Morgunblaðið - 05.02.2016, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2016
Vökudeild Barnaspítala Hringsins
átti 40 ára afmæli 2. febrúar sl.
Hringskonum var boðið til af-
mælishátíðar í tilefni dagsins og
þar tilkynnti formaður félagsins,
Sonja Egilsdóttir, að samþykktar
hefðu verið styrkbeiðnir að upphæð
níu milljónir króna.
Þeim verður varið til kaupa á
fjórum mælum sem notaðir eru til
að meta og stýra þörf fyrir önd-
unarstuðning barns sem er í önd-
unarvél. Einnig verða keyptar
fimm brjóstamjólkurdælur.
„Það er með mikilli ánægju og
gleði sem Hringskonur afhenda
þessar gjafir. Við þökkum starfs-
fólki vökudeildarinnar fyrir frá-
bært starf og óskum því alls hins
besta í framtíðinni,“ segir í frétt frá
Hringskonum.
Morgunblaðið/Kristinn
Vökudeild Barnaspítalinn við Hringbraut.
Hringskonur færðu
vökudeild gjafir
Fjölmenningarsamfélagið Ísland
verður skoðað frá fjölbreyttum
sjónarhornum á viðamikilli ráð-
stefnu sem fram fer í Háskóla Ís-
lands laugardaginn 6. febrúar nk.
frá kl. 10-14.30.
Ráðstefnan ber heitið Fræði og
fjölmenning 2016: Uppbygging og
þróun íslensks fjölmenningarsam-
félags og er henni ætlað að miðla
og byggja upp frekari þekkingu á
sviði fjölmenningar.
Um 60 erindi í um 20 málstofum
verða flutt á ráðstefnunni og snúa
þau bæði að aðstæðum innflytj-
enda, flóttafólks og hælisleitenda á
Íslandi. Dagskrá ráðstefnunnar má
einnig finna á: http://www.hi.is.
Ráðstefnan er opin öllum og fer
skráning fram með tölvupósti á net-
fangið: jse@hi.is.
Ráðstefna um fræði
og fjölmenningu
Laugardagskvöldið 6. febrúar
verður haldin hátíð í Lágafellslaug
í Mosfellsbæ undir heitinu Sund-
laugarnótt. Tengist hún fjögurra
daga Vetrarhátíð sem haldin er
dagana 4.-7. febrúar í öllum sex
sveitarfélögum höfuðborgarsvæð-
isins. Frítt í laugina frá kl. 19-21.
„Í boði er frábær skemmtun fyrir
fjölskylduna og kjörið að eiga sam-
an notalega kvöldstund í sundi,“
segir í tilkynningu.
Sundlaugarnótt
í Lágafellslaug
STUTT
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Óli G. Jóhannsson listmálari var
áberandi maður í bæjarlífinu. Hann
lést 2011 en listin heldur nafni hans
á lofti og henni eru nú gerð góð skil í
veglegri bók sem kom út í gær og
kynnt var í menningarhúsinu Hofi.
Það er fjölskylda Óla, Lilja Sig-
urðardóttir og börn þeirra fjögur,
sem gefur bókina út í samstarfi við
útgáfufélagið Sögur. Í tilefni útkomu
bókarinnar er sýning á verkum Óla
G í Hofi, þangað sem margir lögðu
leið sína. Nánar um bókina í Sunnu-
dagsblaði Morgunblaðsins.
Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk)
hefur hlotið alþjóðlega gæðavottun á
starfsemi sinni og er fyrsta heil-
brigðisstofnunin á Íslandi til þess og
raunar sú fyrsta á Norðurlöndum.
Vottunaraðilinn er alþjóðlega fyr-
irtækið DNV GL sem er eitt af
stærstu fyrirtækjum á þessu sviði í
heiminum.
Vottunin er samkvæmt þeim
kröfum sem staðlar DNV GL Int-
ernational Accreditation for Hospit-
als gera til sjúkrahúsa. Þetta er
fyrsti áfangi á leið til vottunar
sjúkrahússins samkvæmt ISO
9001:2015 staðlinum sem stefnt er að
á næsta ári.
Vottunin tekur m.a. til gæða-
kerfis og gæðastjórnunar, áhættu-
stýringar og áhættumats, skipulags,
allrar klínískrar þjónustu, starfs-
aðstöðu, húsnæðis og réttinda sjúk-
linga og eru stjórnendur spítalans
himinlifandi eins og gefur að skilja.
„Þetta skiptir heilmiklu máli;
með þessu fáum við staðfestingu á
því góða starfi sem starfsfólk okkar
hefur unnið síðustu ár. Vottunin sýn-
ir að við getum það sem við ætlum
okkur,“ segir Hildigunnar Svav-
arsdóttir, framkvæmdastjóri bráða-,
fræðslu- og gæðasviðs SAk.
