Víkurfréttir - 26.05.1989, Page 38
KEFLAVÍK 40 ÁRA
Knattspyrna hefur verið uppá-
haldsíþrótt Keflvíkinga lengst af,
þótt ýmsar aðrar greinar hafi náð
tímabundnum vinsældum á meðal
fólks, eins og t.d. sund og frjálsar
íþróttari, sem átt hafa sín blóma-
og hnignunarskeið. Körfuknatt-
leikurinn er sú íþrótt sem unnið
hefur mikið á í Keflavík en knatt-
spyrnan heldur samt velli, þrátt
fyrir nokkra lægð um þessar
mundir; ÍBK á sæti í fyrstu deild-
inni, sem það hyggst haida á kom-
andi leiktímabili, hvað sem tautar
og raular. Knattspyrnan hefurver-
ið stærsti þátturinní starfsemi ÍBK
allt frá stofnun bandalagsins árið
1955, eftir að hafa verið innan
íþróttabandalags Suðurnesja um
nokkurra ára skeið.
Léku við
heimsþekkt félög
Keflvíkingar hösluðu sér fljótlega
völl í landsmótum KSI og það tók
ekki mörg ár að vinna fyrsta Islands-
meistaratitilinn, í fjórða flokki árið
1959, en sá kjarni vann einmitt 1.
deildina fimm árum síðar eða árið
1964. Síðan hafa margir sigrar unnist
og ÍBK hefur víða farið og reynt sig
við heimsþekkt erlend lið í Evrópu-
keppnum. Reyndar er nokkuð um
Þrír knattspyrnukappar úr gullaldarliði ÍBK, Jón Jóhannsson, Jón Olafur Jónsson og Magnús Haraldsson, rifja upp „gamla góða“ tímann . . .
Iiðið frá seinasta Evrópuleik ÍBK en
til þess að bæta úr því verða þeir að
komast í efri mörk fyrstu deildarinn-
ar og nú er stefnt að því öllum árum af
þeim sem núna halda um stjórnvölinn
í bandalags- og knattspyrnuráði.
Gömlu góðu dagarnir
Menn tala stundum um gullaldar-
tímabil ÍBK, árin frá 1964 til 1973, og
það ekki að ástæðulausu. Fræknustu
sigrarnir og almennur áhugi var þá
mjög mikill, 3-4 þúsund manns á leik
og knattspyrnumennirnir voru hetj-
ur heimabæjar, dáðir af öldnum sem
ungum, körlum sem konum. Fólk
réði sér varla fyrir gleði þegar sigrar
unnust og hálfgerður sorgarblær
kom á bæinn við töpin. Til að rifja
svolítið upp þessa gömlu, góðu daga
voru teknir tali þeir Jón Jóhannsson,
Jón Ólafur Jónsson og Magnús Har-
aldsson, sem eiga það sammerkt að
hafa spilað í meistaraflokki IBK
þennan tíma.
Hafsteinn
var
nánast
allt
„Pegar ég byrja að æta meo meisL-
araflokki IBK eru að eiga sér stað
kynslóðaskipti. Frumherjarnir undir
merki bandalagsins eru óðum að
leggja skóna á hilluna eftir að hafa
fallið í 2. deild árið 1960 og hinir yngri
að taka við. Samt urðu nokkrir eftir,
eins og Högni Gunnlaugsson, Sig-
urður Albertsson, sem báðir voru að-
fluttir eins og reyndar meira enhelm-
Jón Ólafur, Jón Jóhanns og Magnús Haralds, í verðlaunaherbergi ÍBK. T.h. er mynd af íslandsmeisturum ÍBK 1964.
„Fáum vonandi
aðra gullöld“
ingur aðalliðsins fyrstu þrjú árin í 1.
deild, það er 1958, 1959 og 1960“
sagði Magnús Haraldsson, „og má
þar nefna Hafstein Guðmundsson,
sem var nánast allt í liðinu og í félags-
starfinu, leikmaður, þjálfari og for-
maður IBK og í knattspyrnuráðinu,
Svavar Færseth frá Siglufirði, Gunn-
ar Albertsson frá Ólafsfirði, Garðar
Pétursson frá Isafirði, Guðmundur
Guðmundsson frá Akureyri, Isleifur
Sigurðsson úr Garðinum, Skúli
Skúlason frá Reykjavík. Segja má að
þegar þeir eru að hætta, ásamt Páli
Jónssyni og Skúla Fjalldal, sem flutt-
ist til Danmerkur, þá erum við að
byrja eins og Hólmbert Friðjónsson.
