Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.1992, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 14.04.1992, Blaðsíða 8
8 grín - gagnrýni m ■ vangaveltur ■ umsjón: emil páll* Blautbols- keppni? Þjóðhátíðarnefnd Keflavíkur hefur unnið að því að fá vatnstank með skotskífu að láni frá Varnarliðinu til að leyfa krökkum að skemmta sér við á þjóðhátíðardaginn. í hugum gárunganna eru það þau Ellert og Drífa sem eiga að sitja í stól, sem krakkarnir fá að skjóta á þangað til þau detta í vatnspottinn. Komst þetta grín inn á bæjarstjórnarfund í Keflavík ísíðustu viku og þar höfðu sumir úr hópi karlmanna á orði að skemmtilegra væri ef Drífa Sigfúsdóttir tæki þátt í blautbolskeppni þennan dag. Furöuleg afstaöa... Bæjarstjóm Keflavíkur taldi ástæðu til að þakka M-hátíðamefndinni fyrir vel unnin störf. Kom þetta fram á síðasta fundi í bæjarstjórninni og tók formaður nefndarinnar Björk Guðjónsdóttir við lofinu. Um leið vakti hún athygli á góðum frétta- flutningi ríkisfjölmiðl- itnna og annarra Ijós- vakafjölmiðla. Þá taldi hún staðarblöðin hafa gert málinu góð skil og þau myndu gera það á- frain. ...formanns M- hátíöarnefndar Hafa suntir haft á orði að hvort ástæðan fyrir því að hún þakkar t.d. Rík- issjónvarpinu liafi verið sú að þeir höfðu samtal við hana sjálfa. Varla getur hún verið að þakka þeim fyrir að birta mynd af Félagsheimilinu Stapa eins og húsið iítur út að utan og síðan aðra af fólki við að stilla sér upp, en það var þeirra framlag. Aðrir hafa bent á að þetta með staðarblöðin væri enn einkennilegra, ekki síst vegna þess að Suður- nesjafréttir skrifuðu mjög lítið um setningu hátíðar- innar og því rangt að jafna því við Víkurfréttir, sem hafa helgað hátíðinni mikið rými. Gagnrýndi sjálfan sig Eitt af hlutverkum bæjarfulltrúa er að gagn- rýna ýmislegt sem betur má fara og koma með úr- bætur. Þorsteinn Arna- son, sem sat síðasta bæj- arstjórnarfund í Keflavík gagnrýndi mjög á fund- inum það að atvinnu- leysistölur væru falskar. Sagði hann að helmingur þeirra sem væru á bótum væri fólk sem ekki nennti að vinna og kæmist upp með að vera samt á bót- um. Asakaði hann verka- lýðsforystuna í jtessu sambandi, en Kristján Gunnarsson verðandi for- maður VSFK sem einnig sat fundinn afneitaði þessu. Sagði hann það hlutverk Vinnumiðlunar að sjá til þess að fólki væri boðin vinna og ef það neitaði henni kæmi það fram á umsókninni um bætur og þá myndi úthlutunarnefndin svipta þann sama bótum. Stað- festi bæjarstjóri að Vinnumiðlun ætti að sjá um þennan þátt. En hver skildi vera yfirmaður Vinnuntiðlunar? Það er formaður félagsmálaráðs og hann heitir Þorsteinn Árnason og er sá sami og hóf gagnrýnina og var því í raun að gagnrýna sjálfan sig. Stundar- hagsmunir... Auðheyrt er á ýmsutn er hafa og hrærst í sam- skiptamálum lögreglunn- ar á Keflavíkurflugvelli, Varnarliðsins og Varnar- málanefndar, að milli að- ila hefur að undanförnu ríkt einskonar stríðs- ástand. Það sem þó er merkilegra við það er að flestir kenna skrifstofu- stjóra Varnarmáladeildar um ástandið og segja or- sökina vera einhverja stundarhagsmuni hans. ...í biðstöðunni eftir betri stól... Hefur jafnvel heyrst að ekki gangi lengur að í þessari stöðu, sem gæta á hagsmuna aðila á vell- inum og Islendinga í samskiptum við Varnar- liðið, sé settur maður sem tekur sér dómsvald í starfinu í stuttan tíma, og notar stöðuna sem stökk- pall í einhverja ambassa- dorsstöðu, eins og verið hefur með þessa ntenn undanfarin ár. Eitt af því sem mönnum sárnar mest er ákvörðun um að hætta nánast við öryggisvörsl- una í Leifsstöð og þar með opna stöðina nánast fyrir hryðjuverkamönn- um. sem hann noti sem fyrr segir stöðuna sem stökk- pall í betri stöðu. Einnig er sökin