Morgunblaðið - 05.02.2016, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Viðræður hóf-ust á mánu-daginn í Genf
á milli fulltrúa
stjórnarandstæð-
inga og ríkis-
stjórnar Bashars al
Assads Sýrlands-
forseta um það hvernig hægt
væri að koma á vopnahléi í sýr-
lenska borgarastríðinu, sem nú
hefur staðið í nærri því fimm ár.
Viðræðurnar voru vart komnar
af stað þegar Sameinuðu þjóð-
irnar ákváðu að fresta þeim til
loka febrúar og hafði þá lítt þok-
ast áfram.
Það hjálpaði ekki málstað frið-
arins, að stjórnarher Assads
ákvað að hefja stórsókn í kring-
um borgina Aleppo í norðurhluta
Sýrlands stuttu áður en viðræð-
urnar áttu að hefjast. Stjórnar-
herinn hefur, með dyggri aðstoð
rússneska flughersins, náð að ýta
andstæðingum sínum til baka og
meðal annars tekið til baka þorp
og bæi sem hafa verið undir
stjórn uppreisnarmanna síðustu
árin. Þá er herinn mjög nálægt
því að slíta á tengsl Aleppo við
landamæri Tyrklands, þaðan
sem uppreisnarmenn hafa fengið
nauðsynlegan stuðning.
Skiljanlega hefur stjórnarand-
staðan því gert þá kröfu að loft-
árásum Rússa linni undireins og
að stjórnarherinn hætti við sókn
sína. Bandaríkjastjórn og önnur
vestræn ríki hafa tekið undir þá
kröfu. Rússar hafa hins vegar
hafnað því, og segja að þeir muni
ekki láta af loftárásum sínum
fyrr en búið sé að
knésetja hryðju-
verkasamtök á
svæðinu, og vísa þar
meðal annars til
Nusra-fylking-
arinnar, undirsáta
Al Qaeda-samtak-
anna.
Vandinn sem Vesturlönd og
stjórnarandstaðan standa
frammi fyrir er einfaldlega sá, að
Assad og Pútín Rússlandsforseti
hafa litla sem enga ástæðu til
þess að ræða frið, meðan sókn
þeirra er í fullum gangi. Á sama
tíma hafa ríkisstjórnir Vestur-
landa lagt mjög mikla áherslu á
að ná fram vopnahléi, bæði til
þess að hægt verði að stemma
stigu við flóttamannastraumnum
mikla til Evrópu og til að hægt
verði að einbeita kröftunum í að
ráða niðurlögum Ríkis íslams.
Þegar Rússar hófu loftárásir
sínar seint á síðasta ári mátu sér-
fræðingar stöðuna svo, að líklega
myndu þeir geta viðhaldið stöðu
Assads, en ekki mikið meira en
það. Nú er hins vegar að koma á
daginn, að stuðningur Rússa hef-
ur reynst mun þyngri á metunum
en talið var.
Staffan de Mistura, fulltrúi
Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi,
neitar því að viðræðurnar séu að
fara í súginn. Hann segir að við-
ræðurnar séu nú á „könnunar-
stigi“, sem geti varað í allt að sex
mánuðum. Haldi fram sem horfir
er alls óvíst að stjórnarand-
staðan verði í nokkurri samn-
ingsstöðu eftir það langan tíma.
Assad telur sig vera
í sigurstöðu og hef-
ur því lítinn hug á
samningum}
Slegið á friðarvonir
FjárhagurReykjavíkur-
borgar hefur verið í
ólestri, þrátt fyrir
að allir skattar
hennar og gjöld séu
í toppi. Nýlega tilkynntu borg-
aryfirvöld að þau þyrftu að skera
niður í rekstrinum um vel á ann-
an milljarð króna. Góðu frétt-
irnar eru þær, að svo miklu leyti
sem hægt var að skilja útlistun
borgarstjóra, að niðurskurð-
urinn mun ekki bitna á nokkrum
manni. Þannig á að skera niður
um 70 milljónir í mötuneytum
leik- og grunnskóla.
