Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.1992, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 14.04.1992, Blaðsíða 15
_________15 \4kurfréttir 14. apríl 1992 • Þær stöllur úr aldursflokki 12 ára og eldri • Það gerðu einnig krakkarnir úr yngri flokk- sýndu góð tilþrif. unum. Ljósmyndir: epj. Þú færð allt sem þú þarft - á HORNINU Allt í páskamatinn og á grillið. Páskaegg í úrvali. Opið til 21 alla daga nema föstu- daginn langa og páskadag. Gleðilega páska Suðurnesjakeppni í samkvæmisdansi Dansskóli Heiðars Ástvalds- sonar, hélt þann 8. apríl sl., Suðurnesjakeppni í samkvæm- isdönsum, og fór keppnin fram í Félagsheimilinu Stapa í Njarðvík. Þessi keppni er árviss og taka þátt í henni nemendur dansskólans hér á Suðumesjum, s.s. úr Keflavík, Njarðvík, Grindavík, Sandgerði og Garði. Dansskólinn hefur kennslu einnig á þessum stöðum allan veturinn. Suðurnesjakeppnin er að jafnaði mjög fjölmenn og skemmtileg í alla staði og er keppt í fjórum aldurshópum þ.e. 7 ára og yngri, 8-9 ára, 10-11 ára og 12 ára og eldri. Sex efstu pörin í hverjum aldurshóp fá verðlaunapeninga og nú var einnig veittur bikar fyrir efstu pörin, sem kepptu í Enskum Vals og Quickstep. Þá heldur dansskólinn nem- endasýningu á hverjum vetri og þar koma fram allir nemendur dansskólans þ.e. úr Grindavík, Keflavík, Sandgerði og Garði, vel á þriðja hundrað nemenda og er fjöldi þeirra alltaf að aukast. Aldur nemenda er allt niður f 4ra ára og eru einnig hjónahópar. Voru í vetur fjórir hjónahópar. Nemendasýningin er að jafn- aði mjög fjölmenn og er stjóm- un hennar og framkvæmd til fyrirmyndar, í ár fór nemenda- sýningin fram 28. mars sl. Að auki sendir dansskólinn fjölda nemenda til þátttöku í Islands- meistarakeppni í samkvæmis- dönsum sem fram ferdagana 1., 2. og 3. maí nk. Á nýliðinni árshátíð Myllu- bakkaskólans í Keflavík sýndu tvö pör úr aldursflokknunt 12 ára og eldri samkvæmisdansa. Hefur að undanfömu verið nokkuð um að pör úr hinurn ýmsu aldursflokkum dansskól- ans komi fram á hinum uppá- komum utan skólans. Yfirkennari dansskólans hér á Suðurnesjum er Harpa Páls- dóttir og ásamt henni kennir Guðmundur Ágúst Karlsson. Verslunln HORNIÐ Hringbraut 99 Keflavík • Nektin í Sandgerði hulin með sundskýlu. Ljósm.: hbb Listaverkiö „Alög“ í Sandgerði: NEKTIN HULIN Þann tíma sem listaverkið „Álög“ hefur staðið við Sand- gerði, virðist ýmsir hafa haft á- hyggjur af manninum sem stendur þar nakinn. Sumir hafa því sett trefil um háls hans, aðrir klætt hann í einhverjar flíkur. Eitt slíkt tilfelli rakst ljósmyndari blaðsins á síðasta laugardag, en þá var búið að hylja nekt hans með skýlu. Þó sumum finnist þetta snið- ugt, er rétt að hafa í huga að verkið á ekki að vera með neitt „á sér" og því er þetta háð nán- ast skemmdarverk. Því ættu menn að láta þetta ógert. v- EGURINN kjistið samféCag býöur ykkur á samkomu fimmtudaginn 16. apríl (skírdag) kl. 16.30 í félagsheimilinu Festi. Allir Suðurnesjamenn velkomnir! • Mikill söngur og góö stemmning • Beðiö fyrir sjúkum. Fyrirbæn til handa þeim sem þurfa blessun Guös inn í líf sitt. • Þaö er ekki einungis nauösynlegt aö þekkja Jesú Krist heldur einnig gaman og spennandi aö tilheyra honum. • Björn Ingi Stefánsson, forstöðumaður kirkjunnar, talar. • Arnar Jensson, lögreglumaöur, veröur meö vitnisburö á samkom- unni. • Vegurinn k.s. er 10 ára gömul fríkirkja meö um 600 meðlimi. Markmið Vegarins k.s. er aö flytja boöskap Biblíunnar til þjóöar okkar - íslands. Ath. Samkoman verður kl. 16.30, ekki 20.30 eins og auglýst er í Suðurnesjafréttum. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 91:642355.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.