Morgunblaðið - 05.02.2016, Page 27

Morgunblaðið - 05.02.2016, Page 27
mikil og gefandi kona, mun lifa með öllum sem þekktu hana. Það er erfitt að sætta sig við þá ráðstöfun örlaganna að Ragnhild- ur sé farin frá fjölskyldu sinni og ástvinum. Við erum þakklát fyrir að hafa kynnst Ragnhildi og fyrir hennar góða vinskap. Nú er hugur okkar hjá Jóhanni, Maríu, Steini, Erlu, barnabörnunum og ástvin- um hennar öllum. Við færum þeim samúðarkveðjur frá fjölskyldum okkar. Anna og Kjartan, Svana og Jóhann. Okkur Meistarakonur langar til að minnast okkar yndislegu vin- konu, Ragnhildar, með örfáum orðum. Henni kynntumst við fyrir næstum 30 árum þar sem við vor- um að vinna saman eða tengdumst fyrirtækinu „Meistaranum“ á ein- hvern hátt. Við vorum svo lánsam- ar að fá að kynnast þar þessari frá- bæru konu og rifjast upp ótal minningar um allt sem við höfum brallað saman. Allar ógleyman- legu skemmtilegu vínberjaferðirn- ar okkar upp í sumarbústað, á kaffihús, til Spánar eða bara hitt- ingur í heimahúsum, þar sem ávallt var skálað fyrir fegurð okk- ar og framtíð og það var alltaf gaman saman – Ragnhildur sá til þess. Hún var kona framkvæmda og vílaði ekkert fyrir sér. Hvort sem það var að skella sér á tón- leika í útlöndum eða í golfferðir, alltaf var Ragnhildur tilbúin. Þau Jóhann voru miklir gestgjafar og sumarhús þeirra hjóna fyrir aust- an var oftar en ekki samkomustað- ur okkar. Hún minntist oft á það hversu heppnar við værum að eiga hver aðra sem vinkonur, reyndar var hún alltaf sannfærð um að hún væri bara endalaust heppin, sama hvað gekk á í lífsbaráttunni. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum Ragnhildi og vottum fjöl- skyldu hennar og öllum þeim sem eiga um sárt að binda okkar dýpstu samúð.Blessuð sé minning Ragnhildar. Aðalheiður, Heiða, Hjördís, Jóna, María, Sigríður og Steinunn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Vald. Briem) Ljúf, hlý og glaðleg er það fyrsta sem kemur í hugann þegar við minnumst Ragnhildar vinkonu okkar, sem andaðist þriðjudaginn 28. janúar síðastliðinn. Þau hjón, Ragnhildur og Jóhann, hafa átt því láni að fagna, fyrir utan að eiga góða fjölskyldu, að eiga stóran vinahóp. Það eru forréttindi fyrir þá sem hafa notið þess að tilheyra þessum vinahópi að hafa átt þau að sem samferðafólk í lífinu, m.a. átt með þeim ánægjulegar samverustund- ir á Apavatni og víðar sem hluti þess virðulega hóps sem nefnir sig Apagengið. Ragnhildur sýndi samferðafólki hlýju og kærleika og vinum sínum einlæga vináttu. Hún var skemmtileg kona og naut virðing- ar hvar sem hún kom. Við kveðjum þessa kæru vinkonu með söknuði og þökk fyrir samveruna og biðj- um góðan Guð að taka hana í sína arma, en yljum okkur við allar góðu minningarnar. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Við sendum Jóhanni og fjöl- skyldunni okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Gunnar og Jóhanna. Kæra Agga. Þá er þessari baráttu lokið. Eins merkilegt og það kann að virðast þá ert það þú sem ert sigurvegarinn. Ég hef aldrei á minni lífsfæddri ævi kynnst jafn æðrulausri og hugrakkri konu og þér. Ég er stoltur af því að vera frændi þinn. Við erum bræðrabörn og ól- umst upp saman á Patreksfirði. Síðan skildu leiðir þegar fjölskyld- ur okkar fluttust suður og við fór- um hvort sína leiðina í lífinu eins og gengur. Það er svo fyrir rúmum áratug sem sjúkdómur þinn leiðir okkur saman á ný. Í fyrstu virtist allt ætla að ganga vel, en svo fór að bera á vandamálum. Ég man hvað það var sárt að heyra