Morgunblaðið - 05.02.2016, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2016
BAKSVIÐ
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins,
Júlíus Vífill Ingvarsson og Hildur
Sverrisdóttir, lögðu fram fyrir-
spurn í umhverfis- og skipulags-
ráði Reykjavík-
urborgar í
fyrradag um
fjölgun ferða-
manna og til-
heyrandi eft-
irspurn eftir
gistirýmum í
Reykjavík.
Í fyrirspurn-
inni segir:
„Fjölgun gisti-
rýma, og íbúða
sem notaðar eru í skamm-
tímaleigu, hefur verið gríðarlega
mikil. Slík ör breyting á borgar-
bragnum veldur skiljanlegu
óöryggi borgarbúa í nærumhverfi
sínu.
Þær áhyggjur sem heyrst hafa
um að stefnuleysi varðandi
utanumhald þeirrar nýju stöðu sé
komið á hættustig eru því skilj-
anlegar.
Kvótar hafa verið settir varð-
andi hótelrými í Kvosinni, en
hvaða reglur gilda um hótelrými á
öðrum svæðum miðborgarinnar og
aðliggjandi hverfa? Hvaða stefnu-
mótun er um önnur gistirými og
gistiheimili? Nauðsynlegt er að
eftirlit sé virkt og fyrir liggi
hvernig til dæmis eigi að meta og
mæla vistvæni hverfa, s.s. hvenær
talið sé að gengið sé á félagsauð
þeirra.“
Uppbygging hótelrýmis hröð
Júlíus Vífill segir að þótt upp-
bygging hótelrýmis sé mjög hröð
núna sé hún ekki nálægt því að ná
í skottið á þessari miklu fjölgun
ferðamanna.
„Við viljum þess vegna að það
sé eitthvert utanumhald, eins og
frumvarp iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra gerir ráð fyrir. En til
þess að tryggja utanumhald og
eftirlit þarf að tryggja að visst
fjármagn verði fyrir hendi,“ sagði
Júlíus Vífill í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Hann telur að eftirspurn eftir
heimagistingu muni þverra þegar
framboð á hótelrými eykst, en sú
þróun að hluti erlendra ferða-
manna sækist eftir gistingu í
gegnum Airbnb, eða vilji hafa
skipti á íbúðum, muni ekki breyt-
ast.
„Það þarf í raun að tryggja
tvennt: að íbúar hverfanna séu
ekki komnir inn í mitt ferða-
mannahverfi í stað íbúðarhverfis
og að ferðamennirnir séu ekki að
kaupa sér gistingu þar sem þeir
telja að þeir muni kynnast Íslend-
ingum, en hitta svo mestmegnis
erlenda ferðamenn í götunni eða
hverfinu,“ sagði Júlíus Vífill.
Ákveðið lágmarkseftirlit
Hann kveðst ekki með þessu
vera að segja að það eigi að girða
fyrir heimagistingu og vera með
mikil boð og bönn. Hann telji hins
vegar að ákveðið lágmarkseftirlit
sé nauðsynlegt, ekki síst þar sem
orðið hafi ákveðnar breytingar á
ferðavenjum fólks á undanförnum
árum og áratugum. Án eftirlits
geti heimagisting í síauknum mæli
breytt öllu nærumhverfi ákveð-
inna gatna og hverfa, ekki síst í
nágrenni miðbæjar Reykjavíkur.
Málinu frestað í ráðinu
Júlíus Vífill segir að fyrirspurn
hans og Hildar Sverrisdóttur hafi
einungis verið lítillega rædd á
fundi umhverfis- og skipulagsráðs
í fyrradag, en málinu hafi síðan
verið frestað.
Hann kveðst ekki vita hvenær
eftirlits- og skipulagssvið muni
svara fyrirspurninni, en yfirleitt
berist svör sviðsins skjótt og vel
og hann voni að svo verði í þessu
efni einnig.
Vilja eftirlit með heimagistingu
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í umhverfis- og skipulagsráði með áhyggjur vegna aukningar heima-
gistingar og áhrifa á heilu göturnar og hverfin Ör breyting á borgarbragnum valdi óöryggi íbúa
Morgunblaðið/Golli
Kortið skoðað Gífurleg fjölgun ferðamanna, ekki síst í heimagistingu í miðborginni, veldur ýmsum áhyggjum.
Júlíus Vífill
Ingvarsson
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Um 35% þeirra ökumanna sem segj-
ast tala í farsíma án handfrjáls bún-
aðar segjast nota hann til annars, t.d.
senda sms eða fara á netið oft, stund-
um eða sjaldan. Um 62% vegfarenda
segja farsímanotkun ökumanna valda
truflun og álagi við akstur.
Þetta kemur fram í viðhorfskönnun
sem Gallup gerði í lok síðasta árs
meðal vegfarenda um umferðarhegð-
un almennings. Samgöngustofa og
áður Umferðarstofa hafa látið gera
slíkar kannanir árlega frá árinu 2005.
Gerð er athugun á hegðun og við-
horfi vegfarenda til farsímanotkunar,
hraðaksturs, bílbeltanotkunar, akst-
urs eftir neyslu áfengis og hvaða at-
riði í hegðun vegfarenda fer mest í
taugarnar á svarendum.
Um var að ræða netkönnun sem fór
fram í nóvember sl. Úrtakið var nærri
1.500 manns á öllu landinu, eldri en 18
ára, og handahófsvaldir úr viðhorfs-
hópi Gallup. Svarhlutfallið var 60,6%.
