Víkurfréttir - 18.05.1989, Side 5
\>iKun
juiUt
ATHUGASEMD
vegna meints rógburðar, níðs, pólitísks oftsækis, dóm-
greindarleysis, geðillsu o.fl., eins hinna mishæfu gæð-
inga, fjármálastjóra Hitaveitu Suðurnesja
í Alþýðublaði Keflavíkur,
sem út kom 1. maí sl., er að
finna all hressilega ritsmíð Ól-
afs Björnssonar og fjallar hún
aðallega um alla þá lesti sem
að hans mati prýða undirritað-
an (sjá undirfyrirsögn). Grein-
ina sem slíka tel ég reyndar
vart svaraverða en verð þó að
gera athugasemdir við þau fáu
efnisatriði sem þar er að finna.
Fúkyrðin og svívirðingarnar
mun ég reyna að leiða hjá mér.
1. Það mun hafa verið árla
mánudagsmorgun einn í mars
að Ólafur kom á skrifstofu
H.S. með reikninga þá sem
hann nefnir og vildi gera at-
hugasemdir við. Þar sem ég
kom að var Ólafur með orku-
reikninga í höndunum sem
hann kvað vitlausa og þyrfti að
leiðrétta. Hann væri búinn að
hringja í einhvern starfsmann
H.S. vegna þeirra, myndi ekki
hver það væri, nennti ekki að
hlaupa um allt hús eins og
hann orðaði það og myndi því
skilja reikningana þarna eftir.
Eg tók við reikningunum og
urðu síðan smá umræður um
leigjanda Ólafs, allt í róleg-
heitum, þar til Ólafur allt í
einu kvað upp sinn stóra dóm:
Innheimtan hjá ykkur er til há-
borinnar skammar, hann
hafði séð hvernig ákveðið
fyrirtæki og forstjóri þess
(hann nafngreindi hvoru-
tveggja) höfðu farið með okk-
ur (H.S.), hann hafði séðorku-
reikninga fyrirtækisins og nú
var það gjaldþrota og við til
háborinnar skammar. Egsam-
sinnti því að ástand inn-
heimtumála væri slæmt og
þyrfti að batna en þá æstist Ól-
afur enn og hóf sama lesturinn
um fyrirtækið og forstjórann
(sem ég þekki að vísu eicki) og
hina skammarlegu frammi-
stöðu okkar. Þess má geta, að
síðar frétti ég, að starfsmaður
sá sem Ólafur hafði talað við í
síma, hafði fengið sama lestur-
inn um þetta fyrirtæki og for-
stjóra þess, sem Ólafi er greini-
lega mjög í nöp við. Ég sam-
sinnti enn að ástandið væri
slæmt og þyrfti að batna, en
við margvíslega erfiðleika væri
að etja og spurði hann (m.a.
sem fyrrverandi bæjarstjórn-
armann) hvort hann visshj.d.
hver væri einn versti kúnni
H.S. (auðvitað er þá eingöngu
átt við hvað varðar skulda-
stöðu, því um hana vorum við
að ræða). Ólafur kvaðst ekki
vita það og sagði ég honum þá
að það væri Keflavíkurbær. Þá
hófust nú fyrst buslubænirnar,
ég átti að skammast mín ef ég
kynni það, hvort ég vissi ekki
hvar ég ynni (Keflavíkurbæ)
o.fl. og að endingu sagði hann
að þetta skyldi ég eiga hjá sér.
Ég verð að viðurkenna, að
þessi mikla viðkvæmni kom
mér mjög á óvart, því Kefla-
víkurbær var nefndur til þess
að sýna fram á hvað vanda-
málin eru margvísleg, bærinn
er aðili sem Ólafur þekkir vel
til og einungis er um tölulegar
staðreyndir að ræða. Fyrir 3-4
árum var staða ýmissa sveitar-
félaga og stofnana þeirra við
H.S. mjög slæm en þó sérstak-
lega Miðneshrepps, sem
reyndar er nú liðin tíð. Tók ég
þau mál oft fyrir á stjórnar-
fundum H.S. og ræddi þau við
forsvarsmenn, m.a. að það
væri slæmt að þeir sem eignar-
aðili væru versti kúnni H.S.
Var því alls ekki illa tekið,
enda staðreynd, og ég þá ekki
sakaður um rógburð eða póli-
tískt ofstæki.
2. Ólafur segir að sér sé
kunnugt um að ég hafi neitað
Keflavíkurbæ um ákveðna af-
greiðslu sinna mála, sem hafi
verið sambærileg því sem
„vafasamari viðskiptamenn"
hafi fengið. Þarna gætir a.m.k.
verulegs misskilnings. Þaðsem
nefnt var við mig var að taka
einhverja tugi skuldabréfa,
sem bærinn hafði tekið upp í
gamlar útsvarsskuldir að mér
skildist, upp í vanskil Kefla-
víkurbæjar. Ég athugaði þá
hvort viðskiptabanki H.S.,
Sparisjóðurinn í Keflavík,
væri tilbúinn að kaupa þessi
bréf ef við tækjum við þeim.