þessar frétt- ir fyrir vestan hér um árið en það kom þó ekki í veg fyrir það að við hjónin og þú og þinn yndislegi eig- inmaður áttum mjög ánægjulega og eftirminnilega stund saman. Upp frá þessu vorum við í mun meira sambandi og fengum meðal annars að sjá handverk þitt sem var einstaklega smekklegt , en húfurnar eru margar hverjar enn í notkun á okkar heimili. Við heimsóttum ykkur í sveit- ina, spiluðum golf og nutum ykkar einstöku gestrisni. Það er svo eft- irminnilegt að hugsa til þess hvað þú varst alltaf glæsileg og vel til höfð og ekki vantaði brosið og glettnina. Allt þetta þrátt fyrir að þú hafð- ir farið í gegnum á þriðja hundrað lyfjagjafir til að berjast við sjúk- dóm þinn. Þú hagræddir lyfjagjöf- unum til þess að taka þátt í lífinu, meðal annars til að fara í ferðir með fjölskyldunni og einhvern tímann baðstu um pásu bara til að upplifa aftur hvernig lífið væri án þess að vera undir áhrifum lyfja. Þú varst einstök hetja, gafst aldrei upp og ég held að viljastyrkur þinn hafi hjálpað þér meir en margt annað. Kæri Jói og fjölskylda, ég vona að minning ykkar um frábæra konu eigi eftir að styrkja ykkur í sorginni. Besta Agga, takk fyrir að vera sú fyrirmynd sem þú varst. Blessuð sé minning þín. Jens Kjartansson. Ragnhildur hóf störf sem gjald- keri hjá Landhelgisgæslu Íslands í byrjun janúar 2001 og tók þá við ómótuðu starfi innan Landhelgis- gæslunnar. Frá fyrsta degi kom fram hennar ómælda hjálpsemi, glaða viðmót og hlýja. Gestrisni Ragnhildar var engu lík og þau eru mörg skiptin sem samstarfs- félagarnir fengu að njóta hennar, m.a. í yndislegu sumarhúsi þeirra hjóna. Ef eitthvað bjátaði á, eða ef gleðistundir voru framundan í lífi samstarfsfélaganna, var Ragn- hildur fyrst allra til að bjóða fram aðstoð sína með bros á vör og af þeirri natni og kostgæfni sem ein- kenndi hana. Ragnhildur tókst á við allar áskoranir með jákvæðni og æðru- leysi óháð viðfangsefninu. Endur- speglaðist þetta ekki síst í veikind- um hennar en vegna þeirra varð Ragnhildur að láta af störfum hjá Landhelgisgæslunni fyrri part árs 2008. Hún var þó ávallt ein af okkur og hélt góðu sambandi við vinnu- félagana og vinnustaðinn. Ragn- hildur var stolt af því að vinna hjá Landhelgisgæslunni og við erum stolt af því að hafa notið þeirra for- réttinda að fá að kynnast henni, starfa með henni og halda í heiðri það viðhorf sem Ragnhildur hafði til lífsins. Það er alltaf pláss í samkvæm- isbókinni sagði hún gjarnan þegar til tals kom að hitta okkur sam- starfsfélagana og gleðjast saman. Að njóta var hennar aðalsmerki. Við þökkum kærri vinkonu samfylgdina og sendum aðstand- endum okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Ragnhildar Magnúsdóttur. Fyrir hönd samstarfsfélaga hjá Landhelgisgæslu Íslands, Georg Kristinn Lárusson. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2016 ✝ Viðar Daníels-son bygginga- meistari fæddist í Saurbæ í Eyja- fjarðarsýslu 3. apríl 1942. Hann and- aðist á heimili sínu 19. janúar 2016. Foreldrar Viðars voru Daníel Svein- björnsson og Gunn- hildur Kristinsdótt- ir frá Saurbæ. Alsystkin Viðars eru Kol- brún Daníelsdóttir, f. 1936, d. 2010, Hilmar Daníelsson, f. 1937, d. 2016, Arnar Daní- elsson, f. 1939, Sveinbjörn Daníelsson, f. 1941, María Daníelsdóttir, f. 1944, Víkingur Daníelsson, f. 1946, Valur Daní- elsson, f. 1947, og Ragnar Daníelsson, f. 1952. Viðar lætur eft- ir sig fimm upp- komin börn: Bjarna Viðarsson, f. 1961, Kömmu Viðarsdóttur, f. 1963, Arnar Inga Viðarsson, f. 1984, Önnu Sóleyju