Morgunblaðið - 05.02.2016, Page 30

Morgunblaðið - 05.02.2016, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2016 ✝ Haraldur PállBjarkason fæddist á Ólafsfirði 18. júlí 1968. Hann lést á heimili sínu 26. janúar 2016. Foreldrar hans eru Bjarki Sigurðs- son, fæddur 6. maí 1944, og Elín H. Haraldsdóttir, fædd 26. mars 1950. Systkini hans eru: a) Stefán Kemp, fæddur 12. nóvember 1963, maki Gunnlaug Hartmannsdóttir, eiga þau þrjár dætur og eitt barnabarn. b) Ragna Rós, fædd 17. nóvember 1971, maki Gunnar Valsson, eiga þau fimm börn og eitt barna- barn. c) Jón William, fæddur 9. ússon, fæddur 8. október 2013. Haraldur ólst upp á Ólafsfirði til ársins 1985 en þá flutti hann með foreldrum sínum til Sauð- árkróks. Það sama ár kynnist hann eiginkonu sinni og hófu þau sambúð þar. Haraldur vann þar lengst af hjá Steypustöð Skagafjarðar auk þess sem hann vann við tamningar. Árið 1995 hófu þau búskap ásamt hrossa- rækt í Sólheimum í Blönduhlíð, sem þau stunduðu til ársins 2003 er þau fluttu til Reykjavíkur. Haraldur hóf þá sjálfstæðan rekstur sendibifreiðar í nánu samstarfi við tengdaföður sinn. Árið 2011 fluttist fjölskyldan á Selfoss og hóf Haraldur þá störf við sölu véla og tækja hjá Jötni vélum. Alla tíð stundaði Harald- ur hestamennsku og hrossarækt og var virkur í félagsstörfum hestamanna. Útför Haraldar Páls fer fram frá Selfosskirkju í dag, 5. febr- úar 2016, og hefst athöfnin klukkan 14. desember 1979, maki Guðríður Eva Þórarinsdóttir. Eiginkona Haraldar Páls er Guðrún Elín Hilmarsdóttir, fædd 10. febrúar 1970, foreldrar hennar eru Hilmar Hilm- arsson og Krist- björg Óladóttir. Systkini Guðrúnar eru Karen og Hilmar, maki hans Jóna Kristín Jónsdóttir og eiga þau tvo syni. Börn Haraldar og Guðrúnar eru Hulda Björk fædd, 1. októ- ber 1993, og Hlynur Óli, fæddur 28. mars 1998. Sonur Huldu Bjarkar er Baldur Ingi Magn- Til elsku sonar míns. Oft virðast undarleg örlögin, og mörg svo ósanngjörn atvikin. Á leið um lífsins braut er lögð ókleif þraut. Eitt atvik ávallt í huga býr sem aldrei dofnar né burtu flýr. Dæmd voru vorsins blóm vægðarlausum dóm. Í gáska enginn að endinum spyr óvægin sorgin oft knýr þá á dyr. Augu hrópa, enginn segir þó neitt Því orð fá engu breytt. Öll skulum trúa og treysta því sá tími komi enn á ný við getum glöð í lund átt góðan endurfund. Þá fái sérhver er sorgina bar svarið við því, til hvers hún var. (Oss) veitist veröld blíð sem varir alla tíð. (Ólafur Þórarinsson) Þín mamma. Elsku pabbi, þessum morgni gleymi ég aldrei. Þvílíkt sjokk sem þetta var fyrir okkur öll, ekkert af okkur var tilbúið fyrir lífið án þín. Þegar ég hugsa til baka verð ég þakklát. Minningarnar sem ég á frá yngri árum eru ynd- islegar. Við höfum verið bestu vinir frá því áður en ég man eft- ir mér. Ég er þakklát fyrir sam- eiginlega áhugamálið okkar, hestana. Flestallt sem ég kann og veit er það sem þú hefur kennt mér. Þú varst hestglögg- ur maður og mér fannst alltaf skemmtilegast að tala um hesta og hrossarækt við þig af öllum. Við vorum yfirleitt sammála um það sem við ræddum. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og þekktir mig betur en flestallir aðrir, stuðningurinn sem ég fékk frá þér í öllu sem ég tók mér fyrir hendur er ómetanleg- ur og ég væri ekki á þeim stað sem ég er í dag án þín, elsku pabbi minn. Þú tæklaðir afahlutverkið sem þú fékkst frá mér eins vel og hægt var. Það var varla frið- ur til að koma Baldri Inga í heiminn því þú hringdir svo oft í mömmu til að gá hvort þú mættir ekki koma upp á spítala. Ég held að þú hafir lítið sem ekkert sofið þessa nótt vegna spennu yfir nýja hlutverkinu. Sambandið milli þín og Baldurs var ótrúlegt frá fyrstu stundu. Baldur