Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.1992, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 14.04.1992, Blaðsíða 13
VÖLLURJNN - KLRKJA ÞJÓNUSTA Vinningsnúiiwr Óðins Að ósk Lionsklúbbsins Oðins birtum við nú aftur vinningsnúmer í jóla- happdrætti klúbbsins, þar sem enn hafa ekki komið fram allir vinningshafarnir. 1. vinningur nr. 862, 2. vinningur nr. 859, 3. vinn- ingur nr. 871, 4. vinningur nr. 458 og 5. vinningur nr. 246. Vinninga má vitja hjá Lionsklúbbnum Óðni. • F.v. James 1. Munsterman, kapteinn, yfirmaður tlotastöðvarinnar á Keflavíkurflugvelii, Theodór Þorvaldsson, verkstjóri sem hlaut við- urkenningu fvrir slysalausa verkstjórn í 25 ár, Terry Corn, und- irforingi og öryggisfulltrúi, (iuðfinnur Sigurvinsson, deildarstjóri, en þeir hlutu viðurkenningu fyrir frábær störf að vinnuvernd og öryggi á vinnustað og Magnús Guðmundsson, forstöðumaður vinnueftirlits Varnarliðsins. Vamarliöiö: • • Oryggisverðlaun veitt Varnarliðið veitti nýlega sínar árlegu viðurkenningar til handa þeirn starfsmönnum sínum er innt hafa störf sín af hendi af öryggi og án slysa. Kom það í lilut yfirmanns flotastöðvarinnar á Kefla- víkurtlugvelli, sem sér um rekstur allra opinberrar þjónustu fyrir varn- arliðið. að veita verðlaunin við sér- staka athöfn. Komu þau í hlut 341 starfsmanns og starfsmannahópa. Þá hlaut Theodór Þorvaldsson, verkstjóri sérstaka viðurkenningu fyrir 25 ára slysalausan rekstur rafstöðvar varn- I--------------------I r dropinn Sími 14790 Málning - Gólfteppi Parket - Flísar a i Raflaanavinnustofa Siaurðar Inavarssonar Heiðartúni 2 Garði S: 27103 SIEMENS UMBOÐ Ljós og lampar - Heimilis- tæki - Hljómtæki - Myndbönd - Sjónvörp Raflagnir - Efnissala arliðsins. Þrír bílstjórar hlutu við- urkenningar fyrir 30 ára farsælt starf og tveir starfsmenn fyrir frá- bær störf að vinnuvernd og öryggi á vinnustað. Samanlagður slysalaus árafjöldi þeirra er viðurkenningu hlutu að þessu sinni er 2.698 ár. Slysatíðni á vinnustöðum vamarliðsins er mjög lág og hefur starf vinnu- eftirlits varnarliðsins verið tilnefnt til æðstu viðurkenningar á sviði vinnuverndar og öryggismála innan bandaríska flotans. SKIPAAFGREIÐSLA SUÐURNESJA KRANALEIGA LYFTARALEIGA SÍMI . 14675 f md,k U\L’lfzja íiænadacjai, jjáíízafiátLSín ocj íumaxdacjU’iLnn fj-j^-tL Grindávíkurkirkja Skírdagur: Messa kl. 20.30. Altarisganga. Organisti Siguróli Geirsson. Kór kirkjunnar syngur. Einleikur á óbó Helen L Baiiey. Föstudagurinn langi: Lesmessa kl. 18. Upplestur úr píslasögu Krists. Kennarar við Grunnskóla Grinda- víkur annast lestur ásamt sókn- arpresti. Tignun krossins. Páskadagur: Hátíðarmessa kl. 8 árdegis. Org- anisti Siguróli Geirsson. Kór kirkj- unnar ásamt barnakór syngja. Ein- leikur á trompet Inga Björk Runólfsdóttir. Laugardagur 25. apríl: Tónleikar í kirkjunni kl. 18. Kór Öldutúnsskóla syngur. Stjórnandi Egill Rúnar Friðieifsson. Einleikur á trompet Veigar Margeirsson. Pí- anóleikari Guðmundur Magnús- son. Sóknarprestur Hvalsneskirkja Föstudagurinn langi: Samvera verður í kirkjunni kl. 20.30. Lesið verður úr passíusálm- um Hallgríms Péturssonar. Tignun Krossins. Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 9 árdegis. Börn borin til skírnar. Hjörtur Magni Jóhannsson Útskálakirkja Föstudagurinn langi: Samvera verður í kirkjunni kl. 17. Lesið verður úr passíusálum Hall- gríms Péturssonar. Tignun kross- ins. Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. II. Börn borin til skírnar. (iarðvangur, dvalarheimili aldraðra: Helgistund kl. 14. Sumardagurinn l'yrsti: Guðsþjónusiá ki. 13.30. Hjörtur Magni Jóhannsson Ytri-Njarðvíkurkirkja Föstudagurinn langi: Messakl. 21. Páskadagsmorgun n: Guðsþjónusta kl. 8. bamakórinn og kirkjukórinn syngja. Sumardagurinn fvrsti: Guðsþjónusta kl. 14. Séra Þorvaldur Karl Helgason. kveður söfnuðinn. Sóknarnefndir bjóða til kveðju- samsætis fyrir séra Þorvald Karl Helgason í Stapa aö lokinni guðs- þjónustu í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Sóknarnefnd Innri- Njarðvíkurkirkja Skírdagur: Messa kl. 21. Einleikur á klarinett, Ólöf Magnea Sverrisdóttir. Ein- söngur, Eiður Örn Hrafnsson, nem- andi í Tónlistarskóla Njarðvíkur. Páskadagur: Guðsþjónusta kl. II. Birna Rún- arsdóttir, nemandi í Tónlistarskóla Njarðvíkur, leikur á þverllautu. Annar í páskum: Fermingarguðsþjónusta kl. 10.30. Sumardagurinn fyrsti: Séra Þorvaklur Karl Helgason, kveður söfnuðinn kl. II. Sóknarnefndir bjóða til kveðju- samsætis fyrir séra Þorvakl Karl Helgason í Stapa að lokinni guðs- þjónustu í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Sóknarnefnd Keflavíkurkirkja Skírdagur: Fermingarguðsþjónusla kl. 14. Kl. 20.30 Guðsþjónusta - altaris- ganga. Sr. Heimir Steinsson, út- varpsstjóri prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Ein- söngvari Böðvar Þ. Pálsson. Föstudagurinn langi: Guðsþjónusta kl. 14. Lesið úr písl- arsögunni. 1 athöfninni fer fram „Tignun krossins". Litanían sungin. Einsöngvarar Hlíf Káradóttir og María Guðmundsdóttir. Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 08.00. Ein- leikari á trompet Andrés Björnsson. Einsöngvari Guðmundur Ölafsson. Kirkjukaffi eftir messu. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Ein- leikari á trompet Veigar Margeirs- son. Einsöngvari Sverrir Guð- mundsson. Organisti Einar Örn Einarsson. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir Kálfatjarnarkirkja Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Annar i páskum: Messa kl. 14, ferming og alt- arisganga. Sóknarprestur Kirkjuvogskirkja F'östudagurinn langi: Lesmessa kl. 20.30. Lesið úr Písla- sögu Krists. Tignun krossins. Kór kirkjunnar leiðir safnaðarsöng. Sunginn sálmur 273. Organisti Svanhvít Hallgrímsdóttir. Páskadagur: Hátíðarmessa kl. 11. Kór kirkjunnar leiðir safnaðarsöng og spilar undir ýmist á orgel eða gítar. Stjórnandi Svanhvít Hallgrímsdóttir. Skírn. Sóknarprestur Lausar stöður Sandgeröisbær auglýsir í eftirtalin störf: 1. í Áhaldahús bæjarins, lágmarksaldur 16 ár. 2. Verkstjóra yfir vinnuskólanum, æskilegt er aö umsækjendur hafi reynslu og þekkingu á verklegum störfum í garðyrkju. 3. Leiöbeinendur viö vinnuskólann. Umsóknareyðublöð liggja frammi á afgreiöslu bæjarskrifstofu Sandgerðis og í Áhaldahúsinu. Upplýsingar veitir bæjarverkstjóri. Umsóknarfrestur er til 8. maí nk. Bæjarverkstjóri

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.