Athygli vekur að flestir svarenda
telja það almennt hættulegt að nota
farsíma við akstur, eða um 83% virkra
ökumanna, en litlu minna hlutfall við-
urkennir engu að síður slíka notkun
hjá sér, eða 74% sem segjast oft,
stundum eða sjaldan tala í farsíma án
handfrjáls búnaðar.
Helst er að vegfarendur telji símtöl
með handfrjálsum búnaði vera hættu-
minni. Þannig telja yfir 20% það frek-
ar eða mjög hættulítið og um 25% eru
hlutlaus, telja það hvorki hættulegt
né hættulítið að nota síma með hand-
frjálsum búnaði.
Samkvæmt könnuninni telja 78,2%
það stórhættulegt að nota símann á
netinu undir annað en samfélags-
miðla, 77,2% telja það stórhættulegt
að skoða samfélagsmiðla í símanum
við akstur, 75,1% telur textaskilaboð
stórhættulega iðju undir stýri, 65%
flokka myndatökur á símanum sem
stórhættulegar, að stjórna tónlist
með símanum telja 47,8% vera stór-
hættulegt og sama hlutfall er 25%
þegar spurt er um hættuna af símtöl-
um án handfrjáls búnaðar. Um 8%
svarenda telja það frekar hættulítið
að tala í farsímann án búnaðar.
Í aldurshópnum 18-24 ára fækkar
þeim ökumönnum sem segjast oft
nota farsímann án handfrjáls búnaðar
um 17% frá síðustu könnun. Sam-
göngustofa segir skýringuna á því
geta verið þá að ungir ökumenn noti
símann ekki mikið til að tala í hann
heldur til að senda eða lesa skilaboð,
ásamt annars konar samskiptum sem
snjallsímar bjóða upp á.
Mismunandi eftir landshlutum
Tæplega helmingur ökumanna, um
47%, sem segjast tala í farsíma og eru
búsettir á Vesturlandi, Vestfjörðum
og Norðurlandi vestra svarar því ját-
andi að nota farsíma til annars en að
tala í hann. Algengast í þessum lands-
hlutum, borið saman við aðra, er að
ökumenn sendi t.d. sms eða fari á net-
ið meðan á akstri stendur. Eykst
þessi notkun um 15% í þessum lands-
hlutum, sem Samgöngustofa telur
neikvæða og hættulega þróun. Vera
kann að þetta skýrist af minna um-
ferðareftirliti en í öðrum landshlut-
um.
Um þriðjungur símnotenda
við stýrið vafrar á netinu
Um 83% telja símanotkun hættulega í akstri en 74% viðurkenna slíka notkun
Morgunblaðið/Þorkell
Akstur Varasamt er að tala í farsíma við aksturinn. Myndin er sviðsett.
„Í þessum könnunum okkar höfum við séð aukningu á
farsímanotkun ökumanna og það er orðið mikið
áhyggjuefni hjá þeim sem koma að umferðarörygg-
ismálum,“ segir Einar Magnús Magnússon, sérfræð-
ingur hjá Samgöngustofu.
Einar segir mikilvægt að gera breytingu á lögum til
samræmis við þá farsímanotkun sem greinilega tíðk-
ist í dag. Notkun sé orðin allt önnur og meiri en fyrir
10 árum. Ökumenn séu ekki aðeins að tala í símana
heldur að velja tónlist, fara á netið, senda sms og
taka myndir. Aðspurður telur Einar að farsímanotk-
unin sé meiri hér á landi en í flestum nágrannalöndum okkar. Sektir og
viðurlög séu sömuleiðis harðari og full ástæða sé til að herða refsingar
hérlendis. „Við verðum að fara að taka harðar á þessu. Núgildandi sektir
og viðurlög endurspegla ekki alvöru þessara brota og við þurfum að
senda skýr skilaboð með háum sektum,“ segir Einar Magnús.
Herða þarf sektir og viðurlög
SAMGÖNGUSTOFA HEFUR ÁHYGGJUR AF ÞRÓUNINNI
Einar Magnús
Magnússon
„Ég hef kallað eftir því að formanns-
kjöri og landsfundi verði flýtt svo
flokkurinn fái nauðsynlega við-
spyrnu. Þar með yrðu forystumál
flokksins útkljáð og í framhaldinu
farið í málefnavinnu eins og þarf
þegar ár er til alþingiskosninga,“
segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar.
Stjórn Samfylkingarinnar fundaði
í gær og ræddi stöðu mála í flokkn-
um, en í grasrótinni er þung krafa
um breytingar vegna bágs gengis í
skoðanakönnunum. Kallað hefur
verið eftir því að landsfundi flokks-
ins verði flýtt og samhliða gengið til
kosninga. Ólína sagði á vefsíðu Sam-
fylkingarinnar í vikunni að flokk-
urinn lifði ekki til haustsins yrði ekki
gripið til aðgerða. Sema Erla Ser-
dar, formaður framkvæmdastjórnar
Samfylkingar, telur ekki mögulegt,
samkvæmt lögum flokksins, að
halda reglulegan landsfund á þessu
ári. Sema bendir jafnframt á að gert
sé ráð fyrir að formaður sé kjörinn í
allsherjarkosningu fyrir landsfund
sé farið fram á það. Ekki komi hins
vegar fram í lögunum hvenær slík
kosning eigi að fara fram eftir að
landsfundur hefur verið boðaður.
Þetta muni framkvæmdastjórn
flokksins þó fjalla betur um á næst-
unni. sbs@mbl.is
Landsfund-
ur ræddur
Viðspyrnu þarf
Fundur Samfylkingarfólk ræddi
ástand og horfur í flokknum í gær.
Morgunblaðið/Árni Sæberg