Ingi sá ekki sólina fyrir þér, það snérist allt um Halla afa. Núna eru komnar myndir af þér í litla myndaalbúmið sem Baldur Ingi er alltaf með til að hjálpa honum að muna eftir þér. Þegar ég lít yfir hesthúsið okkar er það fullt af ungum og efnilegum hrossum. Ég ætla að klára það sem við vorum byrjuð á og fylgja þessum gæðingum alla leið. Ég ætla að halda þinni ræktun áfram, sem þú varst svo stoltur af. Þú átt eftir að hjálpa mér þegar kemur að því að velja stóðhesta fyrir merarnar þínar og ég vona að ég nái að gera þetta jafn vel þú. Ég á eftir að sakna þess að þú hringir í mig óeðlilega oft yf- ir daginn. Þú hafðir kannski ekki endilega eitthvað að segja en hringdir samt bara til að spyrja: „Hvað segirðu“ og „hvað ertu að gera“. Ég veit þú átt eftir að leiða mig og okkur öll í gegnum það sem tekur við. Þú varst bara þannig maður, þú varst alltaf tilbúinn til að hjálpa öllum. Það er ótrúlegur fjöldi af fólki sem hefur heimsótt okkur, hringt og sent falleg skilaboð. Það sýnir svo vel hversu vinmargur þú varst og hversu mikilvægur þú varst í lífi svo margra. Þú varst ótrúlegur maður, pabbi. Minning þín lifir í hjörtum okkar allra, elsku pabbi minn, takk fyrir allt. Hulda Björk Haraldsdóttir. Elsku Halli, það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til þín og það er svo ósanngjarnt og ennþá svo óskilj- anlegt að ég þurfi að vera að hugsa svona til þín. Þakklæti, gleði og vinsemd eru mér of- arlega í huga þegar kemur að þér. Þið Gunna tókuð mér eins og ykkar eigin barni þegar ég flutti inn til ykkar og er ég ykk- ur ævinlega þakklát fyrir tím- ann sem við áttum saman heima í Sílatjörn. Þetta ár leið svo fljótt og það hefur alltaf frá fyrsta degi verið svo gott að vera hjá ykkur og að eiga ykkur að. Þú hafðir virkilega góða nær- veru og varst svo sannarlega til staðar fyrir alla í kringum þig, það sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú vel og þá er nauðsynlegt að minnast á hrossaræktina þína og ykkar. Hesthúsið er núna fullt af ung- um og efnilegum hestum og ég ætla að setjast í brekkuna með þér og horfa á þá sama á hvaða braut þeir enda. Ég veit að þú verður mættur fyrstur af öllum. Það var alltaf hægt að leita til þín og auðvitað leituðum við Hulda til þín þegar okkur vant- aði meri til þess að fara með undir hest síðastliðið vor. Þú varst ekki lengi að samþykkja það að lána okkur eina frá þér og stússaðir mikið í kringum það með okkur. Það var líka alltaf stutt í grín- ið og ég gleymi aldrei góðu stundunum og glottinu á þér þegar talið barst að hinum og þessum strákum í kringum okk- ur Huldu. Það skipti engu máli hvort það vorum bara við heima eða hvort fastagestirnir í kvöld- kaffinu í Sílatjörn voru með í umræðunum, þær voru alltaf á léttu nótunum og komu okkur alltaf til að hlæja saman. Við áttum engin leyndarmál. Gunna mamma, Hulda, Hlynur og Baldur Ingi, ég ætla að halda utan um ykkur eins fast og ég get, alltaf. Ég sakna þín núna og ég á eftir að sakna þín alltaf. Hvíldu í friði, elsku Halli. Þín dóttir, Brynja Rut. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Síðast þegar ég sá þig, Har- aldur Páll minn, þá varstu svo glaður og ánægður, nýkominn úr fríi með fjölskyldunni. Gott að ylja sér við minninguna um síðustu heimsókn þína til mín. Guð blessi Guðrúnu og börn- in, foreldra og systkini. Guð blessi minningu þína. Ragna amma. Í nokkrum orðum viljum við minnast góðs vinar og bróður, Haraldar Páls Bjarkasonar. Halli, eins og hann var jafnan kallaður, var mikið ljúfmenni og okkur afar kær vinur. Það var ávallt gaman og gott að vera í kringum hann, hvort sem það var í hestastússi á Mýrum, á ferðalögum, sem mörg hver tengdust hrossum