Seinna koma svo smám saman í liðið
4. flokks Islandsmeistararnir, piltar
sem höfðu notið góðrar þjálfunar og
öðlast leikreynslu í keppni yngri
flokkanna. Skammt var svo að biða
þess að sæmdarheitið “Besta knatt-
spyrnulið á Islandi“ félli í skaut IBK,
eða árið 1964.“
Fyrsti Evrópuleikurinn
Auk sæmdarheitisins færði titill-
inn þeim þátttökurétt í Evrópu-
keppni meistaraliða og Magnús var
þá búinn að vinna sér fastan sess í
IBK-liðinu, enda með afbrigðum
sprettharður. Liðið sem drógst á
móti þeim voru sjálfir Ungverja-
landsmeistararnir Ferencvaros, með
Florian Albert í sínum röðum, orð-
inn heimsþekktur. „Þetta var upp-
hafið að löngum ferli í keppni við er-
lend lið. Þarna var um alvöruleiki að
ræða. Ekki vináttuleiki, þar sem allir
urðu að leggja sig fram til hins ítrasta.
Við stóðum okkur vel í fyrri leiknum
á Laugardalsvellinum, töpuðum að
vísu 1:4, en þetta var engin einstefna
og kannski of mikill markamunur
miðað við gang leiksins" sagði Magn-
ús. „Okkur gekk verr fyrir austan.
Ungverjarnir voru á heimavelli, 20-30
þúsund áhorfendur, allir á þeirra
bandi á Nep-leikvellinum, okkar
fyrsti leikur í alþjóðakeppni. En það
sem verra var, fyrsti leikur IBK í flóð-
ljósum, sem er reynsla út af fyrir
sig. Ungverjarnir léku á alls oddi.
Skoruðu 9 mörk gegn 1, enda þess
krafist af fylgjendum þeirra að sigur-
inn yrði stór yfir þessu liði frá litlum
bæ á Islandi" bætti Magnús við.
Albert
skipulagði
Ungverja-
lands-
ferðina
Að þessu leyti til voru Ungverjarn-
ir ekki gestrisnir. Þeir hefðu jafnvel
viljað hafa mörkin fleiri, „en bættu
það upp með frábærum móttökum i
alla staði“. Á svip Magnúsar má
greina að hann lifir enn í minningunni
um ferðina. „Annars skeði margt
skemmtilegt í ferðinni," og nú erþað
Jón Jóhannsson sem blandar sér í
samtal okkar Magnúsar, „ég man
ávallt að skömmu áður en leikurinn
hófst fóru áhorfendur að hlæja, ráku
upp rokur hvað eftir annað. Við átt-
uðum okkur ekki alveg strax á hverju
þetta sætti en ástæðan var sú, að
þegar nöfn okkar birtust á ljósatöfl-
unni þótti þeim svona fyndið að sjá
sömu endinguna á nöfnum okkar eða
son. Þeim fannst víst að við værum
allir bræður," og Jón hlær við, „en
ferðin var í alla staði vel heppnuð.
Mjög vel skipulögð, því þótt við vær-
um ekki með öllu óvanir utanlands-
ferðum gerðu menn sér ljóst að þegar
um Evrópukeppni var að ræða varð
að vanda til verksins. Hafsteinn Guð-
mundsson, formaður IBK, fékk vin
sinn og félaga Albert Guðmundsson
til að skipuleggja ferðina og Atla
Steinarsson blaðamann í fararstjórn-
ina. Varla hægt að fá betri og reynd-
ari menn, enda varð ferðin í samræmi
við það.“
Tryggir áhorfendur
Hægt væri að skrifa hejla bók um
þær ferðir og þá leiki sem IBK spilaði
við erlend stórlið. Það er í rauninni
stór og glæstur kafli í sögu Keflavík-
urbæjar, sem gera ætti góð skil og
varðveita á spjöldum sögunnar. Nöfn
eins og Everton, Tottenham, Real
Madrid, Hamburger SV, Ferencvar-
os, eru nöfn sem fá félög á Islandi geta
státað af að hafa keppt við. IBK hefur
meira að segja komist í aðra umferð
Evrópukeppninnar. „Slíkar ferðir
voru mikil lyftistöng og kannski þau
einu laun sem menn fengu fyrir erfið-
ið, enda ávallt tilhlökkunarefni að
fara og reyna sig við nýja mótherja og
sjá nýja staði. Fjölmenni var oft í
þessum ferðum, tryggir fylgjendur
liðsins létu sig ekki vanta á áhorf-
endabekkina, þótt utanlands væru,“
sagði Magnús, sem hafði orðið aftur.
„En þyí miður er orðið allt of langt
síðan ÍBK hefur unnið sér rétt til að
leika í Evrópukeppni, seinast 1973,
svo að u'mi er kominn til að IBK taki
sig á og vinni sig að nýju í fremstu röð
íslenskra knattspyrnuliða,“ og
Magnús leggur lófann þéttingsfast á
borðið, orðum sínum til áherslu.