðamaur. Fljót og góð þjónusta. Úða með bestum fáanlegum áhöldum. Pantið tímanlega, áður en það stórsér á gróðrinum. Tek sumarlanga ábyrgð á görðum sem panta plöntuúðun fyrir 20. júní. Uppl. í síma 12794. Best að hringja á kvöldin.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.