Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.05.1989, Síða 5

Víkurfréttir - 26.05.1989, Síða 5
 KEFLAVÍK 40 ÁRA byggingavöruverslun Alhlíða Byggingavöruverslunin Járn & Skip laetur e.t.v. ekki mikið yfir sér þar sem hún er við höfnina í Keflavík. Þessi verslun er þó ein fjölbreyttasta byggingavöruversl- un landsins. Þar fást flestar bygg- ingavörur, jafnt grófvara s.s. timb- ur og allt inn í húsið s.s. hreinlætis- tæki, teppi, parket og dúkar, pípu- lagningavörur, málning, verkfæri o.sv.frv. Auk þess er hægt að fá þar útgerðarvörur, einkum fyrir smærri báta, vinnugalla og mikið úrval garðyrkjuáhalda. Kjörorð starfsfólksins er „Við reynum að eiga það sem þig vant- ar, en það sem við eigum ekki út- vegum við“. En hvernig verslun er Járn & Skip? Magnús Brimar Jóhannsson, verslun- arstjóri: „Við viljum að minnsta kosti að hún sé góð verslun. Það er mikið kapp lagt á það af öllu starfs- fólki að sinna þeim þörfum sem hús- byggingar og viðhald fasteigna kalla á. Eg tel að við getum í flestum tilvik- um útvegað þá vöru sem rnenn þurfa að fá, að vísu getur engin ein verslun átt miklar birgðir af öllum þeim hlut- um sem viðskiptavinir okkar þurfa, en með tiltölulega stuttum fyrirvara getum við þá útvegað vöruna. -Nú er oft talað um markaðshlut- deild. Hvað telur þú ykkur hafa stór- an hluta af Suðurnesjamarkaðinumf „Ef við tölum um Suðurnesin öll, þá tel ég að við séum með u.þ.b. helming. Aðrar verslanir hér á svæð- inu eru svo með nokkurn hluta og svo er alltaf nokkuð um það að Suður- nesjamenn sæki á höfuðborgarsvæð- ið.“ horgarsvceðið, erþað vegna þess að þið standið ykkur ekki nógu velf „Þessu er ekki gott að svara svo tæmandi sé, en það eru alltaf til menn sem telja grasið grænna hinum megin við lækinn og ég tel að þeir séu að leita langt yfir skammt. Svo er ekki vafi á því að stundum er hægt að ná hagkvæmum viðskiptum, einkum ef um mikið magn er að ræða. Hins veg- ar er ég hræddur um að í þeim tilvik- um sé einungis hugsað til skamms tíma. Það kemur oft að því að það vantar viðbót eða keypt hefur verið of mikið og því þarf að skila vöru og of mikið og því þarf að skila vöru og ef það þarf að fara til Reykjavíkur til þess er hagnaðurinn fljóturað hverfa. Einnig held ég að það sé mjög mikil- vægt fyrir þá aðila, sem eru í einhverj- um framkvæmdum, að hafa sem víð- tækasta þjónustu hér og því betur sem Suðurnesjamenn standa með okkur, því betur getum við þjónað þeirn. -Hvers vegna sxkja menn á höfuð- Magnús Brimar Jóhannsson, verslunarstjóri. Kolbeinn Pálsson ásamt Eiríki Barkar- syni og Héðni Skjaldarsyni í portinu. Timbur og járn í portinu „Það er alltaf líf í portinu en það hefur samt mikið breyst,“ sagði Kolbeinn Pálsson, aðal „portari“ kaupfélagsins í 18 ár. „Já, nú eru þetta aðallega verk- takar enda eru það þeir sem byggja í dag. Það hefur minnkað stórlega að einstaklingar byggi sjálfir.“ Þá sagði Kolbeinn að byggingarað- ferðir hefðu einnig breyst í tímans rás. Nú væri þessu slegið upp í flek- um og því hefði timburnotkun minnkað við húsbyggingar. En hvað er Kolbeinn með í portinu? „Við erum með allt þetta grófa efni eins og timbur, steypujárn, grind- arefni, lista og krossviðs- og spóna- plötur,“ sagði Kolbeinn Pálsson, yfirportari. Blöndunartækin að tískuvöru „Það hefur orðið talsverð breyt- ing í dúkunum en mesta byltingin varð þó þegar blöndunartækin urðu að tískuvöru,“ sagði Haf- steinn Magnússon sem lengst af hefur haft yfirumsjón með teppa-, dúka-, baðvöru- og hreinlætis- tækjadeild í Járn og Skip. Haf- steinn er einn af elstu starfsmönn- um fyrirtækisins og hefur starfað í 21 ár í Járn & Skip. „Mér finnst samt fólk oft mjög vanafast. Það varð þó mikill kipp- ur í parketsölu fyrir nokkrum ár- um og teppin duttu aðeins niður að sama skapi, en hefur jafnast aftur. Þau hafa þó lítið breyst. Það hafa dúkarnir hins vegar gert. Nú er hægt að fá ,,sjálfleggjandi“ dúka með nnikilli einangrun, þannig að lím er óþarft. Þúsundþjala- smiðurinn í „fittings“ „Það er skemmtilegast að eiga við þessi flóknu dæmi sem oft vilja koma upp, sérstaklega í gömlum húsum“, sagði Ríkharður Pescia, eða Rikki í fittings, eins og hann er jafnan kallaður. 1 Járn &Skiperhægtaðfáallttil alls hvað pípulagnir varðar, í skolp, rennur og rennufittings. „Ég kann vel við mig hérna,“ sagði Rikki, sem er af erlendu bergi brot- inn en hefur búið lengst af á Suður- nesjum, „þetta eru fínir strákar, þessir píparar, enda þekkir maður orðið þá flesta,“ sagði Ríkharður, sem hefur fengið orð á sig fyrir lipra þjónustu og útsjónarsemi. Sigurður Sturluson, elsti starfsmaður í Járn og Skip. „Stærsta breytingin í vöruvali“ „Jú, það hefur orðið mikil bylt- ing á þessum 29 árum sem ég hef verið í Járn & Skip, aðallega þó í vöruvali sem hefur aukist mikið,“ sagði Sigurður Sturluson, elsti starfsmaðurinn í Járn & Skip, en hann var verslunarstjóri í 24 ár, frá 1959 til 1983. „Við byrjuðum á Vatnsnestorgi en fluttum hingað á Víkurbraut- ina um 1970. Það varð síðan stökk- breyting þegar við tókum portið í gagnið undir timbrið og sement- ið.“ Sigurður segir að lengst af hafi verslunin búið við mikil þrengsli enda traffík oft mikil. „Þetta var nú svolítið annað í gamla daga. Þá voru engir dráttarvextir reiknaðir á skuldirnar enda engin lánskjara- vísitala heldur. Einnig finnst mér þjónustan hafa breyst í hlutfalli við stærðaraukninguna, hún er allt öðruvísi og ekki eins persónu- leg,“ sagði Sigurður, sem vinnur núna hlutastarf í Járn & Skip Hafsteinn Magnússon sker teppi Rikharður Pecia, þúsundþjala- fyrir viðskiptavin. smiðurinn í „fittings“.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.