Í fréttum „RÚV“ um málið
sagði: „Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri segir að 70 milljóna
króna hagræðing í mötuneytis-
þjónustu leik- og grunnskóla
borgarinnar þýði aðeins breyt-
ingar í völdum skólum. Ekki eigi
að draga úr gæðakröfum. Þessi
hagræðing er hluti af hagræðing-
artillögu meirihlutans í borg-
arstjórn sem var samþykkt í
gær. Dagur segir að kannað hafi
verið hvaða skólar séu í þannig
stöðu að þeir vilji gera breyt-
ingar á matarmálum.
Dagur borgarstjóri: „Það er
oftast af tvennum
ástæðum, annars
vegar að eldhúsin
séu komin á tíma og
þarf að fara í kostn-
aðarsamar fram-
kvæmdir eða að það hafi einfald-
lega gengið illa að ráða matráða
til starfa og sviðið hyggst vinna
með þessum skólum sem eru
áhugasamir og viljugir til þess að
gera breytingar og treystu sér til
þess að ná hagræðingu án þess
að það gangi á gæðin. Og ég held
að þetta sé einkennandi fyrir til-
lögugerð sviðanna, það er búið að
liggja vel yfir þessu, þetta eru
ábyrgar tillögur sem að nálgast
þjónustuna af þeirri virðingu
sem nauðsynlegt er því að borgin
er auðvitað að sinna mjög mörg-
um mikilvægum verkefnum.“
Morgunblaðið gefur lesendum
sínum kost á að leysa úr þessari
krossgátu og koma fram með til-
lögu að niðurstöðu um hvað þessi
texti kunni að þýða. (Gefið er að
orðið hagræðing er notað í stað-
inn fyrir niðurskurð.) Veitt verða
bókarverðlaun fyrir líklegustu
tilgátuna. (Umhverfis sjálfan sig
80 sinnum á einum Degi eftir Júl-
íus V.)
Danir kalla þetta að
vera með ullarlagð
uppi í sér}
Sparnaðurinn felst m.a.
í ónýtum eldhúsum
E
f kona sætir líkamsárás í tví-
gang, í annað skiptið þegar hún
er barnshafandi og í hitt skiptið
fyrir framan börnin sín, þykir
hæfileg refsing ofbeldismanns-
ins þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og
samtals 600.000 króna skaðabætur til kon-
unnar og barnanna.
Slíkur dómur féll í Héraðsdómi Vesturlands
núna í vikunni og geta áhugasamir lesið hann
og lýsingu á málsatvikum á vefsíðu dómstóls-
ins. Þar má t.d. sjá að maðurinn tók konuna
kverkataki, dró hana á hárinu og steig ofan á
háls hennar þar sem hún lá á gólfi.
Svo það sé nú engum vafa undiropið leikur
enginn vafi á sekt mannsins. Hann játaði
árásirnar og því má líka halda til haga að far-
ið var fram á talsvert hærri skaðabætur fyrir
konuna og börnin hennar.
Margir hafa tjáð sig um þennan dóm á samfélags-
miðlum og finnst sumum hann lítt hæfa brotinu. Und-
irrituð er ekki lögfræðimenntuð og hefur litla þekkingu á
laganna bókstaf og fýsti því að vita við hvers konar brot-
um þessi sama refsing, þriggja mánaða skilorðsbundið
fangelsi, hefur þótt hæfileg.
Við örstutta leit á netinu finnast allnokkrir dómar þar
sem fólki hefur verið dæmd sama refsing fyrir hin marg-
víslegustu brot. T.d. var maður dæmdur í þriggja mán-
aða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir skömmu
fyrir að aka upp að tveimur konum sem voru á gangi og
áttu sér einskis ills von þegar hann tók skyndilega upp á
því að fróa sér undir stýri. Fyrir nokkrum ár-
um var maður dæmdur til sömu refsingar
fyrir að æpa ókvæðisorð að lögreglumanni og
sparka í hann og þá er ekki langt síðan sama
refsing þótti hæfileg fyrir landabrugg.
