Morgunblaðið - 05.02.2016, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2016
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ljósahjúp Hörpu var breytt í stóran, gagnvirkan
striga við setningu Vetrarhátíðar í Reykjavík í
gærkvöldi. Höfundar verksins, sem heitir Sletti-
reka, eru þeir Halldór Eldjárn og Þórður Hans
Baldursson og sýndu þeir Degi B. Eggertssyni
borgarstjóra í gærkvöldi hvernig hægt væri að
myndskreyta „strigann“ með því að sletta á hann
sýndarmálningu á vefsíðunni paint.is. Verkinu
er ætlað að hvetja til virkra samskipta á meðal
þátttakenda.
Á hátíðinni verður fjölbreytt dagskrá víða um
borgina og mun hún standa til 7. febrúar.
Hjúpi Hörpu breytt í gagnvirkan striga
Morgunblaðið/Eggert
Vetrarhátíð í Reykjavík var sett í gærkvöldi með verkinu Slettireku
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Seint í gærkvöldi stóð til að opna
Suðurlandsveg úr Reykjavík austur í
Hveragerði fyrir
nóttina, en leið-
inni var lokað í
eftirmiðdaginn í
gær þegar aust-
anstætt hvass-
viðri og snjókoma
gekk inn yfir
landið. Vegurinn
um Kjalarnes var
opnaður um kl. 21
og hafði þá veðurs
vegna verið lok-
aður frá því um kl. 17. Leiðina um
Mosfellsheiði átti ekki að opna fyrr
en nú í morgunsárið. Þá var Hring-
vegurinn frá Hvolsvelli að Breiða-
merkursandi lokaður mestan hluta
dags í gær.
Á ellefta tímanum í gærkvöldi
hafði veðrinu sunnanlands að mestu
slotað, en frá Vestfjörðum og hring-
inn austur um land var hvassviðri og
ofankoma. Sá Veðurstofan því
ástæðu til að gefa út viðvörun um
snjóflóðahættu á Patreksfirði. Vegna
þeirrar vár voru nokkur hús í bænum
rýmd á tíunda tímanum í gærkvöldi.
Þá var á svæðinu austanbylur, ofan-
koma og skafrenningur.
Enginn smygi í gegn
Ekki urðu nein teljandi óhöpp í
þessum annars hefðbundna febr-
úarhvelli, en björgunarsveitamenn
stóðu þó í ströngu. Flokkur frá
Hvammstanga fór síðdegis upp á
Holtavörðuheiði og kom 20 manns á
átta bílum til aðstoðar. Nokkrir höfð-
ust svo við í fjöldahjálparstöð í fé-
lagsheimilinu Víðihlíð í Húnaþingi
vestra. Þá var mannskapur úr hjálp-
arsveitunum á Suðurnesjum, Stykk-
ishólmi, á Svalbarðseyri og Grenivík
– svo nokkrir staðir séu nefndir – í
tilfallandi verkefnum. Sömuleiðis
voru björgunarsveitamenn einnig á
vaktinni þar sem vegum var lokað.
„Ökumenn sýna lokunum skilning og
það verður aldrei ágreiningur úr
þessu,“ sagði Unnar Már Sigur-
björnsson í Hjálparsveit skáta í
Reykjavík.
„Lokun er kynnt rækilega í fjöl-
miðlum svo Íslendingar vita hvað er í
gangi. Þetta kemur þó að útlending-
unum óvörum. Þeim finnst þetta
ekkert vandamál og eru þakklátir að
fá uppástungur um einhverja afþrey-
ingu,“ segir Unnar Már. Aðspurður
segist hann telja skynsamlegt hjá
Vegagerðinni að loka vegum þegar
óveður er í aðsigi. Það sé fólki
óskemmtileg reynsla að lenda í
hremmingum á fjöllum, sitja þar fast
í marga klukkutíma og þurfa aðstoð.
Ófærð og snjóflóðahætta vestra
Hús voru rýmd á Patreksfirði í gærkvöldi Hefðbundinn febrúarhvellur Leiðum víða um landið
var lokað í gær Björgunarsveitamenn stóðu í ströngu 20 voru sóttir í bíla á Holtavörðuheiðinni
Unnar Már
Sigurbjörnsson
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ófært Við höfuðborgina var Suðurlandsvegi lokað með slá á Norðlingaholti.
