Morgunblaðið - 05.02.2016, Qupperneq 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2016
✝ Kristján Árna-son fæddist 25.
apríl 1933 á Jódís-
arstöðum í Öng-
ulsstaðahreppi,
Eyjafirði. Hann lést
23. janúar 2016 á
deild 11 E, Land-
spítalanum við
Hringbraut.
Foreldrar hans
voru hjónin Árni
Friðriksson verk-
stjóri á Akureyri, f. 17. júlí 1902,
d. 14. janúar 1993, og Elín Krist-
jánsdóttir húsfreyja, f. 8. sept-
ember 1899, d. 25. júlí 1983. Þau
slitu samvistir. Seinni kona
Árna var Ingunn Elísabet Jóns-
dóttir, f. 8. janúar 1910, d. 7.
september 2005.
Alsystur Kristjáns, sam-
mæðra, eru Rósa, f. 11. desem-
ber 1929, og Svanhildur, f. 25.
apríl 1933. Hálfsystkini, sam-
feðra, eru Kolbrún, f. 24. júlí
1939, Ólöf og Friðrik, f. 29. sept-
ember 1941, Kári, f. 25. febrúar
1944, og Einar, f. 14. nóvember
1947.
Maki 17. nóvember 1973:
Ragnheiður Sigurbjörg Ísaks-
dóttir hjúkrunarfræðingur, f.
20. júní 1941. Foreldrar hennar
voru hjónin Ísak Jónsson skóla-
stjóri í Reykjavík, f. 31. júlí
1898, d. 3. desember 1963, og
1962, prófi í loftsiglingafræði
1964 og öðlaðist flugstjóraskír-
teini 1977. Hann var flugmaður
hjá Norðurflugi á Akureyri
sumrin 1963 og 1964 og hjá Bra-
athens SAFE í Osló, Noregi
sumrin 1967 og 1968.
Hann stundaði nám við The
British Institute of Engineering
Technology 1951-64 og tók inn-
tökupróf í háskóla 1966. Lauk B.
Tech.-prófi í flugvélaverkfræði
frá Loughborough University of
Technology í Bretlandi 1970.
Kristján var flugmaður hjá
Loftleiðum hf. 1970-71 og verk-
fræðingur hjá Blikksmiðjunni
Vogi í Kópavogi 1971-73. Rak
eigin verkfræðistofu frá 1973 og
var jafnframt flugmaður hjá
Loftleiðum hf. og síðar Flug-
leiðum hf. 1973-86 og flugstjóri
hjá Flugleiðum hf. frá 1986-96.
Var verkfræðingur hjá Varma-
verki ehf. í Hafnarfirði 1997-
2003. Hann átti sæti í stjórn
Svifflugfélags Akureyrar 1953-
54 og í stjórn Verkfræðinga-
klúbbsins 1973-74. Hann var
fulltrúi í öryggisnefnd FÍA
1981-85, var í stjórn Flugsmíða
frá 1991 og Technical Counsell-
or frá 2001.
Kristján hannaði sjálfur tvær
flugvélar og smíðaði frá grunni.
Fyrri flugvélin er á Flugsafni Ís-
lands á Akureyri en hin er í
Reykjavík.
Útför Kristjáns fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 5. febrúar
2016, klukkan 13.
Sigrún Sigurjóns-
dóttir kennari, f. 1.
desember 1913, d.
26. október 1978.
Systkini
Ragnheiðar eru
Gylfi, f. 7. júlí 1938,
Andri, f. 14. nóv-
ember 1939, d. 6.
ágúst 2005, El-
inborg Sigrún, f.
23. september
1944, og Sigurjón
Páll, f. 27. ágúst 1950.
Börn Kristjáns og Ragnheið-
ar eru: 1) Anna Margrét, matar-
tæknir, f. 5. október 1974. 2)
Elísabet, félagsráðgjafi, f. 29.
janúar 1977, sambýlismaður
hennar er Páll Jónbjarnarson
líffræðingur, f. 10. september
1975, synir þeirra eru Bjarki
Freyr, f. 9. júní 2010, og Baldur
Rafn, f. 13. maí 2013. 3) Árni,
MA í tónlist frá Tokyo Univers-
ity of the Arts, f. 6. október
1981.
