Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.05.1989, Side 17

Víkurfréttir - 26.05.1989, Side 17
liggur í sveitarfélögunum í kringum Reykjavík, að því skipulagi eða öllu heldur skipulagsleysi sem nú ríkir. Þessu hef ég varað við allar götur síð- an ég var í forsvari fyrir samtök kaup- manna á Suðurnesjum, og átti ég mjög gott samband við kaupmanna- samtökin í Reykjavík.“ Heimilislíf og menning Hákon segir að þeir hafi verið hon- um alveg sammála, að í þessum efn- um ætti að vera ákveðið skipulag, svo fólk geti stundað sitt heimilislíf og sinnt menningunni, lifað eins og menn. „Vafalítið hefur þetta orsakast af miklum þrengingum hjá kaupmönnum í nágrannabæjum Reykjavíkur, nú og þegar farið var að reisa stórar verslanir við borgarmörk- in og lengja viðskiptatímann, þá fóru menn að svara þessu á viðeigandi hátt í Reykjavík, illu heilli fyrir alla aðila. Þjónustan hefur ekki batnað, fram- kvæmdin dýrari fyrir neytendur og verslanirnar, að hafa þennan langa viðskiptatíma. Það er ekki nokkur einasti vandi að breyta þessu með því að koma sér niður á fastar reglur, en til þess þurfa menn að þjappa sér sam- an, hafa opið frá níu til sex og eitt kvöld í viku lengur. Þetta verður að koma til þess að vöruverð fari ekki úr böndunum. Jú, sumir menn eru þannig gerðir að þeir geta ekki haft opið á sama tíma og aðrir, þeir kom- ast fyrst í gang þegar aðrir eru að loka. Fyrir utan hitt, að með aukinni tækni eru verslunarfyrirtæki orðin það afkastamikil að þau þurfa ekki að vera opin allan sólarhringinn, það er út í hött að hafa þetta svona.“ Þrír ættliðir versla „Samskiptin við Suðurnesjamenn hafa verið góð“ segir Hákon þegar við víkjum tali að viðskiptum heima- manna, „enda reynir mikið á það við fyrirtæki eins og mitt, sem búið er að starfa þetta lengi og á mjög mörgum sviðum. Ykkur get ég sagt að þegar við vorum að opna verslunina í byrj- un, þá voru miklir fólksflutningar á Suðurnesin. Fólkið sem kom úr hin- um ýmsu byggðum átti hvorki ísskáp né þvottavél, en festi síðan kaup á þessum hlutum hjá mér. Þegar börn þessa fólks stálpuðust keyptu þau tæki af mér líka ogþriðji ættliðurinn er núna að versla við Stapafellið. Hafa þessi viðskipti verið traust og snurðulaus.“ Greiðslukortin traust Sveiflur hafa komið í verslunina eins og aðra þætti þjóðlífsins. Stund- um hefur illa árað en góðir tímarþess á milli og viðskiptin jafnað sig aftur. Gengisfellingar hafa oft sett verðlag- ið úr böndunum, en það hefur ekki haft nein afgerandi áhrif á rekstur Stapafellsins nema á þeim tíma sem þeir voru í fyrsta húsnæðinu. En svo víkjum við að nýjasta þættinum. „Greiðslukortin eru í sjálfu sér tím- anna tákn. Raunar hafaþau leyst heil- mikil vandræði og vandamál. Fólk hefur því ekki orðið að fá bráða- birgðafyrirgreiðslu í verslununum, kortin hafa leyst það af hólmi. En miðað við eins og þetta gengur fyrir sig í öðrum löndum, þá eru kortin orðin of stór hluti af versluninni og viðskiptunum. Þau komu hér á rétt- um og heppilegum tíma, bæði fyrir neytendur og verslunina í landinu. Greiðslukortafyrirtækin hafa reynst traust, sem er meira heldur en menn spáðu í upphafi. Líka má teljast furðulegt hvað fólk hefur kunnað fótum sínum forráð í notkun þeirra, þegar á allt er litið.“ Þróttmikill verslunarstaður Margir halda því fram að verslanir séu orðnar of margar á Suðurnesjum? „Nei, sannleikurinn er sá að Keflavík hefur ávallt verið traustur verslunar- staður og farsæll. Verslunin virðist halda sínum hlut allvel. Mikill þrótt- ur var í verslun hérna þegar ég byrj- aði, Kaupfélagið, Nonni og Bubbi, Eddan, Skóbúðin, Danival, Ingi- mundur Jónsson, Þorsteinsbúð, Eyj- ólfur á Klapparstígnum, Kristínar- búð, Sigríður Skúladóttir, Breiða- blik, Jóhann í Bláfellinu, Guðrún í Bakaríinu, Edinborgin, Sölvi var byrjaður, Verslun Sigga og Guffa, annar er nú forstjóri Mjólkurfélags Reykjavíkur en hinn bæjarstjóri í Keflavík, Ura- og skartgripaverslun- in og svo Jakob Sigurðsson, kaup- maður, sem við versluðum mikið við. Þarna sérðu að verslunin var þrótt- mikil, þegar ég byrjaði, en á hafa orð- ið