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Íslenskt skyr frá MS mun frá og með
mánudeginum fást í Bretlandi en af
því tilefni var efnt til veislu í sendi-
ráðinu í London. Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson forsætisráðherra hélt
meðal annars ávarp af því tilefni.
MS hefur náð samkomulagi við
Waitrose verslunarkeðjuna í Bret-
landi sem rekur um 380 verslanir í
landinu. Í upphafi mun íslenska
skyrið, sem framleitt er hjá MS Sel-
fossi, verða í boði í um 200 versl-
unum og kom fram í veislunni að MS
hefur góðar væntingar um að það
eigi eftir að seljast vel. „Waitrose er
verslunarkeðja í háum gæðaflokki
og það verður áhugavert að tengjast
þeim,“ segir Ari Edwald, forstjóri
MS.
Á síðasta ári voru seldar um 100
milljón skyrdósir á vegum MS en
heildarverðmæti skyrsölu MS og
samstarfsfyrirtækja var um níu
milljarðar á síðasta ári. Íslenskt
skyr fæst einnig í Sviss og á
Norðurlöndunum. Sigmundur Dav-
íð ávarpaði gesti í sendiráðinu og
einnig verðlaunakokkurinn Agnar
Sverrisson, eigandi Texture, en
hann hefur notað skyr á sínum
veitingastað. Texture er eini Michel-
in-staðurinn í eigu Íslendings. Agn-
ar hefur notað skyrið í eftirrétti sína
svo eftir hefur verið tekið.
Svipað verð og á Íslandi
„Skyr mun kosta í kringum eitt
pund sem er ekki langt frá verðinu
sem þekkist á Íslandi. Við höfum
náð árangri í Finnlandi sem er um
fimm milljón manna markaður. Við
höfum líka farið bratt af stað í Sviss
þrátt fyrir að aðrir séu að selja skyr
sem er ódýrara en okkar. Við telj-
um að það sé engin ástæða til ann-
ars en að vera bjartsýn og það er
góð byrjun að byrja í um 200 versl-
unum. MS byrjaði í 60 verslunum í
Finnlandi en við erum nú í um 2500
verslunum. Í Sviss byrjaði skyr í
200 verslunum en er núna í um 500
verslunum. Við gerum okkur vonir
að þróunin geti verið með svip-
uðum hætti hér í Bretlandi,“ segir
Ari.
Nú geta Bretar gætt sér á íslensku skyri
Ljósmyndir/Simona Susnea
Skyr Um 150 manns komu saman í sendiráði Íslands í London í gær til að
fagna því að íslenskt skyr mun nú fást í Bretlandi í Waitrose verslununum.
Breskar skyrdósir Breska skyrið
mun kosta um eitt pund.
Málefni Sýrlands voru rædd á fundi
leiðtoga um sjötíu ríkja í London í
gær. Ríkin hafa lofað að veita meira
en tíu milljarða dollara til hjálp-
arstarfs í Sýrlandi.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra sat fundinn og
verður framlag Íslands tveir millj-
arðar króna.
Sigmundur Davíð gerði grein fyr-
ir því á fundinum hvernig fénu verð-
ur varið. Hann segir að í heimsókn
sinni til Líbanons í vikunni hafi kom-
ið fram mikill samhljómur við stefnu
Íslands um heildstæða nálgun til
þess að takast á við vandann.
Samhljómur
við stefnuna
Hæstiréttur dæmdi í gær hollenska
konu, Mirjam Foekje van Twuijver, í
átta ára fangelsi fyrir stórfelldan
innflutning á fíkniefnum til landsins.
Áður hafði hún verið dæmd í 11 ára
fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness.
Atli Freyr Fjölnisson hlaut fjögurra
ára fangelsi í Hæstarétti fyrir að
hafa veitt fíkniefnunum viðtöku og
lækkaði þar með dómur héraðsdóms
um eitt ár.
Van Twuijver kom ásamt dóttur
sinni til landsins á föstudaginn langa
í fyrra með flugi frá Amsterdam.
Falið í ferðatöskum þeirra fannst
talsvert magn amfetamíns, kókaíns
og MDMA.
Hollenska kon-
an fékk 8 ár