Morgunblaðið - 05.02.2016, Side 14

Morgunblaðið - 05.02.2016, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2016 VIÐTAL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Áhrif flóttamannastraumsins á Schengen-svæðið eru mjög áhuga- vert en jafnframt viðkvæmt við- fangsefni,“ segir Berndt Körner, að- stoðarforstjóri evrópsku landa- mærastofnunarinnar Frontex, en hann flutti fyrirlestur í gær í fyrir- lestrasal Þjóðminjasafnsins um landamæravörslu í Evrópu. Körner kemur hingað í boði Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu, og lögreglunnar á Suðurnesjum. Ýmis úrræði til athugunar Flóttamannastraumurinn til Evr- ópu hefur verið eitt helsta verkefni Frontex á síðustu árum. Körner tek- ur fram að Frontex sé í raun bara stofnun sem aðstoði aðildarríki Evr- ópusambandsins og Schengen- svæðisins við landamæravörslu, og treysti sem slík mjög á framlög ríkja til þess að halda úti starfsemi sinni, þar sem stofnunin ráði ekki sjálf yfir mannskap eða tækjabúnaði. Spurður hvaða lausnir séu í sjón- máli segir Körner Schengen- samstarfið bjóða upp á ýmis úrræði til þess að takast á við aðstæður sem þessar. „Þar á meðal geta aðildar- ríkin ákveðið að taka aftur upp landamæravörslu við sérstakar að- stæður líkt og nú hefur verið gert, en bara í ákveðinn tíma.“ Körner bendir á að tímamörkin fyrir þau ríki sem hafi gert það að þessu sinni muni renna út um miðjan maí- mánuð, en segir að verið sé að ræða aðrar lausnir sem rúmist innan sam- komulagsins. Það þurfi þó að huga að ýmsum þáttum. „Við höfum enn tíma til þess að finna lausnir, en við verðum líka að fylgja lögunum. Öll aðildarríkin eru til að mynda aðilar að Genfar- sáttmálanum og geta því ekki lokað landamærunum fyrir þeim sem leita hælis,“ segir Körner. Hann bendir á að ríki geti haft ýmsar aðferðir til þess að sinna hælisleitendum og jafnvel hafnað þeim, en að þau séu alltaf skyldug til þess að taka mál þeirra fyrir. Aðspurður hvort lokun landa- mæra geti ekki haft alvarlegar af- leiðingar fyrir Schengen-samstarfið segir Körner þær áhyggjur hafa komið upp að ein lokun gæti komið af stað skriðu. „Svíþjóð lokar fyrir umferð frá Danmörku, Danmörk fyrir umferð frá Þýskalandi, og svo framvegis. Það sem þarf að hafa í huga er að fólkið mun samt koma þó þú lokir landamærunum alveg suður til Grikklands. Við ættum frekar að leita lausna þannig að það þurfi ekki að flýja heimili sín til að byrja með.“ Ánægður með framlag Íslands Landhelgisgæslan hefur á undan- förnum árum aðstoðað við verkefni á Miðjarðarhafi, og meðal annars sent þangað bæði varðskip og flug- vélar. En hvað getur lítið land á borð við Ísland haft fram að færa? „Þið megið alls ekki falla í þá gildru að vanmeta framlag ykkar,“ segir Körner. „Þó að Ísland sé lítið land er það meðal þeirra ríkja sem hafa lagt hvað mest til þessa samstarfs.“ Körner segir í því samhengi að Landhelgisgæslan hafi vakið athygli fyrir góð störf sín á Miðjarðarhafi. „Hún á skilið okkar dýpstu virðingu og þakklæti,“ segir Körner og tekur sérstaklega fram að hann sé ekki að skjalla okkur, heldur sé hann ein- göngu að taka fram staðreyndir. Körner segir að sér lítist ekki vel á þá hugmynd að Ísland myndi draga sig út úr Schengen-samstarf- inu, líkt og rætt hefur verið. „Það yrði ekki auðvelt mál og það þyrfti að fara í mjög vandlega greiningu á því hvernig slíkur aðskilnaður færi fram,“ segir Körner. Skoða þyrfti bæði lagalegu hliðina og það hvernig framhaldið yrði í kjölfarið. Betra að vera innan Schengen Hann segir að hann hafi verið þráspurður fyrir nokkrum vikum um hvort Schengen-samstarfið væri ekki dautt. „Í fimmta sinn spurði ég til baka, hvað væri dautt? Innan Schengen væri til dæmis upplýs- ingakerfið SIS, þar sem meðal ann- ars deilt er upplýsingum á milli landa um grunsamlega eða eft- irlýsta menn, er það dautt? Innan Schengen-rammans fellur einnig samstarf lögregluyfirvalda, þannig að til dæmis glæpamaður sem færi yfir landamærin á milli Austurríkis og Ungverjalands gæti ekki sloppið undan réttvísinni þannig, væri það dautt?