Sigurður E. Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri lækninga og stað-
gengill forstjóra, tekur í sama
streng. „Við tölum stundum um að
heilbrigðiskerfið hér sé eitt það
besta í heimi. Margt bendir til þess
að við gerum góða hluti en hingað til
höfum við ekki getað lagt fram mat
þriðja aðila á því hvernig við stönd-
um okkur. Þetta snýst um það: hing-
að kemur utanaðkomandi aðili sem
hefur það verksvið að meta heil-
brigðisstofnun og gefa út ákveðið
vottorð um að við uppfyllum stað-
algæðakröfur; ekki bara mér finnst
og ég held, heldur alþjóðlegar kröf-
ur.“
Megin-drifkrafturinn í þessari
vegferð sjúkrahússins, sem hlotið
hefur nafnið Gæðingurinn, er aukið
öryggi og þjónusta við sjúklinga og
bætt starfsaðstaða, segja for-
ráðamenn SAk. Vottunin og sú vinna
sem henni tengist skili markvissari
vinnuferlum, auknu öryggi sjúklinga
og starfsmanna og tryggi stöðugar
umbætur sem munu leiða til skil-
virkari þjónustu. Þá skerpi hún á
hlutverkum hvers og eins sem m.a.
hefur jákvæð áhrif á vinnuumhverfi
og samskipti sem eru lykilþættir í
starfsánægju.
Fulltrúar DNV GL komu tvisvar
í heimsókn á SAk og koma einu
sinni á ári héðan í frá til að gera út-
tekt á starfinu. „Það heldur okkur á
tánum að halda áfram í þessari þró-
un. Við höfum fengið staðfest að við
erum að gera góða hluti og við ætl-
um að sjálfsögðu að halda því
áfram,“ segir Hildigunnur. „Því má
ekki gleyma að í svona úttektum
fáum við ýmsar ábendingar um eitt-
hvað sem betur má fara og við erum
með aðgerðaráætlun sem hjálpar
okkur á þeirri vegferð sem við erum
á.“
Bæjarstjórn Akureyrar skorar
á ríkisstjórn Íslands og borgarstjórn
Reykjavíkur að tryggja óskerta
starfsemi Reykjavíkurflugvallar og
tryggja þar með öryggishagsmuni
íbúa landsbyggðanna, a.m.k. þangað
til jafngóð eða betri lausn finnst.
Þetta kemur fram í bókum sem Njáll
Trausti Friðbertsson lagði fram í
bæjarstjórn í vikunni og var sam-
þykkt samhljóða.
Í bókuninni segir ennfremur:
„Það er með öllu ólíðandi að dregið
verði úr öryggi sjúklinga og slasaðra
sem þurfa að komast með hraði á
Landspítalann þar sem staðsett er
sérhæfð þjónusta s.s. hjartaþræð-
ingar, heila- og taugaskurðlækn-
ingar og vökudeild.“
Á nýliðnu ári voru 752 fluttir í
sjúkraflugi. þar af rúmlega 85%
með flugvélum Mýflugs og tæplega
15% með þyrlum Landhelgisgæsl-
unnar.
„Því miður er óraunhæft að
ætla að í náinni framtíð skapist þær
aðstæður í íslenskri heilbrigðisþjón-
ustu að ekki verði þörf á að koma
mörgum af erfiðustu tilfellunum sem
koma upp á landsbyggðunum á
Landspítalann við Hringbraut.
Mikilvægt er að aðgengi íbúa
landsbyggðanna að öflugustu heil-
brigðisþjónustu landsmanna sé
tryggt,“ segir í bókuninni.
Í kvöld verða tónleikar til heiðurs
Amy heitinni Winehouse á Græna
hattinum; Bryndís Ásmundsdóttir
söngkona flytur lög Winehouse
ásamt hljómsveit. Á morgun verður
svo hljómsveitin Dimma með tón-
leika á staðnum.
SAk fyrst með alþjóðlega gæðavottun
Bókin Þórhallur Jónsson sem tók allar ljósmyndir í bókina, Lilja Sigurð-
ardóttir, ekkja Óla G, og börn þeirra: Hjördís Óladóttir, Sigurður Ólason og
Hrefna Óladóttir. Örn Ólason, sem hannaði bókina, var fjarverandi.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Litagleði Gestir í útgáfuhófi í menningarhúsinu Hofi í gær flettu spenntir listaverkabókinni um Óla G. Jóhannsson.
TORMEK
Brýnsluvélar
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
▲ Tormek T-4 er uppfærsla á T-3 og
er nú kominn með málmhaus sem
eykur nákvæmni um 300%
Fylgihlutir sjást á mynd.
Verð: 65.890
▼ Tormek T-7 er hannaður fyrir
látlausa notkun og mikil afköst.
Fylgihlutir sjást á mynd.
Verð: 110.700
Opið virka daga
frá 9-18
lau frá 10-16
Allar stýringar fyrirliggjandi