Kristján ólst upp í Eyjafirði,
lengst af á Jódísarstöðum. Að
loknu gagnfræðaprófi 1949 fór
hann í iðnnám, tók sveinspróf í
rennismíði 1953 og fékk meist-
arabréf 1956. Síðan fylgdi
sveinspróf í ketil- og plötusmíði
1957. Hann lærði svifflug hjá
Svifflugfélagi Akureyrar og
lauk atvinnuflugmannsprófi
Nú er komið að kveðjustund
og það er svo margs að minnast í
fari föður okkar og samveru-
stunda við hann.
Faðir okkar bjó yfir ein-
stökum frásagnarhæfileikum.
Þegar við hugsum til baka þá
eru frásagnirnar ennþá skýrar
og ljóslifandi og mjög eftir-
minnilegar. Hann hafði ferðast
mikið í störfum sínum og með
fjölskyldunni. Hann fór meðal
annars í pílagrímaflug til Afríku
og hafði því frá mörgu að segja.
Þau eru mjög eftirminnileg öll
ferðalögin sem við fórum í sam-
an fjölskyldan, meðal annars í
æsku okkar þegar það var dags-
ferð að fara frá Reykjavík norð-
ur í Eyjafjörðinn fagra. Þar
hafði hann alist upp og átti þar
margt skyldfólk. Faðir okkar
naut þess að sýna okkur æsku-
slóðirnar og það sem fyrir augu
bar. Hann fann fallega staði á
leiðinni þar sem við námum
staðar, settumst út og gæddum
okkur á nestinu saman.
Hann var mikill fjölskyldu-
maður og var alltaf reiðubúinn
að aðstoða okkur. Það var auð-
velt að leita til föður okkar.
Hann var með góða nærveru,
kunni virkilega að njóta augna-
bliksins og sinnti áhugamálum
sínum allt til loka.
Við minnumst föður okkar
með hlýju og aðdáun.
Elísabet Kristjánsdóttir
og Anna Margrét
Kristjánsdóttir.
Mágur minn, Kristján Árna-
son, fæddist árið 1933 á Jódís-
arstöðum í Eyjafirði. Á uppvaxt-
arárum hans var Flugfélag
Akureyrar stofnað, 1937, sem
síðar var flutt til Reykjavíkur og
hét þá Flugfélag Íslands, 1940.
Þegar Kristján var 11 ára var
annað flugfélag stofnað, Loft-
leiðir hf. Fyrst var starfsemin
innanlands, en brátt bættist
millilandaflug við. Saga flugsins
næstu ár var saga landvinninga
og sigra og er skiljanlegt að ung-
ur og efnilegur piltur hafi hrifist
með og alið með sér drauma um
að taka þátt í ævintýrinu. Leið
Kristjáns að fluginu var samt
frekar óvenjuleg, fyrst með
námi í renni- og plötusmíði en
einnig nam hann flugvélaverk-
fræði í bréfaskóla og síðan við
tækniháskóla í Bretlandi. Hann
varð flugvélaverkfræðingur
1970. Jafnhliða lærði hann flug,
bæði svifflug og vélflug, tók
einkaflugmannspróf 26 ára og
atvinnuflugmannspróf þremur
árum síðar. Starfsferill hans var
síðan allur meira og minna
tengdur flugi, bæði hér heima og
erlendis, m.a. tvö sumur hjá
Braathens SAFE í Ósló. Lengst
starfaði hann hjá Loftleiðum og
Flugleiðum og flaug bæði innan-
lands og stærstu vélum milli
landa. Hann fékk flugstjóraskír-
teini 1977. Hann var ötull að
bæta við sig þekkingu og hygg
ég að leitun hafi verið að manni
hér á landi sem hafði jafn víð-
tæka reynslu og þekkingu á mál-
efnum tengdum flugi. Þar var
Kristján réttur maður á réttum
stað. Ég fylgdist að vísu aldrei
með honum fljúga en flugmanns-
hugarfarið kom t.d. fram í því
hvernig hann ók bíl – það gerði
hann varlega og fór vel eftir öll-
um reglum.
Kristján var iðjusamur maður
og handlaginn með afbrigðum.