að hluta til hjá nefndinni sjálfri sem sef- ur á verðinum í þessum málum að dómi margra. Veröur kaup- unum rift Aðilar í viðskiptalíf- inu, lögfræðistétt og inn- heimtustofnunum hafa að undanförnu verið margir hverjir að bera saman ÆK' IktlDA- ÍT A ;(NTIB Ástþór BJarni Slgurösson í Frfstund NQ1AR NÖFN QG HELDUR AFMMEÍ GJALDÞROT • Forsíða Pressunar í síðustu viku. En í því blaði sem nú seldist upp að mestu hér syðra, er eigandi Frístundar tekin í gegn. ...hver yröi ábyrgur? Með því að galopna flugstöðina er liann að fyrirgera örygginu á staðnum, sem menn telja mjög áhættusamt. Hafa menn því þungar á- hyggjur að því sem verið er að gera þarna og telja að í raun blessist þessi mál ekki fyrr en þau verða færð undir dóms- málaráðuneyti og tekin frá utanríkisráðuneyti. Þá hafa menn einnig miklar áhyggjur af því hvað her- inn fær að ganga langt í samskiptum við Islend- inga. Finnst sumur sem kaninn sé farinn að traðka á okkur. Vilja þeir sem hugsa þessi mál alvarlega einnig kenna skrif- stofustjóra Vamarmála- deildar um það ástand. Telja þeir að hann gæti ekki hagsmuna ís- lendinga nógu vel, þar bækur sínar um hvað gera ætti gagnvart aðilum sem væru í rekstri og yrðu gjaldþrota, en höfðu áður selt fyrirtækin til ný- stofnaðra fyrirtækja sem oft væru í eigu maka og barna viðkomandi. Með því móti gætu þeir haldið áfram rekstri, en kröfu- hafar sætu eftir með sárt ennið því eignir í þrota- búinu dygðu ekki fyrir skuldum. Einblína við- komandi kröfuhafar sér- staklega á tvö fyrirtæki sem nýlega hafa tekið til starfa upp úr rústum verðandi þrotabúa, nú síðustu mánuði í Kefla- vík. Hallast viðkomandi helst á að réttast væri að krefjast riftunar á sölum þessum til hinna ný- stofnuðu fyrirtækja. Um er að ræða Frístund ann- ars vegar og bifreiða- verkstæði Steinars Ragn- arssonar hins vegar. \íkurfréttir 14. apríl 1992 Frístund tekin í gegn Pressan tekur með hörku á Frístundargjald- þrotinu í síðasta tölublaði sínu. Birtist þar margt forvitnilegt unt stöðu mála svo ekki sé meira sagt. M.a. eru leiddar að því líkur að gjaldþrotið sé umtalsvert þar sem bankaskuldir við Islands- banka einan séu 80 millj- ónir. Þá er rætt töluvert um fyrirtækin sem stofn- uð hafa verið í kjölfar gjaldþrotsins, með það fyrir augum að rekstr- inunt væri haldið áfram, þrátt fyrir að upphaflegi reksturinn væri nú kom- inn til meðferðar hjá skiptaráðanda. Báöu um bíl fengu hjól Þessa sögu heyrðum við ofan úr Leifsstöð og seljum hana ekki dýrar en við keyptum hana. Starfsmenn í flugfrakt- inni sem staðsett er í þjónustubyggingunni höfðu farið fram á end- urnýjun á bílnum sent þeir nota til að snattast milli þjónustubyggingar- innar og flugstöðvarinn- ar. Nú á niðurskurðar- tímum þótti því rétt að endurnýja, ekki með öðr- um bíl, heldur fengu þeir sendisveinahjól, svona eins og notuð voru til að sendast með vörur úr búðum í gamla daga, með bögglabera framan á. Úr fjárdrœtti í miöil? Sú saga gengur fjöllum hærra að maðurinn sem vikið var úr starfi í Spari- sjóðnum á dögunum fyrir umtalsverðan fjárdrátt sé nú að hefja störf í sam- steypunni Stapaprent - Suðumesjafréttir - Nýr miðill. Þær kviksögur um að hann sé að hefja störf á Víkurfréttum eru ekki á rökum reistar. Næsta blað kemur út föstu- daginn 24. apríl Páskamynd Fclaqsbíós PRAKKARINN 2 NÚ HEFUR PRAKKARINN EIGNAST NÝJAN VIN „Krakkamir stela senunni" -Bonny og Clyde „Þessir krakkar koma ólgu í blóðið“ -Dracula „Þessi stelpa er algjör dúkka" - Chucky Þetta er beint framhald af fyrri mynd okkar frá í fyrra. Fjörug og skemmtileg. i o o. \V & & Black & Decker rafmagns-hekkklippur 8.215,- (10.865,- stærri gerð) JARN & SKIP v/Víkurbraut Sími15405

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.