á einn eða annan hátt, eða heima í faðmi fjölskyldunnar. Halli var mikill hestamaður og beindist áhugi hans meir og meir að ræktun. Hann var alltaf með eitthvað á prjónunum og voru ófá símtölin þar sem hann viðraði hugmyndir sínar. Það var mikið spáð og spekúlerað. Lengi hafði verið í umræðunni að fara saman á heimsmeist- aramót íslenska hestsins og varð sá draumur loks að veru- leika síðastliðið sumar. Í dag er- um við þakklát fyrir að sá draumur varð að veruleika og minningar frá þessum tíma okk- ur ómetanlegar. Þrjár fjölskyld- ur fóru saman í ferðalag til Herning í Danmörku þar sem Halli var oftar en ekki hrókur alls fagnaðar. Þar líkt og á Ís- landi þekkti hann bændur sem litið var í heimsókn til, stóðið skoðað og spjallað yfir kaffi- bolla. Á mótinu keppti hestur úr ræktun Halla og vann til silf- urverðlauna í sínum flokki. Það var stoltur hrossaræktandi sem heimsótti núverandi eigendur að móti loknu. Þegar voru uppi plön um að fara á næsta heims- meistaramót og að sjálfsögðu á landsmót í Skagafirðinum næsta sumar. Mikið mun vanta á þeim við- burðum þegar Halla nýtur ekki lengur við. Halli átti stóran vinahóp, lagði mikið upp úr því að halda góðu sambandi við vini sína og gaf sér alltaf tíma fyrir þá. Tími var eitthvað sem Halli átti alltaf nóg af. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur og átti afar gott með samskipti. Þessir eiginleikar hafa án efa komið sér vel í starfi hans sem sölumaður þar sem hann ferðað- ist um sveitir landsins og seldi bændum ýmsar vélar og tæki. Erfitt er að ræða um Halla án þess að Gunna sé þar nefnd. Þau hófu sambúð ung að árum og voru afar samrýnd hjón sem stigu lífsdansinn í takt og ávallt boðin og búin að rétta fjölskyldu og vinum hjálparhönd. Halli átti afar náið samband við tengda- foreldra sína og reyndist þeim eins og sonur. Auk þess átti Halli því láni að fagna að vinna mikið með tengdaföður sínum og var samstarf þeirra mjög far- sælt. Halli var mikill fjölskyldu- maður og lét sér annt um sitt fólk og eru ómetanlegar stund- irnar sem við fjölskyldan höfum átt með þeim hjónum og börn- um þeirra. Dætur okkar hugsa með hlýju og þakklæti til allra þeirra góðu stunda sem þær fengu notið með Halla frænda. Hann var stoltur afi og naut samvista við litla afastrákinn sinn hann Baldur Inga. Við munum hjálpa honum að muna afa Halla. Elsku Gunna, Hulda, Hlynur og Baldur Ingi, við vottum ykk- ur okkar dýpstu samúð. Það er gott að eiga góðar minningar að ylja sér við á þessum erfiðu stundum. Stefán bróðir og fjölskylda. Elsku brósi minn. Þú munt taka á móti mér, brósi, þegar minn tími kemur, passa mig og vísa mér veginn eins og þegar við vorum lítil. Við höfum gengið í gegnum ým- islegt saman. Ég hugsa til tím- ans þegar við vorum að alast upp í Ólafsfirði, þegar við vorum alltaf á skíðum alla daga, á sumrin að veiða í ósnum, eða í vörubílunum með pabba og frændum okkar. Það var allt svo spennandi og gaman. Svo fórst þú að fara í sveitina á sumrin, þá beið ég eftir að réttirnar kæmu því þá fórum við að ná í þig. Stundum áttum við erfitt, alltaf passaðir þú mig, hugsaðir um mig að mér liði ekki illa. Þetta þjappaði okkur saman og oft finnst mér við hafa talað saman í þögninni þegar við urð- um eldri. Svo fengum við hest- ana, það var þitt líf og yndi, við vorum öll saman í þessu, það var yndislegt. Besti tíminn minn var þegar þú og Stebbi bróðir fóruð að leigja hesthús hér uppi í Mosó. Jón bróðir var í verk- námi hér fyrir sunnan, við vor- um öll saman í sama hverfinu, það er minn besti tími. Þú komst svo oft við hjá okk- ur Gunna, að tékka á því hvað systir þín væri að elda í kvöld- matinn. Komst í kaffi í hest- húsið og við til