Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.1992, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 14.04.1992, Blaðsíða 18
18 Náttúruvemdarfélag Suðvesturlands: Starfshópur um kynningu og varðveislu þjóðleiða Á stjórnarfundi Náttúru- vemdarfélags Suðvesturlands 11. apríl sl. var ákveðið að stuðla að því að í hverju sveit- arfélagi á Suðvesturlandi verði stofnaður starfshópur innan fé- lagsins um öflun allra tiltækra upplýsinga um gamlar þjóð- ieiðir og aðrar alfaraleiðir í við- komandi sveitarfélagi og koma þeim á framfæri á aðgengilegan hátt. Einnig verða tillögur um varðveislu og nýtingu f sam- vinnu við Þjóðminjavörð. Til að kynna þetta nánar verða farnar nokkrar vett- vangsferðir eftir páska. Það verður nánar tilkynnt síðar. Húsnœði óskast Gott einbýlishús eða rúmgóð íbúðar- hœð, minnst 4 svefnherbergi, óskast til leigu nú þegar. Upplýsingar: Sigurður Ragnarsson á Eignamiðlun Suðurnesja í síma 11700 eða Vilhjálmur Þórhallsson hrl. í síma 11263. 9 Slökkviliðið skolaði burt glussa sem lak niður. 9 Hér er kraninn í fullri rcisn, með körfuna. 9 Bolli og Hilmar skoða hæðina og leggja á ráðin. 9 Svona útsýni hafði Hilmar úr krananum þegar liorft var niður. jttÍÉ'lft* Víkurfréttaflipp! Sem kunnugt er fóru þrír af úr- slitaleikjunum milli Vals og IBK fram í Keflavík og sóttu um og yfir 1300 manns fyrri leikina tvo. Þess vegna áttu menn nú von á mun meiri aðsókn er kom að þeim þriðja sem um leið varendanlegur úrslitaleikur. Með það í huga og að á mið- leiknum var aðsókn manna á bíl- um það mikil að leyft var að leggja á malarfótboltavellinum, áttu menn von á að bílafjöldinn yrði ekki minni á úrslitaleiknum, jafnvel að fólksfjöldinn yrði um 2000 og malarvöllurinn yrði þétt- settur bílum. Hefði jrað gerst hefði verið um einstakt frétta- tilvik að ræða og því hugðu Vík- urfréttir sér gott til glóðarinnar og ætlaðu að festa atburðinn á mynd. Haft var samband við nokkra aðila og úr varð að fenginn var stór krani og hann staðsettur á bílastæðinu við fógetaskrifstof- uraar. Átti hann hífa að Ijós- myndara blaðsins upp í körfu, og hann síðan að taka yfirlitsmynd yftr svæðið úr 32 metra hæð. Allur undirbúningur gekk vel, en eitt yfirsást. Það var leikur veðurguðanna sem buðu upp á það gott veður að þorri áhorfenda úr Keflavík kom gangandi á svæðið og því varð bílaumferðin minni en á fyrri leikjunum og því fór góða fréttin út í buskann. Við fengum Ijósmyndarann Hilmar Braga að vísu hífðan upp og tók hann yfirlitsmynd yfir bæinn sem koma mun að notum síðar. Er verið var að ganga frá krananum eftir lnfinguna, sprakk glussaslanga á krananum, þannig að kalla varð út viðgerðarlið og slökkvilið til að hreinsa fógeta- planið en að öðru leyti gekk allt eins og í sögu, nema hvað mynd- efnið breyttist eins og fyrr segir. Þrátt fyrir þessar breytingar á áætlun standa Víkurfréttir í þakk- arskuld við ýmsa aðila sem sýndu okkur gott viðmót og aðstoðuðu við verkið. Þessum aðilum færum við bestu þakkir, en þeir eru: Skipaafgreiðsla Suðumesja, Bolli og Kristján Valdimarssynir, Pálmi Aðalbergsson, varðstjóri, lögreglan, bæjarfógeti og Bruna- vamir Suðumesja. Tók Emil Páll meðfylgjandi myndir af flippi Víkurfrétta síð- asta laugardag. FULLT HÚS MATAR í FÍABÚÐ > Við eigum allt í >Opið skírdag, laugar- páskamatirm dag og 2. í páskum >Ýmis tilboð ígangi kl. 10-22. Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðilega páska. FÍABÚÐ Njarðvík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.