Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.05.1989, Side 41

Víkurfréttir - 26.05.1989, Side 41
 KEFLAVÍK 40 ÁRA Gleraugnaverslun Keflavíkur opn- aði á vordöguni 1982, nema hvað aðeins fyrr en áætlað var. Eigend- urnir, þeir Kjartan Kristjánsson og Pétur Christiansen, lögðu nótt við dag síðustu dagana til að geta opnað á laugardagsmorgni 22. maí. Þeir félagar voru fram undir morgun að gera klárt, höfðu rétt tíma til að skreppa heim til að skipta unt föt, til að drífa sig suður eftir til Kefla- víkur og opna nýju búðina, sem heimamenn höfðu lengi beðið eftir. Þegar þeir stigu inn í búðina var hún opin og inni beið Bandaríkja- maður með blað í hendi og bauð góðan daginn, eins og ekkert væri eðlilegra. Fyrsti viðskiptavinurinn var kominn á undan eigendunum, sem höfðu gleymt að læsa útidyrun- unt. En það kont ekki að sök og auð- vitað tókst þeim að selja kananum gleraugu. „Við fengum glimrandi góðar við- tökur og þar sem húsnæðið sem við vorum í, að Hafnargötu 27, var mjög lítið, ákváðum við að flytja okkur um set, í gömlu löggustöðina sem þá hafði verið gerð upp,“ segja þeir fél- agar, Kjartan og Pétur, þegar ég spyr þá út í gang mála í byrjun. Ekki voru þeir búnir að vera lengi í gamla tukt- húsinu þegar þeir beittu sér fyrir því að fá hingað fast starfandi augnlækni en fram að þeim tíma hafði Ulfar Þórðarson, augnlæknir, komið reglu- lega á heilsugæslustöðina til að sinna þessari þjónustu. I dag er Haraldur Sigurðsson starfandi augnlæknir á efri hæðinni að Hafnargötu 17, sem þeir félagar Iétu innrétta eftir að þeir fluttu með reksturinn í húsið. Ahersla á góða þjónustu Gleraugnaverslun Keflavíkur er sérverslun með gleraugu og snerti- linsur. Einnig annast þeir Kjartan og Pétur töluvert innflutning á optisk- urn vörum, sem þeir síðan selja til annarra gleraugnaverslana í landinu. „Okkar aðal merki er Metzler, Mondi, sem er Vestur-Þýsk hágæða- vara. Einnig erum við með dreifingu á hinum kunnu Ray Ban sólgleraug- um.“ Hvað með afgreiðslu á gleraugum? „Við höfum allt frá upphafi lagt mikla áherslu á góða og fljóta þjón- ustu. Annar okkar er alltaí í búðinni og því getur fólk gengið að faglegum ráðleggingum vísum hvenær sem er.“ Tískuvara Þeir sem hitta þá ,,gleraugnagæa“ ósjaldan sjá að þeir eru aldrei lengi með sömu gleraugun. Og þó svo að þeir séu eigendur fyrirtækisins þá þarf það ekki endilega að vera að þeir skipti oft þess vegna. Eru gleraugu sem sagt orðin u'skuvara? „Viðhorf fólks gagnvart gleraugnanotkun hafa gjörbreyst. I dag er algengt að fólk eigi tvenn, jafnvel þrenn gleraugu. Einnig hefur hjálpað til að verð á gler- augum hefur farið lækkandi á undan- Pétur og Kjartan með starfsstúlkum sínum, þeim Kristínu, Ástu, Sigrúnu og Ingibjörgu. „Höfum frá upphafi lagt áherslu á góða þjónustu“ förnum árum vegna tollabreytinga. Vönduð gleraugu kosta nú orðið minna eða svipað hér og í nágranna- löndunum." Snertilinsur fyrir alla En nú hefur orðið mikil þróun í snertilinsum á undanförnum árum. Hefur sala í þeim ekki aukist? „Jú, þar hefur þróunin einnig verið mjög ör. Fyrir nokkrum árum gátu ekki nærri því allir notað snertilinsur. I dag geta nánast allir notað þær, sem þurfa á sjónhjálpartækjum að halda.“ Gleraugnaverslun Keflavíkur er ekki einungis í Keflavík. Hún er einn- ig starfrækt á Keflavíkurflugvelli og sögðu þeir Kjartan og Pétur að varn- arliðsmenn nýttu sér þjónustuna vel. Svo hafa þeir einnig farið út á land til að þjónusta byggðarlög sem ekki hafa gleraugnaþjónustu á sínum snærum. Þeir fara t.d. reglulega á Austfirðina og segjast hafa gaman af því að heim- sækja Austfirðinga. Starfsmenn Gleraugnaverslunar- innar eru sjö á þessum tveimur stöð- um. „Við höfum verið ákaflega heppnir með starfsfólk,“ sögðu þeir Kjartan Kristjánsson og Pétur Christiansen að lokum. - segja þeir Kjartan Krístjánsson og Pétur Ghristiansen í Gleraugnaverslun Keflavíkur Pétur er hér að vinna við gler, sem sköntmu Kristín Jóna sýnir ljósmyndaranum brot af „Eftirspurn eftir snertilinsum hefur aukist seinna sntall inn í umgjörðina. ótrúlegu gleraugnaúrvali. mikið“, segir Kjartan.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.