Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.1992, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 14.04.1992, Blaðsíða 10
10 Bikarnum hampað • Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leikmaður ÍBK, hanipar ís- landsbikarnum. Jón Kr. hefur stvrt liðinu í úrslit fjórum sinnum á síðustu fjórum árum. Átta íslands- meistaratitlar til Keflavíkur ERU • Eiginkonur og unnustur leikmanna ÍBK skáluðu í kampavíni fvrir utan íþróttahúsið að leik loknum, á meðan strákarnir gerðu þaö inní klefa. Sjö af tólf úr ÍBK og UMFN • Sigurður Ingimundarson, fvrirliði söng í Karaoke-kerfi Edenborgar þar sem leik- menn karla og kvennaliðsins fögnuðu sigri á sunnu- dagskvöldið. Drengjalandslið íslands í körfuknattleik tekur þátt í móti í Wales dagana 23.-25. apríl. Liðið er skipað leikmönnum 15 ára og yngri. Alls voru tólf leikmenn valdir. Fimm þeirra eru úr ÍBK, Gunnar Einarsson, Gunnar Geirsson, Elentínus Margeirsson, Davíð Jónsson og Örn Eyfjörð. Tveir piltanna eru úr UMFN, Örvar Þór Krist- jánsson og Asgeir Guð- bjartsson. Islenska landsliðið keppir gegn Iandsliðum Wales, Gíbraltar og Mónakó. Þjálfarar liðsins eru Stefán Amarson og Sigurður Hjörleifsson. • Magnús Jensson, „kústur“ Keflvíkinga var í aksjón að sjálfsögðu og glaður í bragði. Keflvíkingar tryggðu sér átta af þeim fimmtán Is- landsmeistaratitlum sem leikið var um í vetur. Stærsta titlinum var landað sl. laug- ardag. er meistaraflokkur karla vann sigur á Vals- mönnum. Meistaraflokkur kvenna tryggði sér tililinn fyrir rúmri viku. Auk meist- araflokkanna fengust titlar í sex yngri flokkum. Grind- víkingar stóðu sig einnig með mikilli prýði, en þangað fóru tjórir Islandsmeistara- titlar í yngri flokkum. Stelp- urnar í mfl. UMFN urðu sigurvegarar í 2. deild kvenna og leika í 1. deild næsta keppnistímabil. Nánar verður Ijallað um þetta síðar. • Jonathan Bow átti stórkostlegan leik í síðustu viðureigninni á laugardag. Þessi mynd er dæmigerð, hann hefur betur og kemst framhjá Booker og Matthíasi. m Umsagnir Is- landsmeistara Brynjar Haröarson: „Ég fékk minn séns í 4. leikn- um og nýtti hann vel. Ég var settur sem annar maður til að taka Booker. Við töluðum um fyrir leikinn að spila sama bolta og á fimmtudaginn. Halda leiknum niðri, stjórna hraðanum og spila góða vörn. Það var góður varnarleikur sem gerði okkur að Islandsmeisturum. Það vantaði breiddina hjá Vals- mönnum þegar við komumst fjórum stigum yfir í seinni hálf- leik. Þá brotnuðu þeir. A- horfendur voru alveg æðislegir, þeir eiga þetta skilið eins og við.“ Sigurður Ingimundarson, fyrirliöi: „Áfram Keflavík, við erum bestir. Ég er í stuði.“ Guðjón Skúlason: „Þetta var stress hjá báðum liðum til að byrja með. Við tók- um okkur á í seinni hálfleik, og leyfðum þeim ekki að taka öll þessi fráköst, þó þau hafi nú verið nokkuð mörg. Smá ein- staklingsframtak frá Jóni Kr. og Nökkva, tryggði okkur forskotið sem við ætluðum að halda. Vörnin sá um restina." Albert Óskarsson: „Þetta er æðislegt, þetta er frábært. Fyrir þennan leik sagði ég við vin minn, Árna Ragn- arsson, að ég myndi gefa honum gullpening ef við myndum vinna leikinn. Ég stóð við það. Við Brynjar vorum alveg harðir á því að við ætluðum að stoppa Booker. Djöflast bara í honum. Við erum í miklu betra formi heldur en Booker." Jonathan Bow: „Það er frábært að vinna meistaratitil, þremur árum. Við þurtum að taka á og hafa fyrir þessu í tveimur síðustu leikjunum, ann- ars hefði þetta verið búið." Jón Kr. Gíslason, þjálfari: „Ég er búinn að fara með liðið í úrslit þrisvar, Islandsmeistarar tvisvar og í öðru sæti einu sinni. Töpuðum í úrslitaleik í fyrra. Þetta er svona næstum því 100%. Ég er alveg í skýjunum núna, ég hef verið svo stress- aður. Samt þegar við unnum svona stórt innfrá, þá hafði ég svo mikla trú á liðinu. Það voru þeir sem þurftu að vinna sig uppúr þessari lægð eftir 