Hann kom sér upp aðstöðu úti á
Reykjavíkurflugvelli og hóf í
tómstundum að smíða eigin flug-
vél sem hann hannaði og smíðaði
nánast frá grunni. Þar bar hand-
bragðið meistaranum vitni og ef-
laust hefur honum nýst þar
fyrra smíðanám sitt. Um sjötugt
hóf hann smíði á annarri vél,
samkvæmt eigin hönnun, sem
hann og þau hjónin bæði flugu á
víða um land á góðviðrisdögum.
Kristján var félagi í Experimen-
tal Aircraft Association og til að
fylgjast með því sem var að ger-
ast í faginu fóru þau hjón oft á
flugsýningar á vegum félagsins í
Oshkosh í Wisconsin í Banda-
ríkjunum og eignuðust þar góða
kunningja.
Kristján barðist í mörg ár við
krabbamein sem lengi vel tókst
að halda niðri með lyfjum. Var
hann lengst af ótrúlega hress
miðað við aðstæður, sinnti
áhugamálum sínum og fór reglu-
lega út á flugvöll að hitta kunn-
ingjana. Sá frábæri stuðningur
sem hann fékk hjá konu sinni
létti honum átökin við sjúkdóm-
inn.
Allt frá því að þau Björg syst-
ir mín og Kristján stofnuðu
heimili 1973, hef ég verið tíður
gestur hjá þeim og átt þar marg-
ar ánægjustundir. Kristján var
prúðmenni í framkomu og hafði
góða lund. Hann var fremur hlé-
drægur í viðkynningu, en hafði
þó sínar skoðanir á hlutunum,
sagði vel frá og lumaði á góðri
kímnigáfu. Þó að fráfall Krist-
jáns hafi ekki komið á óvart er
nú skarð fyrir skildi. Vil ég að
leiðarlokum þakka ánægjuleg
kynni og votta fjölskyldunni
innilega samúð.
Sigurjón Páll Ísaksson.
Fyrir 20 árum var ég staddur
á flugvellinum á Hornafirði eftir
vinnuferð. Ég beið eftir að vera
kallaður um borð og sé þá flug-
manninn Kristján Árnason, mág
minn, á gangi kring um flugvél-
ina hugandi að hreyflunum og
öðrum búnaði. Þar var Kristjáni
rétt lýst, hann notaði tímann áð-
ur en hann færi í flugstjórnar-
klefann til að gáta búnað vél-
arinnar.
Þegar Kristján kom inn í fjöl-
skyldu okkar man ég eftir að
okkur fannst mikið til um hve
fjölbreytta menntun hann hafði
en hann var rennismiður, plötu-
smiður, flugvélaverkfræðingur
og flugmaður. Flugmennskan
varð aðalstarf hans en jafnframt
var hann í aukastarfi hjá verk-
fræðistofu og tók við verkefnum
sem bárust honum.
Þegar hann hætti flug-
mennskunni fyrir aldurs sakir
réðst hann til fyrirtækisins
Varmaverks. Þar gerði hann sér
lítið fyrir á „gamals aldri“ og
lærði á teikniforritið Autocad
sem margir yngri verkfræðingar
kunna. Það kom sér svo vel þeg-
ar Kristján hætti þar störfum
sjötugur að aldri, að hann gat
notað þetta forrit til að hanna
íhluti í flugvélina sem hann var
að smíða vestur í flugskýlinu
sínu. Þangað lagði hann reglu-
lega leið sína meðan hann hafði
krafta til, ekki síst til að hitta fé-
lagana og drekka með þeim
kaffi.
Kristján hannaði og smíðaði
tvær flugvélar. Sú fyrri er nú á
Flugsafni Íslands á Akureyri.
Þeirri seinni flaug hann um loft-
in blá m.a. til að viðhalda flug-
réttindum og bauð þá eiginkon-
unni, Björgu systur, í flugferð.
Þau skruppu til Vestmannaeyja
eða Akureyrar og fengu sér kaffi
í flugstöðinni áður en þau sneru
heim. Þessar flugvélar smíðaði
Kristján alfarið sjálfur og setti
aðkeyptan búnað í þær.