Við- arsdóttur, f. 1986, Ásdísi Maríu Við- arsdóttur, f. 1993. Barnabörnin eru tvö: Lilja Bjarnadóttir, f. 1986, og Elín Bjarnadóttir, f. 1995. Útför Viðars fer fram frá Lindakirkju í dag, 5. febrúar 2016, og hefst athöfnin klukk- an 13. Jarðsetning fer fram frá Saurbæjarkirkju í Eyjafirði laugardaginn 6. febrúar 2016 klukkan 15. Nú þegar elsku pabbi minn hefur kvatt þennan heim er gott að minnast allra góðu áranna okkar í Svíþjóð. Þangað fluttum við fjölskyldan þegar ég var sex ára. Þið mamma voruð ung og vinmörg og það var alltaf líf og fjör í kringum ykkur. Þið voruð dugleg að ferðast og skoða skemmtilega staði með mér. Við fórum m.a. saman í tí- voli, Skansinn og að spila keilu og stundum fórum við líka á skemmtilega tónleika. Margar ferðir fórum við líka heim til Ís- lands að heimsækja fjölskyldurn- ar og vini okkar. Skoðunarferðir um landið heilluðu okkur og oft var mikið fjör og gaman. Þú varst allaf svo hress, kátur og uppátækjasamur, elsku pabbi minn, þess vegna var alltaf gam- an með þér. Eftir að við fluttum heim til Ís- lands og aðstæður breyttust héldum við góðu sambandi og ég var alltaf velkomin til þín. Síðustu árin voru þér erfið en alltaf barstu þig vel og aldrei kvartaðir þú þótt ég vissi að þér liði ekki alltaf vel. Ég kveð þig nú með djúpan harm í hjarta, þú hefur lagt af stað þín hinstu spor. Til himnaföður liggur leið þín bjarta, liðnar þrautir, aftur komið vor. (Rúna) Hvíldu í friði, elsku pabbi minn, ég mun alltaf sakna þín. Þín dóttir, Kamma. Fyrir tveimur áratugum kynntust tvær litlar hnátur í leik- skólanum Hólaborg í Breiðholti. Þær bundust hreinum tryggða- böndum sem halda enn. Önnur var Dagný Lóa, yngst í okkar fjölskyldu, hin var Ásdís María Viðarsdóttir Daníelssonar. Vinátta þeirra smitaði fljót- lega hina fjölskyldumeðlimina. Börnin voru á svipuðum aldri í sama skóla og leikskóla, mæð- urnar áttu skap saman og lík áhugamál og fjölskyldufeðurnir sömuleiðis. Áður en varði voru Fýlshólar 8 reglulegur viðkomustaður okkar og sömuleiðis heimilið okkar þeirra. Samveran náði fljótlega út fyr- ir heimili, við vorum saman á ferðalögum, í veiðiferðum, fé- lagsstörfum og menningarmál- um. Við munum Noregsferðina miklu þegar við, tvenn hjón með tveimur litlum stelpum og fimm unglingum á mismunandi gelgju- stigum, fórum í siglingu til Fær- eyja og Noregs og lentum í mörg- um ævintýrum og veiðiferðina í Soginu sem fékk svo eftirminni- legan endi. Þegar maður byrjar að rifja upp er af mörgu að taka. Viðar var umsvifamikill og fyr- irferðarmikill maður á þessum árum. Hann stóð í stórræðum í sínu fyrirtæki og hafði mikið und- ir. Heimilið og fjölskyldan var honum alger kjölfesta og það leyndi sér ekki hversu stoltur hann var af henni og þakklátur að eiga hana. Viðar var höfðingi heim að sækja, alltaf hjálpsamur, glaðleg- ur og jákvæður og óþolandi stríð- inn stundum. Fann upp „sæmd- arheiti“ á okkur sem ekki alltaf féllu í góðan jarðveg og verða ekki rifjuð upp hér. Hávaxinn og hávær gat hann hvekkt Dagnýju litlu stundum, en bætti upp fyrir það þegar hann gaf henni og Ás- dísi eins skvísuföt sem þær gætu skartað í leikskólanum. Þessi ævikafli endaði svo skjótt þegar Viðar veiktist alvar- lega og náði aldrei fullri heilsu aftur. Áfallið var mikið og breytti tilveru hans og fjölskyldunnar til frambúðar. Allt í einu var fótun- um kippt undan þeim og nú þurfti að móta framtíðina á nýjum for- sendum. Samskipti okkar við Viðar breyttust óhjákvæmilega líka og tóku á sig aðra mynd, en eitt breyttist aldrei; óbilandi