Morgunblaðið - 05.02.2016, Side 18

Morgunblaðið - 05.02.2016, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2016 Umboðsaðili: Yd heildverslun, s. 587 9393, yd@yd.is, YdBolighus Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var í gær dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hlut sinn í svonefndu markaðsmis- notkunarmáli Landsbankans. Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðu- maður eigin fjárfestinga bankans, var dæmdur í 2 ára fangelsi og Júlíus S. Heiðarsson, fv. starfsmaður eigin fjárfestinga, var dæmdur í 1 árs fang- elsi. Sindri Sveinsson, fv. starfsmaður eigin fjárfestinga Landsbankans, fékk níu mánaða dóm. Allir dómarnir voru óskilorðs- bundnir. Var dómurinn þyngdur um hálft ár yfir Sigurjóni en hann hafði verið dæmdur í Héraðsdómi Reykja- víkur í 12 mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna. Sigurjón hafði áður fengið þriggja og hálfs árs dóm í svonefndu Ímon- máli og er dómurinn nú hegningar- auki við fyrri dóm. Hefur Sigurjón því fengið samtals fimm ára dóm vegna hrunmálanna svokölluðu. Þyngdi dóma héraðsdóms Ívar og Júlíus voru dæmdir í níu mánaða fangelsi í héraðsdómi, þar af sex mánuði skilorðsbundna, en Sindri var sýknaður. Dómur Hæstaréttar var því þynging á dómi héraðsdóms yfir öllum ákærðu og fékk Sindri dóm þótt hann hefði verið sýknaður áður. Ákært var fyrir tímabilið 1. nóvember 2007 til 3. október 2008 þegar bankinn var tekinn yfir. Voru allir sýknaðir fyrir tímabilið 1. nóvember 2007 til 26. september 2008, en þremenningarnir Sigurjón, Ívar og Júlíus fundnir sekir í héraði um síðustu vikuna. Í grunninn gengur málið út á að deild eigin fjárfestinga hjá Lands- bankanum keypti mikið magn bréfa í bankanum sjálfum, en þau kaup náðu hámarki vikuna áður en bankinn var tekinn yfir. Í dómi Hæstaréttar segir að þessi viðskipti hafi verið líkleg til að gefa verð hlutabréfa í Landsbankanum ranglega til kynna: „Ekki leikur neinn vafi á að sá mikli fjöldi tilboða, sem ákærðu Júlíus og Sindri gerðu, og þau umfangsmiklu viðskipti, sem þeir áttu þátt í að koma á, gáfu eða voru í það minnsta líkleg til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfa í Landsbanka Ís- lands hf. ranglega eða misvísandi til kynna. Með þessari háttsemi brutu þeir því af ásettu ráði og á refsiverðan hátt gegn a. lið 1. töluliðar 1. mgr. 117. gr., sbr. 1. tölulið 146. gr. laga nr. 108/ 2007, enda verður slík háttsemi ekki skýrð með því að lögmætar ástæður hafi búið að baki henni ellegar hún verið í samræmi við viðurkennda markaðsframkvæmd á skipulegum verðbréfamarkaði,“ segir í dómi Hæstaréttar. Brotin ekki metin til fjár Í dómnum segir að ekki sé hægt að meta brotin til fjár, en þau hafi valdið víðtækum afleiðingum. „Brotin leiddu til alvarlegrar rösk- unar á verðbréfamarkaði með víðtæk- um afleiðingum fyrir fjármálamark- aðinn hér á landi og allan almenning, en tjónið, sem af þeim hlaust verður ekki metið til fjár.“ Við ákvörðun refs- ingar verður horft til þess hve alvar- leg brotin voru. Jafnframt ber að líta til þess að ákærði Sigurjón gegndi starfi bankastjóra og var yfirmaður ákærða Ívars. Undir hann heyrðu ákærðu Júlíus og Sindri og var brot þess fyrrnefnda sýnu alvarlegra en þess síðarnefnda. Það horfir ákærðu til hagsbóta að enginn þeirra hafði brotið af sér þeg- ar brotin voru framin þannig að áhrif hafi á ákvörðun refsingar. Þótt rann- sókn og meðferð málsins fyrir dómi hafi samanlagt tekið langan tíma verður ekki litið svo á að hún hafi dregist úr hófi fram.