Víkurfréttir - 26.05.1989, Qupperneq 11
MÍKW
jtittu
Þetta var ■mikill harmleikur sem
snerti marga í litlu þorpi. Séra Bryn-
jólfur á Stað í Grindavík messaði
fyrstu messuna eftir slysið. Þá stóðu
tvær kistur í kórnum. I annari voru
jarðneskar leifar fjögurra barna, og í
hinni gömul kona með barnabarn
sitt. Sóknarpresturinn, séra Eiríkur,
lá þá stórslasaður ásamt fjölda ann-
arra á sjúkrahúsi í Reykjavík. Þetta
var erfið stund fyrir prest og kirkju-
gesti. Þá var sunginn sálmur sem ég
bef munað æ síðan.
Kom, huggari, mig hugga þú,
kom, hönd, og bind um sárin,
kom, dögg, og svala sálu nú,
kom, sól, og þerra tárin,
kom, hjartans heilsulind,
kom, heilög fyrirmynd,
kom, ljós, og lýstu mér,
kom, líf, er ævin þver,
kom, eilífð, bak við árin.
Og Guð bænheyrði Keflvíkinga þeg-
ar þessi sálmur var sunginn.“
„ ... í mínum huga er
Keflavík mjög frá-
brugðin öðrum bæj-
um, þó að hún hafi
verið lítið pláss eins
og Akranes, Isafjörð-
ur, Bolungarvík og
Grindavík. Það tókst
aldrei neinum að
eignast hana Kefla-
vík. Við eignuðumst
aldrei neinn Einar
Guðfinnsson, Har-
ald Böðvarsson eða
Einar í Garðhús-
-Voru menn beiskir út í Guö?
„Nei, ég held að það fólk sem fæð-
ist og elst upp við sjávarsíðuna og
verður fyrir svona ástvinamissi kenni
aldrei Guði um eða verði biturt út í
Hann.
-Hvernig var almennt trúarlíf í
Keflavík?
„Kirkjusókn var nokkuð góð.
Þetta var nú það eina sem hún amma
sáluga stundaði af félagslífi. Hún fór
aldrei á neinar samkomur nema í
kirkju, alltaf þegar messað var. Þá fór
hún í danska skó en hún gekk annars
alltaf í íslenskum skóm sem hún
saumaði sjálf. Eg man líka þegar út-
varpið kom, þá kom hún heim til að
hlusta á útvarpsmessuna. Þá sat hún
með sálmabókina fyrir framan út-
varpstækið og hreyfði sig ekki, stóð
upp þegar guðspjallið var lesið og
vildi ekki hafa neinn hávaða á meðan
hún hlustaði á messuna.
Amma gaf mér líka mikið öryggi.
Hún hlúði að í mér þeim trúarneista
sem Guð kveikir í hjarta hvers
manns.“
-Nú hefur Halldór Laxness skrifaö
frcega sögu um atvik sem henti ömmu
þína, Söguna af brauðinu dýra. Hver
var þessi amma þín?
KEFLAVÍK 40 ÁRA
„Hún bjó í sínum bæ á Aðalgöt-
unni. Hún hét Gróa Jónsdóttir, en
Halldór breytti nafninu hennar í
Guðrún Jónsdóttir. Þetta er sönn
saga af henni. Hún villtist í þoku í
Krísuvík, þar sem hún var vistuð
vinnukona 16 árahjá gömlum útvegs-
bónda á Nýjabæ í Krísuvík. Hún var
send með deig í fötu eins og segir í
sögunni til þess að grafa í heitan sand-
inn við hverinn og átti að koma með
brauð sem þegar var úr hverasandin-
um. Á meðan skall á þessi þoka.
Amma var ókunnug þarna og villtist,
og það var ekki fyrr en að morgni
fjórða dags að hún fannst. Eg bað
hana mjög oft um að segja mér þessa
sögu, kannski hefur það verið leikar-
inn í mér. Hún snart mig mjög þessi
saga og ég fann svo til með ömmu að
ég fór alltaf að gráta. Eg spurði hana
hvers vegna hún borðaði ekki brauð-
ið og hún svaraði, maður boröar ekki
það sem manni er trúað fyrir. Egheld
að þetta hafi verið metnaður hjá
henni. Hún var fátæk en trúmennska
og heiðarleiki voru henni í blóð bor-
in.
Amma og afi byrjuðu sinn búskap í
fjörukambinum á Gufuskálum í Leir-
unni. Þar byrja þau sinn búskap í
þurrabúðarkoti og eignast þar sín
fyrstu fjögur börn. Þetta hefur verið
ömurlegt líf þarna. Þau voru rétt-
indalaust fólk og áttu ekkert. Þau
voru upp á náð og miskunn Iandeig-
andans og útgerðarmannsins komin.