vinátta og velvild hans í okkar garð var alltaf söm við sig og þótt hann hefði marga hildi háð um ævina bar aldrei á biturð eða reiði. Glað- legur kvaddi hann í síðasta sím- talinu fyrir skemmstu þegar næsta spilakvöld var til umræðu. Við teljum það heiður að mega í dag fylgja Viðari Daníelssyni hinstu skrefin og mega kveðja hann sem kæran vin. Í sorg minnumst við hans með virðingu og þakklæti fyrir alla vináttu og vinsemd, greiðvikni og rausn, hlátursköst og trúnaðarsamtöl, fyrir ómetanlegar og stundum óborganlegar samverustundir. Öllum ættingjum og ástvinum Viðars, Kömmu, Bjarna og Sæ- unni, vottum við samúð. Ásdís María, Anna Sóley og Arnar Ingi, þið eruð hluti af heil- um kafla í sögu okkar fjölskyldu. Í þeim kafla er pabbi ykkar óað- skiljanlegur miðpunktur og gleðigjafi. Við munum geyma, og aldrei gleyma, hann í hjörtum okkar og sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Gry, Kristján, Dagny, Bára, Nils og Astrid. Viðari Daníelssyni var skemmtilega lýst í dánartilkynn- ingu frá fjölskyldu hans, sem byggingameistara, höfðingja, heiðursmanni og húmorista. Já, það er ekki erfitt að hlaða Viðar lofi. Hér var einstakur maður á ferð. Við félagarnir kynntumst Viðari árið 1990. Hann var þá al- kominn frá Svíþjóð þar sem hann hafði alið manninn og starfað í byggingariðnaði. Þá var tappinn kominn í flöskuna, eins og hann orðaði það sjálfur. Viðar var einstaklega afkasta- mikill verktaki á árunum eftir 1990, byggði fjölda íbúða, skrif- stofubygginga, brýr og fleira. Hann var einn af umsvifamestu byggingameisturum landsins og standa minnisvarðar hans víða um land. Það má þó segja að Kópavogurinn hafi verið heima- völlur hans. Íþróttafélög bæjar- ins nutu m.a. góðs af örlæti Við- ars. Fjölmargar sögur eru til um örlæti hans. Hann var þekktur fyrir þá sanngirni sem hann sýndi ávallt þeim sem keyptu af honum íbúðir. Þegar fólk átti í erfiðleikum með að láta enda ná saman við fasteignakaupin voru dæmi um að hann felldi einfald- lega niður eftirstöðvar kaup- verðsins. Hann sagði okkur fé- lögunum að sér þætti óborganlegt að sjá undrunar- svipinn á kaupendum þegar hann tilkynnti þeim þetta. Þannig var bara Viðar. Peningar skiptu hann litlu máli. Viðar varð engu að síður fyrir áföllum í lífinu. Bakkus laut reyndar í lægra haldi fyrir hon- um snemma á lífsleiðinni en fyrir rúmum áratug fékk Viðar alvar- legt heilablóðfall. Hann náði því miður aldrei fullri heilsu eftir það. Við félagarnir höfum síðustu ár haft það fyrir sið að fara með Viðari út að borða. Það voru ómetanlegar stundir. Kappinn var í „essinu sínu“, óþreytandi að segja sögur frá fyrri tíð, sem voru margar hverjar ansi skrautlegar. Við félagarnir kveðjum mikinn öðling með söknuði og vottum fjölskyldu hans samúð okkar. Elvar Guðjónsson, Jón Gunnarsson, Jónas Ólafsson. Góður vinur minn og einstakur höfðingi, Viðar Daníelsson bygg- ingaverktaki, hefur gengið á fund feðra sinna. Að honum er mikil eftirsjá því hann var gleðigjafi og umfram allt einstaklega hjarta- hlýr maður. Hann var ekki hár til hnésins þegar hann fór að gera gagn í sveitinni og kom snemma fram að drengurinn var kjarkað- ur og duglegur til allra verka. Viðar var sem kallað er sannkall- að athafnaskáld, enda ímyndun- arafl hans svo hraðvirkt að hann þurfti ekki nema ganga út fyrir dyr að kvöldlagi og þegar hann kom aftur voru hugmyndir hans orðnar stórum auðugri en áður, rétt eins og gerðist í ævintýrun- um í Þúsund og einni nótt. Baróninn á Hvítárvöllum, sem á sínum tíma kynntist