Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.05.1989, Síða 31

Víkurfréttir - 26.05.1989, Síða 31
Eyjólfur Herbertsson og Ingimundur Kjartansson með eina af þúsundum skiptinga sem þeir hafa átt við. Ljósm.: pket. skúrabisness í 18 bala hús Þeir byrjuðu eins og flestir bíla- dellupeyjar á því að grúska í „bílnum hans pabba“ en eins og margir fá áhuga á einhverri íþrótt þá fengu þeir Eyjólfur Herbertsson og Ingimund- ur Kjartansson strax spennandi áhuga á bílagrúski og viðgerðum. Þeir félagar eru dags daglega kallaðir Eddi Bó og Mundi og reka í dag bílaverk- stæðið Skiptingu í Grófinni í Kefla- vík. Skúrabísness í 15 ár Þessir sjálfmrnntuðu „sérfræðing- ar“ stunduðu bílaviðgerðir og þá að- allega sjálfskiptingaviðgerðir í ein 15 ár í skúr föður Edda við Vallargötuna í Keflavík. A þeim árum leituðu margir bæjarbúar til þeirra með sjálf- skiptu, amerísku vagnana sína sem voru áberandi á götunum í þá daga. En í 15 ár unnu þeir aðeins við þetta í aukavinnu, þó svo að sólarhringarnir næðu stundum saman, og unnu eins og margir Suðurnesjamenn m.a. á vellinum, stunduðu sjóinn og unnu á þungavinnuvélum. En frá byrjun var draumurinn að opna eigið verkstæði. Úr 18 bala hús Loks kom að því að þeir ákváðu að hætta skúrbisnessinum. Þeir ákváðu að kaupa húsnæði og stofna fyrir- tæki. „Það var í júní 1981 sem við ákváðum að láta til skarar skríða. Við fórum til Palla Gústu í Sparisjóðnum og báðum um lán til að kaupa þetta hús. Fyrst ætluðum við að kaupa efri helminginn en Palli sagði að fyrr en varði vildum við eignast allt húsið. Það var hárrétt hjá honum og varð raunin“ segir Eddi þegar hann rifjar upp byrjunina. „Annars var þetta 18 bala hús þegar við byrjuðum hérna, nánast eins og gatasigti fyrstu árin og því ekki sérlega gott í rigningu" bæt- ir Mundi við og heldur áfram: „En í gamla daga var hér eitt flottasta bíla- verkstæðið á svæðinu sem Gummi í Bárunni átti og var með marga menn í vinnu. Við keyptum húsið af honum sem þá hafði í nokkur ár hýst smiðju og ýmislegt fleira en einnig staðið autt lengi.“ Fyrir 2 árum síðan létu þeir félagar byggja við húsið að ofanverðu og stækkuðu það úr 260 fermetrum í 390. Auk þess færðist innkeyrslan til, sem áður var hurð í hvorum enda hússins í að vera 6 hurðir að framan- verðu. Það hafa einnig orðið miklar breytingar á tækjum og tólum í Skiptingu. I byrjun var aðeins ein lyfta á verkstæðinu en nú eru þær fjórar. „I gamla daga voru allir við- gerðarmenn með ónýt hné þegar ekki þekktist annað en gryfjur" segir Mundi og líkir því ekki saman að vinna við lyftu og gryfju. „Þetta er ein stærstabyltinginá síðustu árum.“ Gamall herbíll Eitt af sérsviðum Skiptingar eru bremsuviðgerðir. Þeir Eddi og Mundi urðu sér úti um gamlan renni- bekk sem þeir síðan gerðu upp og þykir nú hið þarfasta þing. Skipting var síðan fyrsta verkstæðið á Suður- nesjum til að taka í notkun vélastill- ingatölvu en út frá kaupunum á henni þróaðist varahlutaþjónusta sem nú er orðin verslun í 30 íermetra plássi í af- greiðslu verkstæðisins. Þarerhægtað fá varahluti í sjálfskiptingar, bremsu- og kveikjukerfi og smáhluti í bíla svo eitthvað sé nefnt. Ekki má gleyma að minnast á dráttarbílinn sem þeysist um göturnar þó gamall sé. Hann var smíðaður úr tveimur bílum, gömlum herbíl og „pikkupp" af listasmiðnum Hirti Sigurðssyni og fleirum. Sólarhringar runnu saman Allt frá byrjun hafa þeir Eddi og Mundi haft nóg að gera, verið með fasta og stóra viðskiptavini eins og lögregluna, Keflavíkurverktaka og svo hafa þeir séð um viðhaldið á sjúkrabílunum. En þýðir þetta ekki langa vinnuviku? „Jú, hún hefur allt- af verið löng en ekkert þó eins og þeg- ar við vorum að vinna í þessu í auka- vinnu áður en við stofnuðum fyrir- tækið. Þá runnu sólarhringarnir stundum saman og fyrstu árin okkar hér var unnið flest kvöld. Nú í seinni tíð höfum við hægt á okkur, byrjum átta á morgnana og erum til sex og tökum ekkert kaffihlé. Vinnum síð- an á fimmtudagskvöldum við að út- búa reikninga og ýmislegt varðandi bókhaldsmálin og svo erum við lang flesta laugardaga. Vinnuvikan endar um kaffileytið á laugardögum og þá er farið í gufuna í sundhöllinni, því sleppum við aldrei.“ Góð bílaeign Til að tefja þá félaga sem minnst í vinnunni var auðvitað um það samið að koma og spjalla við þá á laugar- degi, þegar mesturfriður væri, eneins og alltaf voru þeir í vinnugöllunum, olíumakaðir á höndunum og þegar þeir voru að þvo sér spurði ég þá hvort viðgerðarvinna væri ekki þreytandi vegna óþrifnaðarins sem fylgdi henni. Eddi varfljóturtil svars. „Þetta er eitt það leiðinlegasta við þessa vinnu, sérstaklega vill þetta verða slæmt eins og tíðin hefur verið í vetur. Bílarnir kom inn með tugi ef ekki hundruð kíló af snjó á sér og þegar maður þarf að fara að vinna í þeim er þetta allsherjar vatnsbað. Annars er allt annað mál að vinna á verkstæði hér eða úti á landi þar sem vegir eru víða miklu verri. Einnig má segja Suðurnesjamönnum til hróss að þeir hugsa yfirleitt vel um bílana sína og mikið um að menn eigi fína bíla, en almennt er hérna góð bílaeign.“ Draumurinn að eignast gamlan limma En hvað með ykkur sjálfa? „Það má segja við séum á „jeppa- línunni“. Við eigum báðir stóra Ford Econline húsbíla með aldrifi og til- heyrum þeim flokki manna sem kennir sig við jeppadellu en draum- urinn er einnig að eignast gamla, ameríska limma.“ Eddi nefnir Chrysler ’55-’56 en Mundi segist ákveðinn í að verða sér úti um Cadill- ac ’56 einhvern tíma. Ætli þeir vilji þá sjálfskipta....? Eddi Bó og Mundi ásamt starfsmönnum sínum við dráttarbilana, sem nýlega urðu tveir, og „18 bala húsið" í baksýn.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.