“ Landamæravarslan, sem nú sé einblínt á, sé þannig einungis einn þáttur af hinu víðara samstarfi sem falli undir Schengen. „Við þurfum því að vera mjög gætin þegar við ræðum framtíð Schengen-svæðisins. Hverju glötum við með því að standa utan þess?“ spyr Körner og bætir við að frá sín- um sjónarhóli væri það þess virði fyrir aðildarríkin að vera áfram inn- an Schengen og aðstoða við það að leysa vandamálin. Missum ekki móðinn Spurður um horfurnar fyrir árið 2016 og flóttamannavandann segir Körner að þetta sé ein algengasta spurningin sem hann fái. „Svarið er að við getum ekki spáð neinu um það, það er nánast óútreiknanlegt.“ Körner segir að hægt sé að líta á ár- ið frá tveimur hliðum. Annars vegar séu nú komnar tölur flóttamanna fyrir janúarmánuð, sem séu hærri en venjulega. „Þær lækkuðu ekki, þó að veðrið væri verra, líkt og bú- ast mátti við, þannig að tölurnar hingað til eru háar,“ segir Körner. Eigi það sérstaklega við um hina svokölluðu Austur-Miðjarðarhafs- leið, þar sem flóttamenn fari í gegn- um Tyrkland og yfir Eyjahafið. Hin hliðin sem líta þurfi til sé hins vegar hvernig stofnunin og Evr- ópuríkin séu í stakk búin til þess að takast á við flóttamannastrauminn, sem sé sá mesti sem sést hafi síðan í lok síðari heimsstyrjaldar. „Þar stöndum við mun betur en í fyrra,“ segir Körner og bendir á að nú sé til dæmis búið að gera samkomulag við Tyrkland um samstarf á Eyjahafi og að aðgerðir séu komnar af stað í Grikklandi til þess að aðstoða þá sem komnir eru þangað. „Eina von mín er sú að við getum haldið áfram hinum sam-evrópska anda í þessum efnum. Því meir sem allir einblína á sín eigin landamæri, því minna af mannskap, úrræðum og tólum verður aflögu til þess að sinna þessu sameiginlega og mik- ilvæga verkefni,“ segir Körner að lokum. „Stöndum betur en í fyrra“  Berndt Körner, aðstoðarforstjóri Frontex, hélt fyrirlestur hér á landi  Enn tími til þess að finna lausnir á flóttamannavandanum  Íslendingar geta verið stoltir af framlagi sínu til landamæravörslu Morgunblaðið/Golli Landamæravarsla Berndt Körner, aðstoðarforstjóri Frontex, segir að Íslendingar geti verið stoltir af framlagi sínu til landamæravörslu. Hann telur jafnframt að betra sé fyrir Íslendinga að vera áfram innan svæðisins en utan. Nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélags- ins í Reykjavík, IMFR, verður hald- in hátíðleg í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á morgun, laugardag. Þetta er tíunda viðurkenningar- hátíð félagsins sem haldin er til heiðurs nýsvein- um sem hafa lok- ið sveinsprófi með afburðaár- angri. „Hátíðin er einn af hornstein- unum í starfi fé- lagsins og er mikil áhersla lögð á að umgjörðin sé glæsileg, nýsveinum, meisturum þeirra, iðnfélögunum og verk- menntaskólum landsins til heilla,“ segir Elsa Haraldsdóttir, formaður IMFR. Félagið fagnar 150 ára af- mæli á næsta ári og er þriðja elsta félagið sem starfar á Íslandi. Á hátíðinni verða 23 nýsveinar úr 14 löggiltum iðn- og verkgreinum frá sex verkmenntaskólum á lands- vísu sem hljóta viðurkenningur fyrir afburðaárangur í sinni iðngrein. Auk nýsveinanna fá meistarar þeirra einnig viðurkenningarskjöl. Nýsveinarnir sem hljóta viður- kenningu hafa nýlokið sveinsprófi í gull- og silfursmíði, rafeindavirkjun, rafvirkjun, málaraiðn, hársnyrtiiðn, húsasmíði, prentsmíði, rennismíði, snyrtifræði, pípulögnum, húsgagna- smíði, framleiðsluiðn, matreiðslu og vélvirkjun. Það er því um fjöl- breyttan hópa að ræða. Auk viður- kenninganna verður heiðurs- iðnaðarmaður ársins valinn. „Menntunin fleytir okkur áfram og markmið okkar í Iðnaðarmanna- félaginu er að vekja áhuga nemenda á framhaldsnámi að sveinsprófi loknu,“ segir Elsa. Háskólinn í Reykjavík ásamt nokkrum fyrir- tækjum veitir fjórum nemendum styrk til framhaldsnáms. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er verndari hátíðarinnar og mun afhenda viðurkenningarnar. Auk hans munu Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráð- herra, og Sóley Tómasdóttir, full- trúi borgarstjórnar, ávarpa við- stadda. erla@mbl.is Hátíð til heiðurs nýsveinum  23 nýsveinar hljóta viðurkenningu Elsa Haraldsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.