Í fyrra var maður dæmdur í þriggja mán-
aða skilorðsbundið fangelsi fyrir að þukla á
afturenda unglingspilts og þá þóttu sömu við-
urlög líka hæfileg fyrir að brjótast inn í tvö
sumarhús á Suðurlandi.
Þessi brot eru eingöngu tiltekin hér vegna
þess að hæfileg refsing fyrir þau þótti sú
sama og fyrir brotið sem tilgreint er í upp-
hafi greinarinnar. Í þessari upptalningu eru
ekki öll heimilisofbeldismálin þar sem dæmt
var til sömu, eða vægari refsingar.
Þau eru nefnilega svo mörg.
Mörg sveitarfélög hafa farið í átak gegn
heimilisofbeldi og þá hafa lögregluembætti víðs vegar
um landið skorið upp herör gegn því. Umræða hefur
aukist, þolendur stíga fram og segja sögu sína, það hafa
líka nokkrir gerendur gert og úrræðum fyrir þá hefur
fjölgað. Þá hefur verið fjallað talsvert um heimilisofbeldi
í fjölmiðlum og má í því sambandi nefna stórgóðan
greinaflokk Egils heitins Ólafssonar, blaðamanns á
mbl.is og Morgunblaðinu, sem birtist á mbl.is sumarið
2013.
Þessi viðhorfabreyting virðist þó ekki hafa náð inn í
dómsalina. Þessi tiltekni dómur og aðrir slíkir senda
skýr og einföld skilaboð til þolenda heimilisofbeldis: það
tekur því eiginlega ekki að kæra. annalilja@mbl.is
Anna Lilja
Þórisdóttir
Pistill
Landabrugg = heimilisofbeldi?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Uppgangur lífeyrissjóða-kerfisins hefur verið mik-ill á umliðnum áratugum.Saga Lífeyrissjóðs verzl-
unarmanna, sem fagnar um þessar
mundir 60 ára afmæli sínu, sýnir
þetta vel. Fyrir tæpum 50 árum, árið
1967, náði fyrsti sjóðfélaginn í
Lífeyrissjóði verzlunarmanna
ellilífeyrisaldri. Tveir aðrir bættust
við það sama ár, en þeir urðu ekki
fleiri fyrr en árið 1971 þegar þeim
fjölgaði í ellefu. Til samanburðar voru
lífeyrisþegar hjá sjóðnum á seinasta
ári orðnir 9.192 talsins og fengu þeir
greiddar 7.507 milljónir í ellilífeyri.
Meðaltalsraunávöxtunin yfir
7% undanfarin fimm ár
Lífeyrissjóður verzlunarmanna
var stofnaður 1. febrúar árið 1956 og
fagnar sjóðurinn þeim tímamótum
með margvíslegum hætti á afmælis-
árinu.
Afkoma sjóðsins hefur verið góð
undanfarin ár og þó endanlegar nið-
urstöður fyrir nýliðið ár liggi ekki
fyrir er ljóst að nýliðið ár var sjóðn-
um mjög hagfellt, samkvæmt upplýs-
ingum sem fengust hjá sjóðnum í
gær. Meðaltalsraunávöxtun undan-
farin fimm ár er yfir 7%.
Forsvarsmenn sjóðsins hafa tek-
ið saman ýmsar upplýsingar um sögu
sjóðsins, aðdraganda að stofnun hans
og stöðu lífeyrissjóðsins í tilefni af af-
mælinu. Þar kemur fram að sjóð-
urinn er nú um 580 milljarðar króna
að stærð „og má vænta að á afmælis-
árinu nái hann táknrænni stærð og
hrein eign til greiðslu lífeyris fari yfir
600 milljarða markið,“ segir í grein
sem birt er á vefsíðu sjóðsins. Á síð-
ustu árum hefur sjóðurinn vaxið ár
frá ári. Í árslok árið 2014 var hrein
eign sjóðsins um 509 milljarðar króna
og hafði þá aukist um 12,2% frá árinu
á undan.
