Víkurfréttir - 18.05.1989, Blaðsíða 16
\>íKun
16 Fimmtudagur 18, maí 1989
| jtíUU
Athugasemd frá At-
vinnuþróunarfélaginu
í forsíðufréttinni um
„Stórframkvæmdir fyrir-
hugaðar í nágrenni Bláa
lónsins“ kemur fram ein-
hliða og villandi túlkun á af-
stöðu hópsins í heild.
í þessu sambandi vill hóp-
urinn taka eftirfarandi fram:
Hópurinn sem er Flugleiðir
hf„ Kynnisferðir sf„ At-
vinnuþróunarfélag Suður-
nesja hf. og Kleifar sf. hefur
skrifað Grindavíkurbæ bréf,
þar sem hópurinn lýsir yfir
áhuga sínum á frekari upp-
byggingu á Svartsengissvæð-
inu.
Hópurinn mælir með
ákveðnu staðarvali miðað
við þær upplýsingar sem fyr-
ir liggja um lengri flutning á
jarðsjó en útilokar ekki endi-
lega annað staðarval þegar
nánari upplýsingar liggja
fyrir.
Með þökk fyrir birting-
una.
Jón E. Unndórsson.
- ATVINNA - ATVINNA -
„Poka“-krakkar
Viljum ráða 11-13 ára krakka til að raða í
poka við kassa.
Upplýsingar gefa deildarstjórar eða versl-
unarstjóri.
Starfsfólk
vantar í ýmis störf.
Víkurblóm,
sími 16188.
ATVINNA
Tréiðnaður
Vegna mikillar eftirspurnar á framleiðslu-
vörum okkar auglýsum við eftirfarandi:
1. Smiðir óskast til starfa sem fyrst. Um er
að ræða vinnu við vélar og samsetningu.
ásamt sérsmíði ýmiss konar eftir óskumi
viðskiptavina okkar.
2. Ófaglært starfsfólk óskast til starfa sem
fyrst. Um eraðræðaýmsavinnusvosem
við vélar og samsetningu á framleiðslu-
vörum okkar.
Hjá okkur er unnið á tvískiptum vöktum
frá kl. 7.00-15.00 aðra vikuna og hina frá kl.
15.00-23.00. Góð laun í boði fyrir vand-
virka og reglusama starfsmenn.
Upplýsingar á staðnum. Eldri umsóknir
óskast endurnýjaðar.
Trésjniðja
Þorvaldar Olafssonar hf.
Iðavöllum 6 - 230 Keflavík
Símar 13320, 14700
í i
TRÉ /V
Hvalsneskirkja. Ljósm.: epj.
r
Aheit og gjafir til Hvalsneskirkju
árið 1988.
Áheit frá S................................ 3.000,00
Aheit frá Einari Júlíussyni .............. kr. 500,00
Áheit frá M............................... kr. 5.000,00
Minningargjöf frá Friðrikku P............ kr. 100.000,00
Áheit frá N.N............................. kr. 1.000,00
Áheit frá Dagbjörtu Guðmundsd............. kr. 500,00
Áheit frá K.Z............................. kr. 1.000,00
Áheit frá S............................... kr. 1.000,00
Áheit frá S.S............................. kr. 2.000,00
Áheit frá S.Ó............................. kr. 7.600,00
Áheit frá A.S............................. kr. 400,00
Áheit frá G.Á.I.S......................... kr. 2.500,00
Áheit frá 5 N.N........................... kr. 29.500,00
Áheit frá N.X............................. kr. 5.000,00
Gefið í safnbauk kirkjunnar ............. kr. 19.329,15
Krónur: 178.329,15
Sóknarnefndin þakkar viðkomandi aðilum gjafirnar.
- ATVINNA - ATVINNA -
Bifreiðastjóri
Bifreiðastjóri með meirapróf óskast í af-
leysingar í sumar. Upplýsingar í síma
12070.
OLÍUVERSLUN ÍSLANDS
Hafnarbraut 6 - Njarðvík
ATVINNA
Óska eftir starfsfólki. Vaktavinna. Upplýs-
ingar á staðnum.
^PUlSUVAGNINNjP
KJOTBORÐ
Kaupfélag Suðurnesja auglýsir laust til um-
sóknar starf umsjónarmanns með kjöt-
borði í Sparkaupum. /
Leitað er að starfsmanni með áhuga og
reynslu í matargerð.
Upplýsingar á skrifstofu að Hafnargötu 62
og hjá verslunarstjóra (ekki í síma).
Holtaskóli:
Nemendur
7. bekkjar
til Færeyja
Nemendur úr 7. bekk
Hoitaskóla í K^flavík eru nú
um þessar mundir að vinna
að fjáröflun ásamt foreldr-
um sínum og kennurum
vegna heimsóknar til Fær-
eyja næsta skólaár. Ætla
nemendtirnir að endurgjalda
heimsókn pennavina frá
Miðvogi í Færeyjum og er
fyrirhugað að þeir dvelji ytra
í sjö til tíu daga.
Miðvogur er sem kunnugt
er vinabær Keflavíkurog þar
búa um 1200 manns.
Til að afla fjár til ferðar-
innar erferðahópurinn tilbú-
inn að taka að sér hvers kon-
ar vinnu s.s. blaðaútburð,
merkjasölu og hreinsun
lóða. Þeir sem vilja notfæra
sér þessa þjónustu geta haft
samband við Bryndísi í síma
15607, Auði í síma 27296 og
Ketil í síma 13402.
Með von um góðar undir-
tektir.
Ferðahópur úr Holtaskóla.
SBK eykur
hlut sinn
i esr
Ákveðið hefur verið að
auka hlutaféð í Bifreiðastöð
íslands um 3 milljónir
króna. Yrði aukningin á hlut
Sérleyfisbifreiða Keílavíkur
400 jjúsund krónur. Hefur
stjórn Sérleyfisbifreiða
Keflavíkur samþykkt aukn-
ingu þessa fyrir sitt leyti.
Til
foreldra
Keflavík, 11. maí 1989.
Einn góðan veðurdag í
maí Iagði lítill, sex ára snáði
af stað í skólann, fullur eftir-
væntingar því það var
íþróttadagur skóians.
Sem von var fór hann í
stuttbuxur og bol undir fötin
sín, en splunkunýju íþrótta-
skóna (30-31) sem til stóð að
vígja í sumarbúðum í júní
setti hann í poka og hélt
glaður af stað.
Síðan skeður það, áð hann
gleymir pokanum með skón-
uin í í skólabílnum á heim-
leið og þeir hafa ekki fundist
síðan.
Nú ermikil sorgyfir hvarfi
skónna. Vil ég því hvetja þá
sem hafa orðið varir við hvíta
íþróttaskó með svörtu og
grænu í og heita KELME
(keyptir erlendis), að koma
þeim til húsvarðar Myllu-
bakkaskóla eða hafa sam-
band í síma 11993.
Með fyrirfram þökk.
8523-0905