Þessir menn kærðu sig ekkert um að
það risu kauptún og að fólk yrði sjálf-
stætt og gæti farið að selja vinnu sína
þeim sem byði hæst og samið um
kaup og kjör. Samið um líf sitt.
I mínum huga er Keflavík mjög frá-
brugðin öðrum bæjum þó að hún hafi
verið lítið pláss eins og Akranes, Isa-
fjörður, Bolungarvík, Grindavík
o.sv.frv. Það tókst aldrei neinum að
eignast hana Keflavík. Við eignuð-
umst aldrei neinn Einar Guðfinns-
son, Harald Böðvarsson eða Einar í
Garðhúsum, þessa stórlaxa sem eign-
uðust plássin."
-Var þaö kannski þessari almennu
einstaklingshyggju Keflvíkinga aö
þakka?
„Já, það má vel vera. Þetta var á
höndum fleiri aðila sem að ég held að
hafi verið mjög gott fyrir okkur. En
það er annað verra sem gerist hér.
Vegna sundurþykkju Suðurnesja-
manna nær Reykjavíkurvaldið of-
boðslega miklum völdum á öllum
framförum hér suðurfrá. Við erumað
hneykslast á því í sögunni sem við
þekkjum þegar að Danakonungur
innleiðir hérna einokun árið 1602, og
í tvær aldir blóðmjólkaði hann ís-
lensku þjóðina. Og hvað skeður? Það
er ekki skildingur skilinn eftir hér í
þessari nýlendu Danakonungs. Það er
allt tekið út úr landinu og farið með
til Kaupmannahafnar. Það eru
byggðar hallir og það er eins og Hall-
dór segir, hún var lýst með íslenskum
grút þessi borg, það voru brotnar
kirkjuklukkur til þess að bræða upp í
fallbyssur og klæða koparþök turn-
anna og hallanna í Kaupmannahöfn.
Allt er tekið af Islendingum og okk-
ur svíður. Við gerum okkur grein
fyrir þessu mikla arðráni sem á sér
stað hjá einni þjóð gagnvart annari.
En hvað skeður svo með Suðurnesja-
menn? Þeir horfa og þegja og láta
Reykjavíkurvaldið komast upp með
nákvæmlega sama arðránið gagnvart
sér. Það er gífurlega mikil atvinna
sem skapast í kringum flugvöllinn og
allt það hermang sem við verðum að
sitja uppi með. En hvar er svo arður-
inn? Inná Artúnshöfða í Reykjavík.
Þar er byggt. Fyrir hvað? Arðránið á
Suðurnesjum. Það vantaði stjórn-
málamenn og félagasamtök til að
gæta hagsmuna Suðurnesjanna betur
en gert hefur verið.“
-Áttu eftir aö flytja aftur til Kefla-
víkur?
„Nei, það held ég nú ekki. Ég held
að það skipti ekki svo miklu hvar
maður býr, hvar maðurendar ævi sína
svo framarlega sem maður lætur eitt-
hvað gott af sér leiða þau ár sem eftir
lifa.“
VISSIR ÞÚ...
... að í ofviðri, sem gerði
snemma árs 1956, stór-
skemmdist gamla haískipa-
bryggjan í Keflavík. Bryggj-
an var byggð í kringum
1936 og var hún talin
óheppileg til afskipunar og
stórhœttuleg stœrri skipum
ef eitthvað var að veðri.
VISSIR ÞÚ...
... að Guðni Kjartansson var
kjörinn „íþróttamaðurársins
1973" í kjöri íþróttafrétta-
manna. Það var Jón Asgeirs-
son, formaður samtaka
íþróttafréttamanna, sem
afhentiGuðna verðlaunabik-
arinn. Þetta ár unnu Keflvík-
ingar öll verðlaun sem keppt
var um nema Bikarkeppnina.
VISSIR ÞÚ...
... að íbúatalá í Keflavík var
komin í 5977 1. desember
1973, sem var tveggja pró-
senta aukning frá fyrra ári...
VISSIR ÞÚ...
... að í Suðurnesjatíðindum í
marsmánuði 1974 er sagtfrá
miklu deilumáli, sem kom
upp í Gagnfrœðaskólanum í
Keflavík milli nemenda og
skólastjóra. Snerist deilan
um það að nemendur vildu
hafa dansleiki til kl. 01, en
það vildi skólastjóri ekkifall-
ast á. Stjórn skólafélagsins
sagði af sér í kjölfar þessa
máls og í Suðurnesjatíðind-
um frá þessum tíma er harð-
orð grein, þarsem einn nem-
enda skólans segir skoðun
nemenda. _
VISSIR ÞÚ...
... að ísumarbyrjun 1974var
vígt að Hafnargötu 80 stór-
glæsilegt íélagsheimili
VSFK og VKFKN. Húsnœðið
var áður í eigu matstofunnar
Vík, en það nafn hlautfélags-
heimilið einnig.