Til samanburðar virðist hrein
eign allra lífeyrissjóða landsins, bæði
samtryggingar- og séreignardeilda,
hafa náð 3.300 milljörðum í lok nýlið-
ins árs skv. bráðabirgðatölum Seðla-
bankans og þar með aukist um hátt í
400 milljarða á síðasta ári en í árslok
2014 námu eignir þeirra 2.925 millj-
örðum kr.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna
er næststærsti lífeyrissjóður landsins
og kemur fast á hæla Lífeyrissjóði
starfsmanna ríkisins, sem er stærstur
í eignum talið. Eftir stofnun sjóðsins á
sínum tíma var aðild að lífeyris-
sjóðnum frjáls og gerðust rúmlega
200 manns sjóðfélagar.
Um 150 þúsund manns eiga
réttindi í lífeyrissjóðnum í dag
Í sögulegri upprifjun sjóðsins
kemur fram að sjóðfélögum fjölgaði
hratt og strax á fyrsta starfsárinu
voru þeir orðnir um 700. Í dag eiga
um 150 þúsund manns meiri eða
minni réttindi í sjóðnum, þ.e.a.s. hafa
á einhverjum tíma greitt iðgjöld til
sjóðsins. Eru virkir sjóðfélagar í dag
um 48 þúsund talsins.
Lífeyrisgreiðslurnar hafa aukist
jafnt og þétt samhliða fjölgun lífeyr-
isþega. „Alls voru greiddar 36 þúsund
krónur í ellilífeyri fyrsta árið til
þriggja fyrstu lífeyrisþeganna. Árið
1980 (árið fyrir myntbreytingu þegar
nýkróna varð jafngild 100 gömlum
krónum) voru greiddar 264.876 krón-
ur í ellilífeyri til 183 lífeyrisþega. Árið
2015 voru greiddar 7.507 milljónir
króna í ellilífeyri til 9.192 lífeyris-
þega,“ segir í samantekt sjóðsins.
Greiðslur sjóðsins vega þungt í lífeyr-
isgreiðslum landsmanna. Þannig
námu t.a.m. ellilífeyrisgreiðslur al-
mannatrygginga 41 milljarði kr. á
árinu 2014 en greiðslur lífeyrissjóða
til ellilífeyrisþega voru þá um 66 millj-
arðar.
600 milljarða stærð á
60 ára afmælisárinu?
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Lífeyrir Alls eiga um 150 þúsund manns meiri eða minni réttindi í Lífeyr-
issjóði verzlunarmanna og eru virkir sjóðfélagar í dag um 48 þúsund.
Starfsemi Lífeyrissjóðs verzl-
unarmanna byggðist á kjara-
samningi Verzlunarmanna-
félags Reykjavíkur og
atvinnurekenda sem gerður
var 27. maí 1955. Í yfirlits-
grein á heimasíðu sjóðsins
segir að enn í dag, 60 árum
síðar, er starfsemi sjóðsins
grundvölluð á kjarasamningi
VR og atvinnurekenda auk
laga frá Alþingi sem byggjast
á allsherjarsamkomulagi á
vinnumarkaði. Verzlunar-
mannafélag Reykjavíkur
breyttist árið 1955 úr sameig-
inlegu félagi verzlunareigenda
og starfsmanna í að vera
hreint launþegafélag „… og
tók upp frjálsa samninga við
atvinnurekendur,“ eins og
segir í 30 ára afmælisriti
sjóðsins. Þessir samningar
voru grundvöllur lífeyrissjóðs-
ins. Aðildarskylda að lífeyris-
sjóðum hér á landi var þó ekki
lögboðin fyrr en komið var
fram á áttunda áratuginn.
Byggt á kjara-
samningi
TILURÐ LÍFEYRISSJÓÐSINS