Víkurfréttir - 11.07.1991, Qupperneq 10
10
- GARÐAÚÐUN -
Tek að mér GARÐAÚÐUN, ( hef leyfi svo og
X/A), garðslátt, auk allrar almennrar garðvinnu
Garðaumönnun
Guðm.O. Emilssonar
Símar 12640 og 985-30705
Starfsfólk
vantar í rækjuvinnslu hjá Saltveri
hf., Hrannargötu,
(húsi Axels Pálssonar).
Upplýsingar á staðnum.
Saltver hf.
Atvinna
Starf læknaritara við Heilsugæslustöðina í
Sandgerði er laust til umsóknar. Um er að
ræða 50% starf og er vinnutími frá kl. 8-12,
mánudaga til föstudaga.
Æskilegt er að umsækjandi hafi réttindi sem
læknaritari.
Allar nánari upplýsingar veitir Alma í síma
37414 eða undirritaður í síma 14000. Um-
sóknarfrestur er til 26. júlí 1991 og skulu
umsóknir berast undirrituðum.
F ramkvæmdastjóri
Atvinna
Staifskraft vantar á pulsu-
vagninn við Tjamargötu.
Vaktavinna. Ekki er um sumar-
afleysingar að ræða.
Upplýsingar á staðnum.
LEGSTEINAR
S6®8ffls® Groníl s/P
HELLUHRAUNI 14 220 HAFNARFIRÐI SÍMI 652707
OPIÐ Á LAUGARDÖGUM FRÁ KL. 10-3
grín ■ gagnrýni
■ vangaveltur ■
umsjón: emil páll *
Svart og hvítt...
Bæjarstjórinn í Keflavík
grcindi frá því á bæjarstjórnar-
fundi í síðustu viku að vikuna
áður haft hann gert könnun á á-
standinu í miðbæ Keflavíkur
annars vegar og Akureyrar hins
vegar. í báðum tilfellum voru um
I00 unglingar samankomnir um
tvö leytið að nóttu. Akur-
eyringarnir aðfaranótt laugardags
en Keflvíkingamir aðfaranótt
sunnudags.
... á Akureyri
eöa Keflavík
Nyrðra létu unglingarnir ófrið-
lega brutu flöskur á húsveggjum
og gangstéttum, auk þess sem
rúnturinn var stíflaður viljandi af
unglingum. Hjá hinum keflvísku
var aftur á nióti allt rólegt og
einskis ábótavant. Sagði hann því
að þessu mætti líkja við svart og
hvítt. Undir þetta tóku nokkrir
aðrir bæjarfulltrúar.
Réöu leik-
arahœfileikarnir?
Fyrir skemmstu var sýnt í
sjónvarpinu mynd þar sem Krist-
ján Pálsson bæjarstjóri í Njarðvík
lék smá hlutverk. Frá því greind-
um við hér í rnolum á sínum tíma.
Nú höfurn við frétt af annarri
myndatöku þar sem andlit hans
kemur við sögu ásamt lleirum
héðan að sunnan. Sú mynd gerist
m.a. í Fríhöfninni og ber nafnið
Marías og á að frumsýnast á jól-
unum. Hitt vekur þó meiri athygli
er að síðustu þrír bæjarstjórar í
Njarðvík hafa allir komið við
sögu í leiklist, ýmist á leiksviði
eða kvikmynda og/eða sjón-
varpsmyndatökum. Albert Karl
Sanders lék oft hér á árum áður,
Oddur Einarsson kom fram í
Kúrekum norðursins og síðan
hann Kristján Pálsson sem áður er
getið um. Því er spurningin hvort
leikarahæfileikarnir séu kannski
eitt af skilyrðunum til að vera
bæjarstjóri í Njarðvík.
Veldur klúöur
bœjarráösmaddam
-anna sárindum
Klúðrið hjá bæjarráðsmadd-
ömunum í Keflavík, Drífu Sig-
fúsdóttur og Jónínu Guð-
mundsdóttur varðandi fram-
kvæmd á ákvörðun um listamann
Keflavíkur á hugsanlega eftir að
draga dilk á eftir sér. Hefur m.a.,
komið upp sá möguleiki að lista-
maðurinn skili titlinum. Astæðan
er sú að þær tóku ákvörðun í
skjóli meirihlutans án þess að
bóka nokkuð um það og brutu þar
með reglugerð sem þær voru ný-
búnar að lá samþykki fyrir um
úthlutun umrædds titils. Fyrst
tvcimur dögum eftir úthlutun var
Vikurfréttir
11 .júlí 1991
málið afgreitt í bæjarráði. Aldrei
var heldur auglýst eftir ábend-
ingurn eins og greint er um að
gera skuli í reglugerðinni. Bókun
Vilhjálms Ketilssonar um málið
er því rétt hvað þetta varðar, og
um leið ábending um klúður það
sem þarna fór fram.