miklar breytingar af ýmsum ástæð- um og lagað sig eftir þörfinni." Vil ekki vera einn í heiminum Á tímum samkeppninnar, óttast Hákon hana ekki, svona undir niðri? „Þetta var góð spurning. Eg fagna því þegar ungt fólk spjarar sig, stofnar fyrirtæki og byrjar að basla áfram. Eg hef ekkert á móti því. Eg er alveg frá- bitinn því að vera einn í heiminum. Mér er ánægja ef einhver starfar hér á næstu grösum. Það hefur aldrei kom- ið upp í huga mér að þá sé verið að taka eitthvað frá mér. Yfirgangurinn sem grípur suma menn í atvinnu- rekstri, að þeir eigi að vera einir og allsráðandi, ber vott um sjúklegt hug- arfar og sálarlíf. Mönnum líður alltaf illa sem hugsa þannig. Þetta hefur aldrei hvarflað að mér. Samkeppnin „Mér bauðst kaup- félagsstjórastaða á Vestfjörðum, sem ég sé alltaf eftir að hafa ekki þegið . . . “ fylgir frjálsu framtaki í atvinnu- og athafnalífinu. Fólkið í landinu á rétt á að fá að njóta þess og fá fjölbreyttari þjónustu." Togari og taprekstur Tal okkar hefur að mestu snúist um verslun og verslunarrekstur, en hefur Hákon fengist við eitthvað annað en verslun? Nú verður hann íbygginn á svip og setur í brýrnar, veltir svolítið kollhúfum. „Útgerð, þar var lærdómsríkt tímabil. Atti í togara á þeim árum sem verðið á olí- unni hækkaði upp úr öllu valdi, fiski- miðin voru að bresta, samhliða furðulegum hlut, mjög tregur mark- aður á þeim fáu uggum sem fengust. Lærdómsríkt og skemmtilegt að því leyti að þá var rætt um að útgerð og fiskvinnsla væri nokkuð sem kæmi öðrum við en þeim sem voru að fást við þann rekstur. Onnur tíð er nú runnin upp. Menn vilja standa sam- an í byggðarlögunum enda sjá þeir nauðsynina, en þetta skeður ekki af sjálfu sér. Þegar við vorum að basla við þetta, sátu bara bankarnir uppi með okkur og vandræðin, því enginn vildi sinna þessum málum. Dæmið gekk ekki upp hjá okkur. Skipið stór- gallað og bilaði meira en dæmi voru til. Ég var alls ekki feginn að losna úr útgerðinni. Um annað var samt ekki að ræða. Mest var þó um vert að menn gátu borgað sitt og engin beið varanlegan skaða af. Aftur á móti urðu kaupendur af okkur gjaldþrota og við töpuðum umtalsverðum fjár- munum þar.“ Tvær hliðar á hverju máli Aldrei fór það svo að Varnarliðið bæri ekki á góma í samtalinu og Há- kon sagði að nærvera Varnarliðsins hefði gífurleg áhrif á verslun og at- hafnalíf en minni áhrif á mannlífið en margur heldur. „Tvær hliðar eru á hverju máli. Annars vegar gengur okkur illa í samkeppninni við Varnar- liðið, bæði hvað kaupgjald, vinnuað- stöðu, fríðindi allskonar snertir. Furðulegt samt að þessi mismunur hefur ekki komið í ljós dags daglega. Á hinn bóginn hefur fólk sem starfar á Vellinum haft við mig mikil við- skipti og farsæl. Manni brygði við að missa þennan stóra hóp, með tiltölu- lega prýðilegar tekjur. Líka má benda á öll fyrirtækin sem starfa á Vellinum og versla við okkur. Varnarliðsmenn versla mikið í Stapafellinu. Þóerþað breytilegt eftir genginu á hverjum tíma. Samkeppnin um vinnuaflið við VL hefur komið mest niður á fisk- vinnslunni og ýmsum greinum þjón- ustunnar, minna á versluninni.“ Vinna og hestamennska En gefur Hákon sér aldrei tíma til tórnstundaiðkana, frá versluninni? „Áhugamál, fátt er um þau, sem gerir raunar ekkert til. Eg hef verið hraust- ur og ekkert gert þarfara en að vinna. Það vita svo allir Suðurnesjamenn að ég hef fengist við hestamennsku og haft af því óblandna ánægju og félags- skap og ég vona að framhald verði á því, íhófisamt. Hinnþátturinn hefur verið að ferðast með eiginkonunni, bæði utan lands og innan. Ferðalögin hafa verið okkur til mikillar ánægju og ég vona að svo verði áfram.“ Kemur einhvern tíman að því að Hákon segi skilið við verslunarþræl- dóminn og setjist í helgan stein, selji og lifi af vöxtunum? Hann hlær út í annað. „Vöxtunum! Ætli þeir verði svo miklir. Aftur á móti gæti ég hugs- að mér að skipta um og slaka á, taka mér hamar í hönd og smiða eins og hálfan daginn ef heilsan leyfir, því án þess að hafa eitthvað fyrir stafni, get ég ekki lifað.“

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.