Kristján var mjög handlaginn
og góður smiður og komu þeir
hæfileikar sér vel fyrir okkur
fjölskylduna þegar þurfti að fara
í húsabætur á ættarjörðinni
Ingveldarstöðum í Hjaltadal. Ég
man eftir þremur framkvæmda-
ferðum með honum. Í þeirri
fyrstu, ári eftir brúðkaup Bjarg-
ar og Kristjáns, unnum við heila
helgi og alla síðustu nóttina en
sváfum svo fram að hádegi áður
en við Kristján flugum suður frá
Sauðárkróksflugvelli á mánu-
dagseftirmiðdag. Kristján og
Sigurjón Páll stunduðu smíðarn-
ar, ég var meira handlangari og
kokkur. Kristján var sá eini okk-
ar sem kláraði sitt verkefni, ein-
angrun forstofunnar, á tilsettum
tíma, en Sigurjón Páll varð eftir
til að ljúka því sem við bræður
áttum eftir. Ári síðar þurfti að
smíða opinn eldhússkáp úr lökk-
uðum listum sem Kristján og
konan mín negldu hvern ofan á
annan þar til fullri skápdýpt var
náð.
Gaman var að fylgjast með
því hvernig skápurinn tók smám
saman á sig mynd og að lokum
settu þau Kristján skrautkopar-
nagla á öll samskeyti og verkinu
var lokið.
Að síðustu man ég eftir fram-
kvæmdaferð norður fyrir 1990
sem margir tóku þátt í. Verkefni
Kristjáns var að setja nýjar þak-
rennur. Til að vera öruggur um
að allt væri rétt hringdi hann í
Björgu, en leiðbeiningarnar
höfðu orðið eftir á Háaleitis-
brautinni. Björg las fyrir hann
leiðbeiningarnar og Kristján
lauk við þakrennurnar. Hóglátur
heiðursmaður hefur kvatt okkur.
Gylfi Ísaksson.
Kristján Árnason
Við kynntumst
Braga og konu
hans Sonju í
gönguferðum um
Hornstrandir. Í meira en áratug
fór góður hópur saman í göngur
hvert sumar á vegum FÍ undir
fararstjórn Guðmundar Hall-
varðssonar. Það varð til nokkur
fastur kjarni sem fór sumar eftir
sumar á þessar slóðir. Bragi og
kona hans voru í þessum hópi og
eftir andlát Sonju hélt Bragi
áfram að ganga með hópnum.
Margs er að minnast úr þessum
ferðum og það sem kemur fyrst í
hugann er hvað Bragi hafði góða
nærveru og var alltaf hjálpsam-
ur. Hann var ekki margorður en
alltaf léttur í skapi. Hann hafði
mjög fágaða framkomu og
minnti helst á hefðarmann. Það
sást aldrei kusk eða ló á Braga
Bragi Óskarsson
✝ Bragi Ósk-arsson fæddist
27. mars 1935.
Hann lést 23. jan-
úar 2016.
Útför Braga fór
fram 29. janúar
2016.
og oft var hann
spurður hvort hann
væri í nýjum skóm
því ekki sá á þeim
þó gengið hefði ver-
ið um óslétt og úfið
gönguland í mis-
jöfnum veðrum.
Þegar í náttstað var
komið var hann sá
sem sá um að grilla
og grillolían var þá
ekki langt undan.
Þá var oft glatt á hjalla. Allt lék
í höndum hans sem kom að góð-
um notum þegar dytta þurfti að
ýmsu sem laga þurfti. Síðar
nýtti hann þessa hæfni sína í út-
skurði þar sem hann skar út
karla sem báru mjög sterk kar-
aktereinkenni og kom þar í ljós
listfengi hans.
Við minnumst góðra stunda
með Braga úr mörgum helgar-
ferðum, vor- og haustferðum og
þökkum fyrir samfylgdina. Við
sendum börnum hans og fjöl-
skyldu innilegar samúðarkveðj-
ur. Blessuð sé minning Braga
Óskarssonar. Fyrir hönd göngu-
hópsins,
Ólöf Sigurðardóttir.
