Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.1992, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 14.04.1992, Blaðsíða 6
6 Yikurfréttir 14. apríl 1992 Gæsluvellir - sumaropnun Ásabrautar- og Heiðarbólsvellir verða opnir frá kl. 9-12 og 13-17, frá 4. maí til 15. sept. 4. maí hækkar gjald úr 50 kr. í 70 kr. Miðtúnsvöllur lokaður um óákveðinn tíma vegna breytinga. Félagsmálastjóri Fóstrur Keflavíkurbær óskar eftir að ráða fóstrur á leikskóla bæjar- ins. Nánari upplýsingar veitir leikskólafulltrúi í síma 16700. Félagsmálastjóri 89- Qtv 0\W0LA m 05\l «■ «. °*S**o. «*•’***“’ 93. osl'. svePPum' :ss«»*u »*■ ss—-****" 0q anauas' .ppum. NÝTT ÚTLIT MEÐ MAKE-IJP FOREVER Föröun os> umsjón: Kristín - NÝTT ÚTLIT Hór: Elegans Skart: Gloría Ljósm.: Nýmynd Við höfum sýnt það í undanförnum þáttum okkar að förðun og hár- greiðsla getur svo sann- arlega gefið nýtt útlit. Og það gildir að sjálfsögðu ekki einungis með yngri stúlkur. Að þessu sinni tökum við nýjan pól í hæðina og færum okkur aðeins upp aldursstigann. Aldís Jónsdóttir, skrif- stofudama á Víkurfréttum sýnir okkur nýtt útlit nteð smá hjálp góðs fólks í förðun og hárgreiðslu. Aldís er á góðum aldri, verð- ur fertug í sumar en það er jú víst einn besti aldurinn. Við stefnum að því að birta fleiri myndir af myndarlegum konum á öllum aldri og hvetjum konur að gefa sig fram, í það minnsta taka vel í óskir okkar um þátt- töku í Nýju útliti. Músíktilraunir: Kolrössurnar krókríðandi sigruðu Keflvíska kvennahljóm- sveitin Kolrassa krókríðandi bar sigur úr bítum í úrslitum Músíktilrauna í Tónabæ. Kepptu átta hljómsveitir í úr- slitunum og voru keflvísku stúlkumar öruggir sigurvegarar. Kolrassa er fyrsta stúlknasveit- in sem tekur þátt í Músíktil- raunum í níu ár. Hljómsveitina Kolrössu krókríðandi skipa fjórar stúlkur úr Keflavík: Elísa M. Geirs- dóttir, söngkona og fiðluleikari; Birgitta M. Vilbergsdóttir, trommuleikari; Ester Asgeirs- dóttir, bassaleikari og Sigrún Eiríksdóttir, gítarleikari. Þrjár í íslands- fegurð Þrjár stúlkur frá Suður- nesjum verða meðal þátt- takenda í Fegurðarsam- keppni íslands sem verður síðsta vetrardag á Hótel Is- landi. Þetta eru þær Elínrós Líndal, Fegurðardrottning Suðumesja 1992, Lovísa Rut Ólafsdóttir, Ljós- myndafyrirsæta Suður- nesja 1992 og Margrét Knútsdóttir sem var meðal keppenda í Fegurðarsam- keppni Suðumesja að þessu sinni. Alls keppa 18 stúlkur um titilinn „Fegurðardrottning íslands 1992“.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.