Því var hafnað og mér sagt, að
þau hefðu þegar verið boðin
þeim til kaups en því verið
hafnað því (stór) hluti greið-
enda væru í vanskilum hjá
Sparisjóðnum (væntanlega hjá
H.S. líka). Var þá athugað
hvort Sparisjóðurinn væri til-
búinn að lána Keflavíkurbæ,
gegn handveði í áðurnefndum
bréfum, og rynni andvirðið
upp í orkuskuld hjá H.S.
Nokkrum dögum síðar barst
neikvætt svar, m.a. að mér
skildist vegna þess að á þeim
tíma hafi staða bæjarins hjá
Sparisjóðnum verið mjög erf-
ið. Ég lét bæjarstjóra þá þegar
vita um þessi málalok, sem ég
vænti að forsvarsmenn Spari-
sjóðsins geti staðfest, og lauk
þá mínum viðræðum um
skuldabréfakaup. Ég fullyrði,
að slík bréf hafa aldrei verið
tekin af nokkrum viðskipta-
manni, og því samanburður
milli bæjarins og vafasamari
viðskiptamanna út í hött.
3. Hvað varðar afgreiðslu
þeirra reikninga sem Ólafur
óskaði leiðréttingar á get ég lít-
ið sagt, enda ekki eitt af mín-
um daglegu störfum. Starfs-
fólkið segir mér að notenda-
skipti hafi ekki verið tilkynnt,
en það er ákveðin regla, og
stendur á öllum orkureikning-
um, að notendaskipti skuli til-
kynna fyrirfram. Breytingar
aftur í tímann eru mjög erfið-
ar og oft nánast óframkvæm-
anlegar og get ég ekki séð ann-
að en að Ölafur hafi fengið
mjög eðlilega afgreiðslu sinna
mála. Það, að einhver sérstök
fyrirmæli hafí komið frá æðri
stöðum er ekki svaravert, inn-
heimtumenn fá einungis til-
mæli um að meðhöndla alla
viðskiptamenn með sama
hætti, og það virðist mér hafa
verið gert í þessu sambandi.
Ég hef hér að ofan reynt að
svara þeim efnisatriðum sem
ég fínn í grein Ólafs. Stóru orð-
in mega vera hans en vil þó
taka fram, að undirritaður
fjármálastjóri H.S. er ekki í
starfi geðillur út af neinum
kosningaúrslitum og bregst
því ekki við með níði og róg.
Ég verð þó aðjáta, að égersvo
barnalegur, að hafa hingað til
a.m.k. ekki litið á mig sem
„mishæfan gæðing“ og ekki
talið, að ég missti eða fengi sér-
stakt skjól eftir úrslitum sveit-
arstjórnarkosninga á svæðinu,
heldur yrði ég dæmdur hæfur
eða óhæfur eftir starfí mínu
hjá Hitaveitu Suðurnesja.
Mínar persónulegu skoðanir
ætla ég samt að leyfa mér að
hafa, jafnvel þó þær séu aðrar
en Olafs, en undarlegur íbúi
væri það í Keflavík sem hefði
beyg af því ef bæjarstjórn næði
góðum árangri í starfí, sama
hver í hlut á.
Er hér með lokið mínum
greinaskrifum vegna þessa
máls.
Júlíus Jónsson,
framkvæmdastjóri fjármála-
sviðs Hitaveitu Suðurnesja.
Fimmtudagur 18. maí 1989 5
Fyrirtæki - Einstaklingar:
Fjárfestinga-
sjóður
Verslunar-
bankans
er góður kostur
Verslunarbankinn vekurathygli þína
á þvi að fyrirtæki og einstaklingar,
sem hafa tekjur af atvinnurekstri,
hafa heimild til að draga frá þeim
tekjum fjárfestingasjóðstillag. Há-
mark tillagsins skal vera 16% af
þeirri fjárhæð sem eftir stendur, þeg-
ar frá skattskyldum tekjum hafa ver-
ið dregnar þær fjárhæðir sem um
greinir i 1.-10.tl.31.gr. laga um tekju-
og eignarskatt.
Frádráttur þessi er þó háður þeim
skilyrðum að minnst helmingur fjár-
festingasjóðstillagsins ;sé lagður á
verðtryggðan reikning í innlendum
banka, sem bundinn er til 6 mánaða,
og að slíkan reikning þarf að stofna
eigi síðar en fimm mánuðum eftir lok
reikningsársins, þ.e. fyrir 1. júní
næstkomandi vegna tekna fyrir árið
1988.
Hjá Verslunarbankanum eru inn-
stæður fjárfestingasjóðsreikninga
verðtryggðar samkvæmt lánskjara-
vísitölu og njóta ávöxtunar 6 mánaða
verðtryggðra reikninga auk 1.5%
vaxtaálags. Að binditíma loknum eru
innstæður fjárfestingasjóðsreikn-
inga frjálsar til ráðstöfunar, án upp-
sagnar reikningsins, en tillaginu ber
að ráðstafa innan 6 ára frá stofnun
reikningsins.
Með bestu kveðju
\
V/ERZLUNRRBRNKINN
-(túuuvimeiftéx!
Vatnsnesvegi 14, Keflavík
sími 15600