Í dag, föstudag-
inn 5. febrúar, fylgi
ég henni Löllu
minni síðasta spölinn og það er
sárt að hún skyldi ekki fá lengri
tíma hér á jörð, það var svo margt
sem við ætluðum að gera, fara út í
eyjuna mína Emburhöfða, við
ætluðum saman í borgarferð,
einnig ætlaði hún að vera hér hjá
mér á Kirkjulandi. Þannig er það
með lífið, það er ekkert sjálfgefið
að vakna á hverjum morgni, eins
er það ekki sjálfgefið að eiga góða
vini. Guðlaug eða Lalla eins og
hún var alltaf kölluð kom inn í líf
mitt þegar við byrjuðum báðar í
FB árið 1979 og ég vann sko
sannarlega í vinkonulottóinu því
það var aldrei leiðinlegt að vera í
návist hennar, hún var alveg
ótrúlega skemmtileg manneskja,
trygg og trú sínum. Hún var opin
og ófeimin, annað en ég, og
kannski þess vegna smullum við
svona vel saman. Lalla var með
duglegri manneskjum sem ég
þekki og ekki kvartaði hún þótt
hún væri mikið veik, hún hafði
meiri áhyggjur af öðrum í kring-
um sig. Við Lalla mín vorum mikl-
ar vinkonur alla tíð og það breytt-
ist ekkert þótt ég hefði flutt til
Vestmannaeyja árið 1984 enda
vorum við duglegar að viðhalda
og varðveita vináttu okkar. Við
vorum duglegar að fara í sum-
arbústaðaferðir með fjölskyldum
okkar og þannig tengdust börnin
okkar vináttuböndum, sem er svo
ómetanlegt. Vináttu þína, elsku,
elsku Lalla mín, mun ég varðveita
í hjarta mér alla tíð þar til minn
tími er kominn og við hittumst á
ný og tökum upp prjónana og
Guðlaug Hrönn
Björgvinsdóttir
✝ Guðlaug HrönnBjörgvins-
dóttir fæddist 29.
október 1963. Hún
lést 26. desember
2015.
Útför Guðlaugar
fór fram 5. janúar
2016.
prjónum og tölum
endalaust eins og
okkar var vani.
Það má svo sem
vera
að vonin ein
hálf veikburða sofni
í dá.
Finnst vera eitthvað
sem íþyngir mér
en svo erfitt í fjar-
lægð að sjá.
Það gilda má einu
hvort ég áleiðis fer
eða staldra hér ögn við og bíð.
Þótt tómið og treginn
mig teymi út á veginn.
Ég veit ég hef alla tíð
verið umvafin englum
sem að vaka hjá.
Meðan mannshjörtun hrærast
þá er huggun þar að fá.
Þó að vitskert sé veröld
þá um veginn geng ég bein
því ég er umvafin englum
aldrei ein – aldrei ein.
Svo endalaus ótti
við allt sem er
og alls staðar óvini að sjá.
Veðrin svo válynd
og víðáttan grimm.
Ég vil fría mig skelfingu frá.
Í tíma og rúmi
töfraorðin mín
og tilbrigðin hljóma svo blíð.
Líst ekki að ljúga
mig langar að trúa
að ég hafi alla tíð
verið umvafin englum
sem að vaka hjá
meðan mannshjörtun hrærast
þá er huggun þar að fá.
Þó að vitskert sé veröld
þá um veginn geng ég bein
því ég er umvafin englum
aldrei ein – aldrei ein.
Elsku Agnes, Emilía og Nonni,
missir ykkar er mikill. Megi góð-
ur Guð styrkja ykkur og Siggu
ömmu og Björgvin afa og systkini
og ástvini mömmu ykkar í ykkar
miklu sorg.
Alda.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HALLFRÍÐUR ELÍN PÉTURSDÓTTIR
frá Siglufirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Eiri 1. febrúar
síðastliðinn. Útförin fer fram frá
Grafarvogskirkju föstudaginn 12. febrúar klukkan 13.
.
Þóra K. Stefánsdóttir, Guðrún I. Stefánsdóttir,
Margrét Stefánsdóttir, Örn Arnarson,
Pétur H. Stefánsson, Margrét E. Hjartardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ERLINGUR KONRÁÐ STEINSSON
grunnskólakennari,
lést á dvalarheimilinu Grund 23. janúar.
Útför hans fer fram frá Fossvogskapellu
föstudaginn 12. febrúar klukkan 13.
.
Sverrir Erlingsson, Birgith Larsen,
Hörður Sævar Erlingsson, Tina Petersen
og barnabörn.
JÓN PÉTURSSON
frá Hellum,
hjúkrunarheimilinu Fellsenda,
lést að heimili sínu 13. janúar. Útförin hefur
farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda
samúð. Sérstakar þakkir fær
starfsfólk Fellsenda fyrir umönnun og hlýju.
.
Erna, Pétur og fjölskylda.