4. leik- inn, 20 stiga tapinu. en við þurftum bara að halda því sem við höfðum verið að gera. Þó við höfum verið tveimur stigum undir í hálfleik, þá vissi ég að við ættum að hafa þetia, þar sem við höfum alltaf verið betri en þeir í síðari hálfleik." nn BEST R Qslandsmeistarar, íslands- meistarar, íslandsmeist- arar, hrópuðu dyggir stuðningsmenn IBK, að fimmta leik, ÍBK og Vals, loknum. Keflvíkingar höfðu tryggt sér íslandsmeistaratitilinn í körfu- knattleik, með því að leggja Valsmenn að velli í tveimur síðustu leikjum úrslitakeppn- innar. Keflvíkingar tryggðu sér oddaleik á heimavelli sl. fimmtudagskvöld, er þeir völt- uðu yfir Valsmenn á Hlíð- arenda, 56-78. Endurkoma Sig- urðuar Ingimundarsonar virkaði eins og vítamínsprauta á Kefl- víkinga. ÍBK hafði yfir- burðastöðu í leikhléi 19-40. Varamenn ÍBK léku meiri- hlutann af síðari hálfléik, og juku forskotið um 1 stig. Oddaleikurinn, var jeikinn sl. laugardag kl. 16:00. íþróttahús Keflavíkur var þéttsetið áhorf- endum sem flestir höfðu mætt rúmri klukkustund áður en leik- ur átti að hefjast. Mikið jafn- ræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Valsmenn höfðu þó frumkvæðið og leiddu í hálf- leik, 27-29. Þegar 7 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var staðan 39-43, fyrir Val. Kefl- víkingar gerðu þá 11 stig í röð, og snéru stöðunni í 50-43. Stuðningsmenn ÍBK tóku þá við sér svo um munaði. Kom þá berlega í Ijós hversu mikilvægt er að leika úrslitaleik á heinta- velli. Valsmenn reyndu að klóra í bakkann og minnkuðu muninn í tvö stig 55-53. Jón Kr. Gísla- son, þjálfari ÍBK, sent átti frá- bæran leik, skoraði þá tvær þriggja stiga körfur í röð, og braut þar með á bak aftur alla mótstöðu Valsmanna. Lykil- menn Valsmanna áttu í villu- vandræðum. og auk þess er ekkert grín að leika gegn liði sem hefur 1000 tryllta stuðn- ingsmenn á bakvið sig. Loka- staðan var 77-68. Keflvíkingar geta nú sagt að þeir eigi besta körfuknattleikslið á íslandi. Stigaskorun í 4. og 5. leiknum Valur - ÍBK, að Hlíðarenda Jón Kr. 17. Bow 12, Sigurður 11, Kristinn 10, Nökkvi 9, Júl- íus 6, Hjörtur 5, Albert 4, Brynjar og Guðjón 2 hvor. Franc Booker gerði 28 stig fyrir Valsmenn, og Svali Björgvinsson 7 stig. IBK - Valur, úrslitaleikur Bow 23. Nökkvi 19, Jón Kr. 16, Guðjón 8, Albert 6, Kristinn 5. Franc Booker gerði 18 stig fyrir Valsmenn. Símon og Magnús 12 hvor. Svali 11, Tónias Holton 10 og Ragnar Jónsson 5. Tölur úr úrslitaleiknum Skotnýting ÍBK innan þriggjastigalínu var 21/42 (50%), á móti 24/46 (52%) hjá Val. Þriggjastiga skotnýting IBK var 3/13 (23%), en 4/14 (28%) hjá Val. Valsmenn hirtu alls 42 fráköst, 19 varnar- og 23 sókn- arfráköst. Keflvíkingar tóku 24 fráköst. 11 sóknar- og 13 varn- arfráköst. Keflvíkingar gáfu 18 stoðsendingar, Valsmenn 10. IBK náði boltanum 17 sinnum, Valsmenn 5 sinnum. ÍBK tapaði boltanum 7 sinnum, Valsmenn 18 sinnum. Franc Booker var nteð skotnýtinguna 7/15 (46%) innan þriggjastigalínu. Hann gerði 7 þriggjastiga skottilraunir, hitti einu sinni. Booker tók 11 fráköst, tapaði boltanum 5 sinn- um, stal honum tvisvar og gaf fjórar stoðsendingar. Jonathan Bow gerði þrjár þriggjastiga skottilraunir, hitti aldrei. Hann hitti úr 8 skotum af 17 innan þriggjastigalínu (47%), tók 9 fráköst, gaf 6 stoðsendingar. náði boltanum 6 sinnum og tap- aði honurn einu sinni. Nökkvi Már hitti úr 6 af 8 skottilraunum, tók 9 fráköst og náði boltanum fjórum sinnum. Albert Osk- arsson var með 100% skotnýt- ingu 2/2. og tók tvö fráköst. • íslandsmeistarar ÍBK fagna settu rnarki, - íslandsmeistaratitlinum í körfuknattleik. Ljósmyndir í opnunni tók Margeir Vilhjálmsson. • Stuðningsmenn Keflavíkurliðsins hiilðu ærna ástæðu til aö fagna og gerðu það. Þeir studdu liðið líka gríðarlcga vel í allri úrslitakeppninni og eiga sinn þátt í árangrinum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.