“ Saksóknari setti málin upphaflega fram sem eitt mál, markaðsmisnotk- unarmál, en það sama var uppi á ten- ingnum varðandi markaðsmisnotkun- armál Kaupþings. Héraðsdómur ákvað aftur á móti að skipta málinu upp í sölu- og kauphluta í Lands- bankamálinu en Kaupþingsmálið var rekið áfram sem eitt mál. Úr varð að söluhlutinn – Ímon-málið – var rekinn sérstaklega fyrir dómstólum og fékkst niðurstaða Hæstaréttar í því máli í október í fyrra. Auk Sigurjóns voru þau Sigríður Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrir- tækjasviðs bankans, og Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðu- maður verðbréfamiðlunar Lands- bankans, fundin sek í málinu. Telur dóminn fordæmisgefandi Arnþrúður Þórarinsdóttir sak- sóknari sagði ljóst að brotin væru litin alvarlegum augum. „Þetta eru allt óskilorðsbundnir dómar óháð því hvaða stöðu menn gegndu innan bankans. Í tilviki ákærða Sigurjóns er um hegningar- auka að ræða þannig að refsingin er höfð með hliðsjón af dóminum í svo- kölluðu Ímon-máli,“ sagði hún. Aðspurð hvort hún telji málið for- dæmisgefandi telur hún svo vera. „Ljóst er að mál Kaupþings bíður afgreiðslu í Hæstarétti. Þetta er svip- uð háttsemi, þó engin tvö mál séu eins,“ segir hún. Dómur féll í héraðs- dómi í svonefndu markaðsmisnotkun- armáli Kaupþings síðasta sumar, en það bíður nú afgreiðslu Hæstaréttar. Í því máli voru níu fyrrverandi starfs- menn ákærðir. Tjónið verði ekki metið til fjár  Hæstiréttur þyngdi dóma héraðsdóms í svonefndu mark- aðsmisnotkunarmáli Landsbankans  Sigurjón Þ. Árnason dæmdur í 18 mánaða fangelsi  Dómarnir óskilorðsbundnir Morgunblaðið/Árni Sæberg Dómsmál Sigurður G. Guðjónsson hrl. ræðir við skjólstæðing sinn, Sigurjón Þ. Árnason, fyrrv. bankastjóra Lands- bankans, á fyrri stigum málsins. Ívar Guðjónsson, fyrrv. forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans, er þeim við hlið. Norsku loðnuskipin Eros og Fiske- bas komu í gær til Fáskrúðsfjarðar með samtals um 450 tonn af fallegri loðnu. Aflinn veiddist í fyrrinótt en skipin komu í land vegna væntan- legrar brælu á miðunum. Friðrik Mar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, og Kjartan Reynis- son útgerðarstjóri færðu áhöfnum beggja skipanna glæsilegar kökur skreyttar myndum af skipunum. „Hér er siður að menn fái köku þegar þeir koma með góðan afla,“ sagði Friðrik. „Loðnan var mjög fín. Hún fer í frystingu og bræðslu.“ Skipin eru vel búin með kælitanka fyrir aflann og skila fyrsta flokks hráefni. En hvernig líst Friðriki á útlitið varðandi loðnuveiðar? „Við erum ýmsu vanir í þeim efn- um. Stundum breytist þetta hratt. Í þessari grein þarf maður að vera viðbúinn öllu. Þessi kvóti, 100 þús- und tonn, er ekki neitt fyrir Íslend- inga. Hafrannsóknaskipin eru að leita og vonandi kemur eitthvað út úr því,“ sagði Friðrik. Í gær hafði 21 norskt loðnuskip tilkynnt komu eða var komið á loðnumið við Ísland. Færeyska loðnuskipið Nordborg var á heim- leið með um 1.350 tonn af loðnu. Sjö íslensk skip voru á kolmunna við Færeyjar, samkvæmt upplýsingum frá Vaktstöð siglinga. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Albert Kemp Fáskrúðsfjörður Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnu- vinnslunnar, og Kjartan Reynisson útgerðarstjóri með girnilega köku. Skipverjar fengu fínar kökur á Fáskrúðsfirði Í dómnum segir að brotið hafi ver- ið á rétti ákærðu með því að hlusta á símtöl þeirra, skömmu eftir að þeir höfðu gefið skýrslu hjá lög- reglu þar sem þeir höfðu rétt- arstöðu sakborninga og var því óskylt að svara spurningum um refsiverða hegðun sem þeim var gefið að sök. Mikið hefur verið deilt um hler- anir embættis sérstaks saksókn- ara í þessu máli sem og öðrum hrunmálum, en ákærðu í þeim hafa meðal annars gagnrýnt harðlega að tekin hafi verið upp símtöl þeirra við verjendur. Í dómi Hæsta- réttar kemur fram að slíkar upp- tökur hafi ekki verið lagðar fram í málinu og tekur þar af leiðandi ekki frekari afstöðu til þess hlutar. Aftur á móti eru hleranir lögreglu á símum ákærðu í kjölfar yfirheyrslu þeirra hjá lögreglu gagnrýndar. Segir í dómnum að því verði þau símtöl ekki notuð sem sönn- unargögn í málinu. „Með því að hlusta á símtöl ákærðu við þessar aðstæður, þótt það væri gert á grundvelli dómsúrskurða, var brot- ið gegn rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. samnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sbr. lög nr. 62/1994 um mannréttinda- sáttmála Evrópu. Því verður horft framhjá upptökunum við úrlausn málsins,“ segir í dómnum. Hleranir voru brot á rétti HORFT VAR FRAM HJÁ UPPTÖKUM VIÐ ÚRLAUSN MÁLSINS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.