Morgunblaðið - 05.02.2016, Page 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2016
Rómantískur
13.-14. & 20.-21. febrúar, 20.-21. mars
9.990 kr.
fyrir tvo
matseðill
fyrir tvo
O
Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk. | Sími 551 5979 | lebistro.is
Forréttur til að deila
Moules Marnieres (kræklingur)
✶ ✶ ✶
Aðalréttur, val um:
Poulet aux ecrevisses
(kjúklingur með ferskvatnshumri)
Carré d‘agneau en croûte d‘herbes
(grillaður lambahryggur í kryddskorpu)
✶ ✶ ✶
Eftirréttur til að deila
Planche de verrines
(úrval eftirrétta í glösum)
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Framkvæmdastjóri Þörungaverk-
smiðjunnar á Reykhólum segir að
samkvæmt langri reynslu fyrirtæk-
isins séu nýtanleg 20 til 25 þúsund
tonn af þangi í Breiðafirði á hverju
ári. Það er lítið umfram hráefnisþörf
fyrirtækisins. Því sé ekki mikið svig-
rúm fyrir nýja aðila.
Þörungaverksmiðjan hefur verið
starfrækt á Reykhólum í 40 ár. Hún
býr að mörgu leyti við kjöraðstæður,
miklar þangfjörur, jarðhita, hreinan
sjó og mikla reynslu og þekkingu
starfsmanna. Á ýmsu hefur gengið í
rekstrinum á þessum tíma. Fyrir-
tækið er nú að mestu í eigu banda-
ríska fyrirtækisins FMC og Byggða-
stofnunar. Reksturinn gengur vel og
er fyrirtækið ákaflega mikilvægt
fyrir byggðina.
Nú er verið að undirbúa nýja
verksmiðju í Stykkishólmi, sem
verður enn afkastameiri. Þá hyggj-
ast ábúendur á Miðhrauni þurrka
þörunga og hafa komið sér upp bún-
aði til þess.
Leyfi samkvæmt rannsóknum
Sveitarstjórn Reykhólahrepps og
fleiri aðilar hafa varað við hvert
stefnir. Fyrirtækin sem um ræðir
hafa haft samvinnu um að Hafrann-
sóknastofnun skipuleggi og standi að
rannsóknum á stærð þang- og
þörungastofnsins í Breiðafirði og af-
kastagetu. Rannsóknir á þangi hefj-
ast í vor og fyrstu niðurstöður ættu
að liggja fyrir í haust. Stjórnendur
Þörungaverksmiðjunnar hafa lagt
áherslu á það við ráðuneytið að það
grundvalli stýringu á nýtingu auð-
lindarinnar á niðurstöðum rann-
sókna Hafró.
Gamlar rannsóknir bentu til að
milljón tonn af þangi væru í Breiða-
firði. Finnur segir að það segi ekki
alla söguna, lífmassi af nýtanlegu
þangi skipti meira máli. Reynsla
starfsmanna Þörungaverksmiðjunn-
ar sem hafa aflað þangs þar í 40 ár
bendi til að aðeins séu nýtanleg 100
til 120 þúsund tonn. Þörungavinnsl-
an hvíli svæðin að jafnaði í fjögur ár
á milli slátta og þess vegna sé ekki
óhætt að slá nema 20-25 þúsund tonn
á ári. Verksmiðjan aflar allt að 20
þúsund tonna á ári. Svigrúmið fyrir
nýja aðila sé ekki mikið.
Öll framleiðsla Þörungaverk-
smiðjunnar hefur lífræna vottun.
Hún grundvallast meðal annars á
sjálfbærri nýtingu á þangi og þara úr
Breiðafirði. Finnur segir að allar líf-
rænar vottanir verði afnumdar ef
rányrkja verður stunduð á auðlind-
inni.
Nýjar vörur væntanlegar
„Verksmiðjan hér er í stöðugri
endurnýjun og það kallar á fjárfest-
ingar. Jafnframt er unnið að
vöruþróun til að undirbúa framtíð-
ina,“ segir Finnur.
Ekki mikið svigrúm fyrir nýja
Þörungaverksmiðjan á Reykhólum nýtir megnið af þanginu sem vex í Breiðafirði á hverju ári
Framkvæmdastjórinn segir að rányrkja eyðileggi lífræna vottun Samvinna um rannsóknir
Ljósmynd/www.mats.is, Mats Wibe Lund
Reykhólar Þörungaverksmiðjan á Reykhólum og höfnin. Miklar þangfjörur eru þar í kring en hráefni þó sótt víða.
Hafró mun í sumar rannsaka
stærð þangstofnsins í Breiða-
firði og afkastagetu. Á næstu
árum verður þarastofninn síðan
rannsakaður.
Karl Gunnarsson, sjávarlíf-
fræðingur hjá Hafrannsókna-
stofnun, segir að byrjað verði á
því að meta magn þangs. Við
það verði notaðar beinar mæl-
ingar á uppskeru í fjörum og
þáttum sem hafa áhrif þar á.
Einnig verða notaðar gervi-
tunglamyndir og loftmyndir til
að meta heildarflatarmál þang-
breiðanna. Með því að bera
þessi gögn saman á að vera
hægt að áætla magn þangs í
firðinum. Loks verða gerðar
mælingar á vexti þangs eftir
slátt.
Karl segist ekki gera sér
grein fyrir því hvort það stefni í
ofnýtingu þangs og þara. Hann
segir mikilvægt að hags-
munaaðilar hafi sameinast um
rannsóknina. Það sýni að þeir
vilji gera vel. Mikilvægt sé að
kanna þetta vel og stíga varlega
til jarðar.
Afkastagetan
verður metin
BREIÐAFJÖRÐUR