Morgunblaðið - 05.02.2016, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2016
Kringlunni - 103 Reykjavík - Sími 578 8989 - www.myrinstore.is
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Trúnaðarráðsfundur grunnskóla-
kennara í Reykjavík, haldinn í síð-
ustu viku, lýsti yfir þungum áhyggj-
um af fjárhagslegri stöðu grunn-
skólanna í Reykjavík. Trúnaðarráð
grunnskólakennara í Reykjavík
samanstendur af trúnaðarmanni úr
röðum kennara úr hverjum einasta
grunnskóla borgarinnar.
Í yfirlýsingu
trúnaðarráðsins
sagði m.a.: „Fjár-
hagur skólanna
er með þeim
hætti að það fé
sem þeim er út-
hlutað dugar ekki
fyrir þjónustu
sem skólunum er
ætlað að veita,
meðal annars
vegna þess að
niðurskurður kreppuáranna hefur
ekki verið bættur.
Af þessum ástæðum fóru flestir
grunnskólar fram úr fjárveitingu
ársins 2015 og er þeim nú gert að
taka hallann með sér inn í nýtt
rekstrarár.
Trúnaðarráðið telur einnig mikið
áhyggjuefni að síðasta árið hafi ekki
verið sett fjármagn til stærri skóla-
þróunarverkefna, svo sem innleið-
ingar á nýrri aðalnámskrá. Verði
ekkert gert til að bæta úr er ljóst að
þjónusta skólanna mun skerðast og
skólaþróun dragast saman.“
Búnaður í molum
Rósa Ingvarsdóttir er formaður
Kennarafélags Reykjavíkur. Hún
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær að áhyggjur grunnskólakenn-
ara í Reykjavík vegna yfirstandandi
skólaárs væru miklar.
„Okkar áhyggjur snúast ekki
bara um þann niðurskurð sem er
verið að undirbúa að hrinda í fram-
kvæmd nú heldur snúa þær að því
að grunnskólarnir í Reykjavík
standa mjög illa fyrir þennan niður-
skurð. Það er ekki verið að verja
neinum fjármunun til skólanna, eins
og til innleiðingar nýrrar aðalnám-
skrár og annarra stærri verkefna.
Búnaður í skólunum er allur í mol-
um og hefur ekki verið endur-
nýjaður frá því kreppan skall á. Það
er einfaldlega svo margt í skólunum
sem kallar á auknar fjárveitingar,“
sagði Rósa.
Rósa segist telja að ef ekki náist
að hagræða um þessar 670 milljónir
sem nú er gerð krafa um óttist
grunnskólakennarar að ráðist verði
í einhverjar aðrar aðgerðir, sem
muni þá bitna enn frekar á gæðum
skólastarfsins og þjónustu.
Hún segir að þegar blasi við að
hægja muni á því lögbundna verk-
efni sem grunnskólar borgarinnar
eigi að sinna, sem er innleiðing
nýrrar aðalnámskrár, vegna þess að
ekkert fjármagn sé sett í skólaþró-
unarverkefni og hafi ekki heldur
verið gert á síðasta skólaári.
Spurning um forgangsröðun
Rósa segir að Kennarafélag
Reykjavíkur hafi verið í sambandi
við borgarstjórnarmeirihlutann, en
svörin þaðan séu einfaldlega þau að
ekkert fjármagn sé til, þótt þeir seg-
ist hafa fullan skilning á þörfinni.
„Í okkar huga snýst þetta um það
sem við höfum verið að reyna að
segja: Hver á forgangsröðunin að
vera? Í hvað vilja menn setja pen-
ingana? Vilja þeir forgangsraða í
þágu samgöngumála? Við erum að
hvetja borgina til þess að forgangs-
raða í þágu barna og setja meiri
peninga í skólana til þess að okkar
unga fólk geti blómstrað í framtíð-
inni,“ sagði Rósa Ingvarsdóttir.
Forgangsraða eigi
í þágu barnanna
Segir kennara hafa þungar áhyggjur af skólastarfinu í ár
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Grunnskólar Kennarar í grunnskólum Reykjavíkur hafa áhyggjur af því að
minnkandi fjárframlög til skólanna komi niður á gæðum skólastarfsins.
Rósa
Ingvarsdóttir
Viðgerð á Samskip Hoffelli er að
ljúka og er stefnt að því að skipið
hefji aftur siglingar 15. febrúar
næstkomandi.
Talið er að sprunga hafi komið í
þilfar skipsins í miklu óveðri. Það olli
því að sjór komst í eldsneyti og er
það talin helsta ástæða þess að allar
vélar skipsins stöðvuðust. Guðmund-
ur Þór Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri millilandasviðs Samskipa,
sagði að taka hefði þurft ljósavélar
skipsins upp. Skip var tekið á leigu í
staðinn fyrir Samskip Hoffell og var
tíminn nýttur til að dytta að ýmsu
um borð. Hoffell er 15 ára.