þjóðskáld- inu Einari Benediktssyni, sagði að það hefði verið gaman að fljúga með Einari. Ef Viðar hefði verið samtímamaður þeirra hefði hann með sínu kompaníi og til- leggi gert slíkt flug enn tilkomu- meira og þeir farið með himin- skautum, en um leið væri það tryggt að meira hefði orðið úr framkvæmdum. Kynni okkar Viðars urðu fyrir rúmum aldarfjórðungi í Búnað- arbankanum í Garðabæ, hann viðskiptamaður og ég starfsmað- ur. Þar sem maðurinn var ódeig- ur til athafna, langt umfram það sem við þekktum, fóru skoðanir hans og bankans ekki alltaf sam- an og var ekki laust við að hann ætti erfitt með að setja sig í spor manna með slík merarhjörtu sem bankamenn báru í barmi sér. En örlítill skoðanamunur kom þó ekki í veg fyrir góð samskipti og skemmtileg, enda var Viðar húm- oristi er kunni vel að skilja á milli þess sem einhverju skipti og hins sem var bara sparðatíningur. Misgáfulegar antignanir okkar bankamanna höfðu ekki minnstu áhrif á Viðar, ekki frekar en hann hefði orðið fyrir driti úr kríu. Hann hélt sínu striki og var áður en af vissi í ani við að finna upp betri aðferð til að byggja í dag en í gær. Athafnasemi og dugnað Viðars má nú víða merkja í þeim fjölda bygginga sem hann reisti í gegn- um tíðina hér og þar, þótt hann hafi verið mikilvirkastur í Kópa- vogi þar sem Byggingafélagið Viðar ehf. reisti fjölda stórhýsa og jafnvel heilu hverfin. Þótt Viðar hafi verið öflugur athafnamaður átti hann sér miklu stærri vettvang þar fyrir utan, því fjölskyldan skipaði þar fyrsta sæti og hann kunni vel að gleðj- ast í vinahópi. Viðar var mikill laxveiðimaður svo viðbrugðið var og ferðamaður og ökumaður með afbrigðum á meðan hann var og hét. Áberandi í fari þessa góða manns var hvað hann var útbær á alla liðveislu við þá sem minna máttu sín og hvað honum var eðlilegt að umgangast alla eins. Samskipti okkar Viðars urðu engu minni eftir að hann dró sig í hlé vegna veikinda sinna, en allt til hins síðasta var hugurinn sam- ur og við áttum löngum góð sam- töl um stórframkvæmdir sem ég þykist vita að bíða hans á nýjum lendum. Við Þórunn þökkum Viðari samfylgdina og vottum fjölskyldu hans innilega samúð. Árni Emilsson. Kæri frændi. Ég vil hér í fáein- um orðum fá að kveðja þig hinsta sinni. Leitt er til þess að vita að geta ekki framar hist eða heyrst, spjallað um Saurbæ, ættarmótin, börnin, tónlist og fleira. Vissu- lega hafði heilsunni hrakað síð- ustu árin eftir áföllin sem á höfðu dunið. En þú reyndir að láta það ekki á þig fá, gerðir þitt besta úr því sem komið var. Við fráfall þitt og Hilmars bróður þíns brjótast ósjálfrátt fram ótal dýrmætar minningar úr sveitinni hjá afa og ömmu, sveitinni okkar, fyrrum stórbýl- inu Saurbæ í Eyjafirði. Heyskap- ur, sækja kýrnar, mjaltir, moka flórinn, leikir í kirkjugarðinum, íþróttir á Hólmunum, Leynings- hóladagar, böll í Sólgarði, heim- sóknir til Benna á Hálsi og margt fleira. Það er okkar, sem eftir sitjum, að varðveita og hlúa að þessum minningum og ættar- böndunum og þið getið treyst því að við munum gera okkar besta til þess. Saurbær tengir okkur öll órjúfanlegum böndum. Sjálfur er ég nokkuð viss um það að þar hefðir þú viljað dvelja um alla ei- lífð. Kveðja þessi er einnig ætluð Hilmari bróður þínum og að- standendum hans. Saman farið þið nú á fund mömmu, Gunnýjar, Danna, Jónda og afa og ömmu í Saurbæ. Og þá verður nú aldeilis kátt á himnum … Bragi Sig. Viðar Daníelsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horn- inu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.