Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.05.1989, Qupperneq 35

Víkurfréttir - 26.05.1989, Qupperneq 35
Verslunin FRÍSTUND Frístund er verslun sem stendur undir nafni, því hún er með margt sem hægt er að njóta í frístundum. Frístund er einnig myndbandaleiga og sel- ur auk þess hljómtæki, sjónvörp, myndbandstæki, hljóðfæri, ljósmynda- vörur og ýmsar gjafavörur. Eigandi Frístundar er Astþór Sigurðsson en hann rekur samnefnda verslun einnig að Holtsgötu 26 í Njarðvík. I Hólmgarðshúsið flutti Frístund 3. des. 1988. Ástþór sagði að það væri mikil aukning í útleigu á myndefni, sem kæmi meðal annars til af því að úrval myndefnis hefði aukist, auk þess sem nýjar bíómyndir kæmu nú fyrr en áður á myndband. Aðspurður um sölu hljómtækja, myndbandstækja og sjónvarpa sagði Ástþór að hún væri mest í kringum jól og fermingar. „Öll tækjasala hefur aukist. Verðið hefur farið hlutfallslega lækkandi og það hefur ýtt á söluna.“ Frístund er einnig með móttöku fyrirfilmuframköllun frá Myndsýnen með hverri framköllun fylgir frí filma í kaupbæti. Frístund er opin sjö daga vikunnar til kl. 11 á kvöldin. Verslunin BÖRNIN Verslunin Börnin var fyrsta fyrirtækið sem opnaði í Hólmgarðshúsinu að Nonna og Bubba undanskildu. Eins og nafnið ber með sér er hér um barnafataverslun að ræða og eru eigendurnir systurnar Hildur og Brynja Kristjánsdætur. Verslunin fagnar einmitt 2ja ára afmæli um þessar mundir. Brynja sagði að á boðstólum væri barnafatnaður fyrir 0-12 ára krakka, þýskur og franskur, mjög vandaður fatnaður. I versluninni er einnig að finna úrval ungbarnaleikfanga. Aðspurð um tískuna sagði Brynja að krakkar almennt fylgdust mjög vel með henni. „Krakkarnir vilja að sjálfsögðu vera í tískunni eins og fullorðna fólkið. I dageru föt i neon-litum vinsælust, neon-gallar, -húfur, -buxur og fleira,“ sagði Brynja. Verslunin er einnig með móttöku fyrir Efnalaug Suðurnesja. Á myndinni er Brynja Kristbjörnsdóttir ásamt Ólöfu Magnúsdóttur, af- greiðslukonu. Snyrtivöruverslunin SMART SMART er ný snyrtivöruverslun sem tók til starfa ekki alls fyrir löngu í Hólmgarðshúsinu. Eigandi hennar er Helga Sigurðardóttir og sagði hún að hún hefði fengið fljúgandi start strax í byrjun. Hjá Smart eru á boðstólum snyrtivörur fyrir bæði kynin, auk skart- gripa sem Helga flytur sjálf inn. Auk þess að selja snyrtivörur og skart- gripi, þá hefur Helga á boðstólum undirfatnað og fyrir stuttu bætti hún við úrvalið er hún tók inn leðurveski í mörgum stærðum. Snyrtivöruverslunin Smart býður fólki einnig upp á heimsendingar- þjónustu á gjöfum, en nóg er fyrir fólk að hringja í síma 15414 og panta gjöfina. Opnunartími verslunarinnar er kl. 10-18 virka daga og kl. 10-14 á laugardögum. Verslunin PERSÓNA Herrafataverslunin Persóna er ein af yngri verslunum í Keflavík. Hún opnaði i júní 1988 að Flafnargötu 61 enfluttií byrjunmarsí Hólmgarðs- húsið. Eigendur eru Agústa Jónsdóttir og Guðmundur Reynisson en sonur þeirra, Georg Birgisson, er afgreiðslumaður. Ágústa sagði að boðið væri upp á vandaðan herrafatnað frá kunnum framleiðendum s.s. GANT sportfatnað og Z-Victory auk gallabuxna frá Custer. Þá er úrval af jakkafötum frá Peter Van HoIIand, sem er þekktur klassafatnaður. Innan tíðar verður bætt enn frekar við úrvalið með þýsk- um, mjög vinsælum herrafatnaði. Aðspurð um tískuna sagði Ágústa að herrafatatískan hefði breyst meira að undanförnu og væri „djarfari“ en oft áður og nefndi sem dæmi marglit vesti og rósóttar skyrtur og bindi. „Karlmenn eru farnir að pæla almennt meira í klæðnaði en áður, ekki síst yngri kynslóðin. Það finnst mér mjög jákvæð þróun,“ sagði Ágústa Jónsdóttir í Persónu.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.