Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.08.1989, Síða 11

Víkurfréttir - 02.08.1989, Síða 11
\>iKun juiUt Miövikudagur 2. ágúst 1989 11 KEFLAVlKURBÆR: Stjórnsýslan fer í Sparisjóðshúsið Bæjarráð Keflavíkur hef- ur ákveðið að taka á leigu efri hæð Sparisjóðshússins svo- nefnda, þ.e. húss Islenskra aðalverktaka aðTjarnargötu 12 í Keflavík. Hefur ráðið samþykkt að fela Guðfinni Sigurvinssyni bæjarstjóra að undirrita leigusamning við ÍAV. Er þess vænst að húsið komist í gagnið á næsta ári og verður þá öll stjórnsýsla Keflavíkurbæjar þar ásamt tæknideild, félagsmálastofn- un, byggingafulltrúa og bókasafni. Um leið og þetta gerist er ráðgert að Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur fái a.m.k. neðri hæðina í húsi því sem nú hýs- ir bæjarskrifstofurnar en var upphaflega byggt fyrir SBK. Jafnframt eru uppi hug- myndir um að nýta efri hæð- ina annað hvort fyrir starfs- menn fyrirtækisins eða jafn- vel vísi að umferðarmiðstöð fyrir Suðurnesin. Er nánar fjallað um það mál annars staðar í blaðinu. Gamli bæjarkjarninn í Keflavík í síðasta tölublaði gáfum við smá sýnishorn af göml- um húsum sem fengið hafa andlitslyftingu svo um mun- ar og eru orðin eigendum sínum til sóma, þó sum þeirra eigi enn langt í land með að vera fullkláruð. Enn höldum við áfram á þeirri braut ogtökum nú fyr- ir gamla bæjarkjarnann í Keflavík. Það eru hús á svæðinu milli Hringbrautar og Hafnargötu, frá Vestur- götu og upp að Vatnsnes- vegi. Eins og síðast er þetta ekki tæmandi úttekt heldur sýnishorn þess sem gera má varðandi gömlu húsin í stað þess að rífa þau eða fjar-‘ líEgja. Vonandi gefst okkurtæki- færi til að birta slík sýnis- horn frá öðrum bæjarhlutum eða jafnvel hinum sveitarfél- ögununt á Suðurnesjum síð- ar í haust. Vallargata 25. 1 Suðurgata 34. Vatnsnesvegur 24. Ljósmyndir: epj.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.