Hugmyndir
út í bláinn...
Hugmyndir Njarðvíkinga um
Hafnargötu 90 sem væntanlegt
safnahús, eru ekki inni í mynd-
inni, þar sem stór hluti af ieigu-
höfum eru með langtímaleigu frá
eiganda þess Byggingaverktök-
um Keflavíkur hf. Raunar komu
hugmyndimar í síðasta tölublaði
sumum leigutökum í opna
skjöldu og vissu þeir ekki hvað
um var að ræða.
...fremur Flug
Hóteliö
Varðandi hugmyndir um að
safnahúsið verði í Flug Hóteli,
hafa sumir Njarðvfkingar iátið
hafa eftir sér að slíkt komi ekki til
greina þar sem það húsnæði er
inni í miðri Keflavík að þeirra
dómi. Að vísu er það lengra frá
landarmerkjunum en Hafnargata
90, en þó á Njarðvíkurlandi, því
eins og margir vita eiga Njarð-
víkurbændur til forna mest allt
landssvæði sunnan við Tjam-
argötu í Keflavík. Sjálf safna-
húsanefndin hefur þó ekki af-
ísverksmiöja rís í Sandgerði:
Gengið frá stofnun hlutafélags um reksturinn
Garðarsson, Einar Magnússon,
Jón Erlingsson, Bergþór Bald-
vinsson og Dagur Ingi-
mundarson. Fyrsti stjóm-
arfundur var á þriðjudags-
kvöldið og þá skipti stjómin
með sér störfum.
Þegar Itafa safnast rúmar 11
milljónir í hlutafjárloforðum og
vitað er um nokkrar milljónir til
viðbótar. Stefnt er að því að
hlutafé verði 17.5 milljónir
þegar verksmiðjan rís upp úr
næstu áramótum.
Fyrsta verk nýkjörinnar
stjómar verður að semja urn
kaup á vélbúnaði til verk-
smiðjunnar, en þegar hefur ver-
ið ákveðið að hún skuli rísa
ofan við olíubryggjurnar við
suðurgarðinn í Sandgerðishöfn.
Regnboginn kominn upp viö Leifsstöö:
25 metra hátt listaverk með 313 rúðum
Listaverkið Regnboginn
eftir Rúrí var á laugardaginn
reistur upp á endanlegan
stall við Leifsstöð. Til
verksins þurfti tvo stórvirka
krana.
Er verkið um 24 metra
hátt, saman sett af 313
strengdum rúðum í regna-
bogans litum, rauðum, gul-
um, grænum og bláum.
Grind regnbogans er smíðuð
úr ryðfríu stáli og tók það eitt
og hálft ár að smíða grind-
ina. Var verkið unnið á höf-
uðborgarsvæðinu, nema
hvað glerjunin var unnin á
staðnum af Trésmíðaverk-
stæði Stefáns og Ara. Alls
þurftu þeir að skrúfa á 7. þús-
und skrúfur til að festa rúð-
urnar. Síðan sáu heimantenn
um að koma verkinu á réttan
stað.
Verkið er um 17 tonn að
þyngd og kostar nú um 38
milljónir króna. En það á að
vera styrkt til að standast ís-
lenska veðráttu, eins og var t.d.
á síðasta vetri. Verkið er allt
hið vandaðasta.
Með uppsetningu á Regn-
boganunt eru komin bæði úti-
listaverkin sem setja átti upp
við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Hitt er Þotuhreiðrið.
Á fimmtudagskvöldið í síð-
ustu viku var formlega gengið
frá stofnun hlutafélags um ís-
verksmiðju í Sandgerði, á fundi
í Slysavamafélagshúsinu.
Fjöldi hagsmunaaðila af svæð-
inu var mættur á fundinunt og
voru ntenn á einu máli unt
nauðsyn verksmiðjunnar.
Á fundinum var kosin stjóm
hlutafélagsins og voru kjömir
sem aðalmenn þeir Garðar
1 Frá stofufundinuni á fimmtudaginn.