Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.1992, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 14.04.1992, Blaðsíða 20
16. tölublaö 13. árgangur Þriöjudagur Toppmerki - auövitaö í 14. apríl 1992 P Ó S E 1 D O N BESTI KOSTURINN 24 MÁN. SPARiREIKNINGUR 7.2% ávöxtun umfram lánskjara vísitölu. Sú mesta í bankakerfinu á síðasta ári. (tSPflRISJMXJRIHH ___________í KEFLAVÍK J Hugsanlegt er nú taliö að lán að upphæð kr. 25.182.291.- lentli á bæjarsjóði Keflavíkur vegna þess að veitt var einföld bæjarábyrgð á láni hjá Byggða- stofnun á sínum tíma. Var það útgerðarfyrirtækið Jarl hf. sem tók lánið með veði á 2. veðrétti í fiskiskipinu Jöfur KE 17, sem nú er í eigu Muggs hf. Kontið hefur í ljós að lán á I. veðrétti skipsins eru upp á hundruðir milljóna króna og því vart talið að söluverðmæti skipsins dugi nema til greiðslu á hluta þeirra. Var málið kynnt á fundi bæjarstjómar Kefla- víkur í síðustu viku. Þjálfari hampar titli Þuð var mikil! fögnuður þegar IBK hafði tryggt sér Islandsmeistaratitilinn í kör- fuknattleik. Hér eru það þeir Kristinn friðriksson, Guðjón Skúlason og Jón Kr. Gís- lason sem fagna innilega. A mvndinni sést einnig framan í Albert Oskarsson. Islenskir Aöalverktakar: Uppsagnafréttir úr lausu lofti gripnar „Ég kem alveg af fjöllum varðandi þennan fréttaflutning sem glumið hefur í sjónvarpi og víða varðandi uppsagnir hér um mánaðamótin. Ég veit ekki til að segja eigi upp einum einasta starfsmanni þá og það hafa ekki neinar á- kvarðanir verið teknar svo mér sé kunnugt um uppsagnir hér á næstunni," sagði Ólafur Thors ráðningastjóri Islenska aðalverktaka í samtali við blaðið vegna frétta um að segja ætti upp 300 starfsmönnum IAV um næstu mánaðarmót. En þær fréttir komu fyrst fram í sjónvarpi. Síðan sagði hann: „Ef ástandið fer versnandi hjá okkur ntunum við fyrst tilkynna starfsmönnum það og verkalýðsfélögunum, áðuren nokkur ákvörðun verður tekin. Þá eigum við eftir að klára okkar verk áður en slíkt kemur til, auk þess sem flestir okkar starfsmanna eru með frá þriggja mánaðar uppsagnarfrest og upp í 6 mánuði og því kæmu þær uppsagnir aldrei til á næstunni," sagði Ólafur Thors. Suðurnesin eitt at- vinnusvæði - engar róttækar aögeröir varöandi forgangsvinnu á svæöinu Að sögn bæði Jóhannesar Guðmundssonar formanns Verkalýðs- og sjó- mannafélags Gerðahrepps og Kristjáns Gunnarssonar, formannsefnis Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis er skilningur almennu verka- lýðsfélaganna á Suðumesjum að Suðumesin séu eitt atvinnusvæði. Þurfa Sandgerðingar sem starfa í Njarðvík, eða Keflvíkingar sem starfa í Sandgerði eða Grindavík því ekkert að óttast, né aðrir sem starfa annars staðar á Suð- umesjum en í heimabyggð. Varðandi athugun VSFK með þá Reykvíkinga og aðra utan svæðis sem starfa á félagssvæði verkalýðsfélaganna á Suðurnesjum, sagði Kristján að fyrst og fremst væri verið að koma í veg fyrir að aðrir en Suðurnesjamenn yrðu ráðnir í sumarafleysingar eða önnur ný störf á svæðinu. „Litlar líkur eru til þess að gripið verði til róttækra aðgerða gangvart þeim aðkomumönnum er starfað hafa um tíma á svæðinu, fremur beint spjótum að nýráðningum," sagði Kristján. (501) PASSA- KJÖll MYNDIR í ÖLL d (wvtyccm SKÍRTEINI &ítc<ML TILBÚNAR STRAX! r- BÍLAKRINGLAN raVKIE)mi7(2)lLK | LjÓNinvnilastot'a | Grófin 7-8 Sími14690 HAFNARGÖTU 52 KEFLAVÍK SÍMI 14290 FRÍ HEIM- SENDING ÁÖLLUM RÉTTUM ALLA DAGA-ALLAN DAGINN. w© MUNDI Sími 14797 Fagleg veitinga- þjónusta fyrir þig. E |ff*ffi 'é/ájéwi) L [ L AN6 ^áéá, Sími 14777 Sími 14999 - frí heimkeyrsla á pizzum alla daga! Var Ijósmyndari hlaAsins híf'aóur sl. laugardag?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.