Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.1992, Qupperneq 19

Víkurfréttir - 14.04.1992, Qupperneq 19
Bæjarmál ________________________________________________ ___________19 Vikurfréttir 14. apríl 1992 Fjárhagur Njarðvíkurbæjar: Fer hraðbatnandi Ársreikningur bæjarsjóðs Njarðvíkur 1991 var afgreiddur við seinni umræðu í bæjarstjórn í gær og eru þeir mun fyrr á ferðinni nú en undanfarin ár. Ljóst er að helstu markmið bæjarstjórnarinnar um rekstur bæjarsjóðs á árinu 1991 hafa gengið eftir, og gott betur, segir í fréttatilkynningu frá þeim. Helstu tölur úr ársreikningi Skattatekjur bæjarsjóðs Njarðvíkur voru kr. 262.8 millj. Rekstur málaflokka var nettó.....kr. 170.5 millj. Vextir af veltufé voru nettó kr. 10.4 millj. Greiðslubyrði lána var nettó kr. 29.5 millj. Til ráðstöfunar eftir greiðslu kr. 73.3 millj. Fjárfestingar kr. 61.3 millj. Greiðsluatkoma ársins kr. 11.9 millj. Rekstrarafgangur er góður Hjá bæjarsjóði voru um 33% eftir eða um 86.8 milljónir sem fóru þá beint í fjárfestingar og greiðslur afborgana af lánum. Er það með því besta sem þekkist meðal sveitafélaga á landinu. Lögð hefur verið áhersla á hagsýni og aðhald í fjármálum jafnframt því að í auknum mæli hefur eyðslunni verið stýrt þannig að tekjur sem koma inn dugi fyrir því sem er eytt. Sögu- nefndin skilur ekki málið Sögunefnd Keflavíkur kom til fundar 16. mars sl. og þá var enn einu sinni fjallað um skrif Víkurfrétta um nefndina og umræður sem urðu um málið á sínum tíma í bæjarstjóm. Var eftirfarandi bókað um málið: ..I. Sögunefnd hefur starfað í fullu samráði við bæjaryfirvöld. 2. Nefndin samþykkti útboð á prentun sögunnar til fimm prentsmiðja og lét út- búa útboðsgögn, sem fengu sérstakt hrós hjá stærstu prentsmiðju landsins, Prent- smiðjunni Odda h/f, einum bjóðenda, fyrir góð vinnubrögð. (Utboðsgögnin voru útbúin af Bjarna Guðmarssyni í samráði við nefndina.) 3. Mjög gott tilboð hefur fengist í verkið hjá viðurkenndri prentsmiðju, sem nefndin hefur samþykkt. Sparar það bæj- arfélaginu hundruð þúsunda króna. 4. Allir nefndarmenn voru sammála að taka tilboði heimamanna, ef hægt hefði verið. 5. Ef talið er að þessi vinnubrögð séu ámælisverð hlýtur að vera erfitt fyrir hið fjölmenna og ágæta starfslið bæjarins að inna störf sín þannig af hendi, að ráða- mönnum líki." Undir þetta rituðu: Björn Stefánsson, Gunnar Sveinsson, Guðleifur Sigurjónsson. Hilmar Jónsson og Bjarni Guðmarsson. Á þriðjudag í síðustu viku kom fund- argerð sögunefndarinnar til afgreiðslu í bæjarstjórn Keflavíkur. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri tók þar, einn bæjarfulltrúa, til máls um fundargerð nefndarinnar. Sagði hann þetta m.a.: „Því miður skilur sögunefndin ekki málið ennþá. Utboðsgögnin voru ekki góð og ég missti því miður málið framhjá mér. án þess að láta athuga um það áður en það var sant- þykkt. Við stöndum hinsvegar við sam- þykkt útboð." Þad getur vcriil rríítt .«) .í/fa síg á bvjft unftlíng.irnir vilja þcgar kaúpX 4 fcrm'irigargjöir .ihuyy.imálin rru mörg og ólrk, <:n eitt cr þö vist ad öll haía þau gaman af góári tönlist og hcr til hliðnr cru vtinduö hljámílutningsUcki scm ciga það samciginlegl að vera góðar fcrmingargjjíír scm unglingarnir vilja og þckkja. Technics xhocd Panasonic sghm22 Panasonic sghd52 ALSJÁLFVIRKU PLÖTUSPILARI, FULLKOMINN CEISLASPILARI, TVÖFALT SEGULBAND, ÚTVARP, 200W MAGNARI, 7 BANDA TÖNJAFNARI, UÁTALARA í VIÐARKASSA OG ALLT FJARSTÝRT. VERÐ ALSJÁLFVIRKU PLÖTUSPILARI, FULLKOMINN GEISLASPILARI, TVÖFALT SEGULBAND, ÚTVARP, 2x40RMSW MAGNARI M/ SURROUND, KRAFTMIKLIR FIÁTALARA 2WAY, 50RMS W/100MSW ÖG ALLT FJARSTÝRT. verð KR.jw*<mrrr** HALFSJALFVIRKU plotuspilari, FULLKOMINN GEISLASPILARI, TVÖFALT SEGULBAND, ÚTVARP, 40W MAGNARI, 5 BANDA TÖNJAFNARI, HÁTALARA í VIÐARKASSA ÖG ALLT FJARSTÝRT. VERÐ KR. SONY D-33 FERÐAGEISLASPILARI MEÐ 8x"OVERSAMPLINC", MECA BASS OC HEYRNATOLUM VERÐ KlCJZJWfl^ Baldursgötu 14 - Keflavík Sími11775 Panasonic nv-gi 8X ZOOM SJÁLFVIRKUR FÖKUS 3 LUX AÐEINS 900 gr. urjjjjti, ^ iFrrr FllSONAR

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.