Víkurfréttir - 26.05.1989, Side 7
mmihimi
• yömverft
i wgrmrki
önnur er þrjú sumur á síldveiðum, 2
sumur á Sæbirni með Olafi Júlíus-
syni og eitt sumar með Halldóri Sig-
urðssyni á Vébirninum. Þar varégað-
stoðarmaður skipstjóra. Hann átti
erfitt með að fara í bátana, þegar kast-
að var. Til að gera ekki upp á milli
þeirra manna, sem höfðu verið í skip-
rúmi hjá honum í mörg ár, valdi hann
mig, nýliðann, til að stýra öðrum
bátnum og enginn hafði neitt við það
að athuga.“
Fólk stóð í
biðröðum við verslanir
Þegar Gunnar hóf störf hjá Kaup-
félagi Suðurnesja var mikill vöru-
skortur. Tímabil skömmtunar var
ekki liðið. Nánast var barist um sum-
ar vörutegundir, bæði hjá heildsölum
og síðan mynduðust biðraðir þegar
varan var komin í búðirnar. Föt, kæli-
skápar, rafmagnseldavélar og fleira
voru eftirsóttar vörur, sem menn
stóðu í biðröðum næturlangt til að
fá. Stundum var kannski allt uppselt
þegar menn loksins komust að, tjáði
Gunnar að hann vildi ekki lifa þá tíma
upp aftur. Nú er nóg framboð á öllu,
jafnvel of mikið, og af tvennu er
skárra að hafa nóg magn og úrval en
að það vanti.
Handskrifað blað
lesið á fundunum
Að Gunnar helgaði Samvinnu-
hreyfingunni starfsævi sína, var hún
honum hugsjón? „Eg hefveriðfélags-
lega sinnaður allt frá bernsku. 10 ára
að aldri gekk ég í íþrótta- og mál-
fundafélagið Armann, sem var í Eyr-
arhreppi við Djúp, en ég átti heima
á Góustöðum. Þar gátu allir sem
vildu, allt frá lOára til 70ára, tjáð sig í
handskrifuðu blaði, sem Neisti hét.
Blaðið var lesið upp á fundum en ekki
skrifaði ég neitt í það, að ég man.
Aðalíþróttin var skíði,- einnig leik-
listarstarfsemi. I þessum félagslega
anda mótaðist ég svo aðeðlilega valdi
ég samvinnubrautina og skólann,
þegar ég hugði á lengra nám.“
í mörgum nefndum
og ráðum
Gunnar hefur upplifað tíma mik-
illa breytinga og framfara á Suður-
nesjum og tekið virkan þátt f þeim
með ýmsum hætti, í starfi sem og
áhugamálum. Um tíma sat hann í
mjög mörgum nefndum og stjórnum
félaga og félagasamtaka. Hvað er
Gunnari eftirminnilegast frá þessum
tímum? „Malbikun Hafnargötunnar,
sem gerbreytti bæjarsvipnum, kaup á
Hraðfrystihúsi Keflavíkur og þegar
við byggðum Samkaup. Þetta voru
stórir áfangar. Menn veltu talsvert
fyrir sér hvernig Samkaupshúsið ætti
að vera. Sumir vildu byggja á tveimur
hæðum. Arkitektinn kom með
tillögu um sex þverris, fallegt en dýrt
í byggingu. Einnig kom fram hug-
mynd um fimm hús með yfirbyggðri
göngugötu eða torgi á milli þeirra.
Skemmtileg tillaga en óhagkvæm,“
segir Gunnar.
Fjölbrautaskólinn, grett-
istak í menntunarmálum
Þær nefndir sem Gunnar hefur
starfað í eru flestar á vegum bæjarfél-
agsins. Sú nefnd sem hann segist hafa
haft mesta ánægju af að starfa í er
Fjölbrautaskólanefndin. I þeirri
nefnd var Gunnarformaðurfyrstu 10
KEFLAVÍK 40 ÁRA
árin, þegar lyft var grettistaki í
menntunar- og menningarmálum
Suðurnesja. „Hvar hugmyndin um
fjölbrautaskólann vaknaði veit ég
ekki, en ég man að við í málfundafél-
aginu FAXA ræddum hana á fund-
um. Hún var rædd víðar, menn voru
jákvæðir, en hægt gekk. Loks var
ályktað að gera tilraun og setja á stofn
undirbúningsdeild og stíga skrefið til
fulls.“ Og nú má lesa örlítið stolt úr
svip Gunnars, sem er farinn að ókyrr-
ast í stólnum. „Nú verð ég víst að
þjóta á Rotaryfund,“ en rneðan geng-
ið er til dyra og niður stigann í kaup-
félagsskrifstofunni, notar Gunnar
tímann til að lýsa kynnum sínum af
Suðurnesjamönnum, allt frá þvf að
hann dvaldi hjá Oddgeiri Péturssyni
og Þórhildi Valdimarsdóttur fyrstu
misserin í Keflavík. Borðaði hjá Guð-
nýju Ásberg, eins og margir borgarar
í Keflavík. Þar kynntist hann mörg-
um og með þeim fyrstu voru Loftur
Loftsson, útgerðarmaður, Kjartan
Steingrímsson og Jón Asgeirsson,
seinna sveitarstjóri í Njarðvík.
Sendlar kaupfélagsins
hafa margir komist
til metorða
Samstarfsmenn gegnum tíðina
eru honum ofarlega í huga fyrir utan
þá sem enn eru starfandi, eins og
Guðni Guðleifsson, Gunnar Arna-
son. Fyrsta stjórn kaupfélagsins sem
hann kynntist, þeir Ragnar Guðleifs-
son, Kristinn Jónsson á Loftsstöð-
.. „Nánast var barist
um sumar vöruteg-
undirnar. Menn stóðu
í biðröðum nætur-
langt. Stundum var
allt uppselt þegar fólk
kornst að . . . “
um, Hallgrímur Th. Björnsson,
Guðni Magnússon. Sendlarnir á reið-
hjólununi; þessi horfna atvinnugrein
ungmenna setti sinn svip á bæinn,-jú
og komið gat fyrir að sleðar voru not-
aðir að vetrarlagi. Margir sendlarnir
hafa komist til metorða í þjóðfélag-
inu, eins og Guðfinnur Sigurvinsson,
núverandi bæjarstjóri í Keflavík, sem
komu um stundarsakir til afleysinga í
skólafríum. En fieiri hafa þar komið
við sögu ef betur er skoðað. Ekki má
gleyma því að Guðjón Stefánsson,
núverandi kaupfélagsstjóri, byrjaði
kornungur í sendilsstarfinu og hefur
unnið hjá kaupfélaginu síðan, að
Samvinnuskólaárunum undanskild-
um. Hann gerþekkir því rekstur fyr-
irtækisins á ölíum stigum.
Sameinum sveitarfélögin
á Suðurnesjum
Áður en sagt er skilið við Gunnar á
Vatnsnestorginu, leitar hugurinn
stundum vestur á bernskustöðvarn-
ar? „Ekki hugurinn, ég fer þangað á
hverju ári í eigin persónu, en ég er
fyrir löngu orðinn Suðurnesjamaður í
mér. Og það sem við þurfum að gera
nú er að sameina sveitarfélögin á Suð-
urnesjum. Tilvalið er að kanna vilja
fólks í hverju sveitarfélagið í næstu
bæjar- og sveitarstjórnarkosningum.
Því tækifæri má engan veginn sleppa.
Í framhaldi af því mætti svo vinna að
sameiningunni, sem það vilji manna.“