Áhafnir heiðraðar
Áhafnir Arnarfells og Samskip
Hoffells voru nýlega heiðraðar fyrir
hugrekki, snarræði og útsjónarsemi
þegar skipin lentu í erfiðleikum nú í
byrjun ársins.
Áhöfn Arnarfells var þakkað fum-
leysi og áræði þegar henni tókst að
ráða niðurlögum elds sem kom upp í
vélarrúmi skipsins 5. janúar sl.
Áhöfn Hoffells var þakkað hug-
rekki og þrek sem hún sýndi við
hættulegar og mjög krefjandi að-
stæður þegar skipið missti vélarafl á
leið til Reykjavíkur þann 10. janúar.
Skipið var þá statt um 160 sjómílur
suðvestur af Færeyjum í afar slæmu
veðri þegar bilunin kom upp og voru
aðstæður áhafnar mjög erfiðar allt
þar til varðskipið Þór kom með það
til hafnar. gudni@mbl.is
Sjór komst í elds-
neyti Hoffells
Samskip heiðraði
áhafnir Arnarfells og
Samskip Hoffells
Ljósmynd/Samskip
Heiðraðir F.v.: Artem Chaykov,
skipstjóri á Hoffelli, Pálmar Óli
Magnússon, forstjóri Samskipa, og
Magnús Magnússon, skipstjóri á
Arnarfelli.
Samstarfsráð félagasamtaka í for-
vörnum, SAFF, hefur sent frá sér yf-
irlýsingu þar sem skorað er á þing-
menn að fella áfengisfrumvarpið sem
er til meðferðar á Alþingi. Vísa sam-
tökin til stefnuyfirlýsingar ríkis-
stjórnarinnar um bætta lýðheilsu
landsmanna og forvarnastarf meðal
barna og ungmenna.
Í samstarfsráðinu eiga sæti alls 24
félagasamtök sem með einum eða
öðrum hætti vinna að áfengis-, tób-
aks- og vímuefnaforvörnum á vett-
vangi mannræktar, velferðar, félags-
mála, samfélagsþróunar, uppeldis- og
skólamála, íþróttamála og tóm-
stundastarfs.
Meðal þeirra sem standa að yfir-
lýsingunni má nefna Heimili og skóla,
Krabbameinsfélag Reykjavíkur,
UMFÍ, Skátana, Samhjálp, þjóð-
kirkjuna, Lions á Íslandi, Samfés,
Barnaheill, Vímulausa æsku, For-
eldrahús, Olnbogabörn, HIV á Ís-
landi, Vernd og FRÆ.
„Við förum þess á leit að fulltrúar
okkar á Alþingi kynni sér af kost-
gæfni möguleg áhrif frumvarpsins á
lýðheilsu og þjóðarhag og byggi af-
greiðslu þess á rannsóknum, ráðgjöf
og upplýsingum sérfræðinga í lýð-
heilsumálum, áfengis- og vímuefna-
málum og, ekki síst, þeirra sem sinna
málefnum ungmenna,“ segir m.a. í yf-
irlýsingu SAFF.
Vitnað er til rannsókna um að auk-
ið aðgengi og framboð á áfengi leiði
til aukinnar neyslu. Áfengi sé engin
venjuleg söluvara sem hægt sé að
setja eingöngu í afmarkað markaðs-
og viðskiptasamhengi.
„Við vekjum athygli á að í stefnu-
yfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands seg-
ir að bætt lýðheilsa og forvarnastarf
verði meðal forgangsverkefna ríkis-
stjórnarinnar. Í samræmi við það var
sett á fót ráðherranefnd um lýð-
heilsumál undir hatti forsætisráð-
herra. Samhliða henni var einnig sett
á fót sérstök ráðgefandi lýðheilsu-
nefnd undir yfirstjórn heilbrigðis-
ráðherra sem hafði það meginhlut-
verk að vinna drög að heildstæðri
stefnumótun og aðgerðaáætlun sem
hefur það að markmiði að efla og
bæta lýðheilsu á öllum aldursskeiðum
en með sérstakri áherslu á börn og
ungmenni,“ segir ennfremur í yfirlýs-
ingunni en lýðheilsunefndin skilaði
tillögum til ráðherra í fyrra.
Morgunblaðið/Eggert
Áfengissala Samkvæmt áfengisfrumvarpinu yrði einkaréttur ÁTVR á sölu
áfengis afnuminn og hafa félagasamtök miklar áhyggjur af afleiðingunum.
Skora á þingmenn
að fella frumvarpið
SAFF mótmælir áfengisfrumvarpi