ykkar. Eftir að ég flutti suður þá urðum við nánari öll, vorum á tímabili mjög dugleg að hittast og borða saman. Þú og Gunni minn náðuð vel saman og gátuð náttúrlega endalaust talað um hesta fram og tilbaka. Þegar ég gifti mig þá komstu til mín stuttu seinna og tókst utan um mig og sagðir mér hvað þér fannst ég falleg þegar ég gekk inn kirkjugólfið, að þú hefðir tárast, allt hefði verið svo fallegt og hátíðlegt, ofsalega finnst mér vænt um þessi orð. Ég er stolt af, þér elsku brósi minn, segi hundrað sinnum á dag „Halli bróðir“, ég vil ekki hafa þig minningu, ég vil að þú sért hjá okkur. Heldur vil ég ekki segja að þú sért kominn á betri stað, þú varst á besta stað í heimi, hjá konunni þinni og börnum, afadrengnum þínum sem þú sást ekki sólina fyrir, varst svo ofsalega ánægð- ur. Samband okkar minnkaði eftir að þið fluttuð á Selfoss, það var aldrei meiningin hjá mér og örugglega ekki hjá þér, við lif- um orðið svo hratt og allt plan- að svo fram í tímann að maður hefur aldrei orðið lausa stund fyrir sína nánustu eða sjálfan sig þannig lagað. Nú held ég að það sé kominn tími til að stoppa og líta í kringum sig og sjá það sem skiptir mann máli í lífinu og virða það sem maður hefur og á. Ég fékk að merkja líksæng- ina þína og var það mér svo mikill heiður að fá að gera þetta fyrir þig, en það erfiðasta sem ég hef gert, hún verður breidd yfir þig, brósi minn, og heldur á þér hlýju á nýja staðnum. Þegar ég sit hér og skrifa þessi orð til þín er vika síðan þú fórst, ein vika, svo verður einn mánuður, svo eitt ár. Allt er svo erfitt fyrst. Fyrsta landsmótið, ég hef aldrei farið á landsmót og þú ekki þar, Laufskálarétt, þú ekki þar, æi, brósi minn. Ég gæti sagt svo miklu meira en við höldum áfram að tala saman í þögninni, veit að þú verður með mér í framtíðinni og fylgist með okkur í hrossaræktinni. Þangað til við hittumst síðar, elsku hjartans bróðir minn. Elsku Gunna mása mín, Hulda Björk, Hlynur Óli og Baldur Ingi, megi guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg, ég er svo stolt að eiga ykkur. Þín systir, Ragna Rós, Gunnar og fjölskylda. Meira: mbl.is/minningar Elsku Halli frændi minn hef- ur kvatt okkur í hinsta sinn. Það eru ótal ljúfar minningar að leita í á þessum erfiðu tímum. Halli var kærleiksríkur mað- ur sem elskaði fjölskyldu sína af öllu hjarta. Ég er svo heppin að hafa eytt mörgum stundum með þeim og notið þess kærleika sem Halli gaf. Ein af mínum fyrstu minningum um Halla er frá fæðingu Huldu Bjarkar þeg- ar stoltur nýbakaður faðir bauð mér, litlu frænku sinni, upp á fæðingardeild að skoða frum- burðinn. Við vorum bæði glöð og stolt á þessum degi. Enn í dag gleðst ég yfir að hann skyldi vilja deila gleðinni með mér. Í huga mér sitjum við hér saman, Halli segir brandara og ég hlæ. Hjá Halla var stutt í glens og gaman. Hann gat kom- ið með hnyttin tilsvör og sagt gamansögur og það ríkti gleði í kringum hann. Það gladdi mig að Halli skyldi alla tíð bjóða mér með, sem hluta af fjölskyld- unni. Þær eru ómetanlegar stund- irnar sem við áttum saman í sveitinni í Sólheimum. Þar var alltaf nóg af verkefnum og alltaf fengum við krakkarnir að vera með. Halli var mikið fyrir bú- störf og var ánægjulegt að sniglast í kringum hann við þau. Þar kynntist ég nautunum sem bauluðu í kór þegar við fórum að gefa, alltaf voru hestarnir nærri og heyannirnar voru upp- spretta gleðistunda sem eru ferskar í minningunni. Halli var vakandi og nærgæt- inn gagnvart þörfum barnanna í lífi sínu og enn frekar eftir að hann varð afi. Það kom mér þess vegna ekki á óvart að hann beið spenntur eftir fæðingu dóttur minnar og samgladdist okkur fjölskyldunni af því til- efni. Ég vil þakka þér fyrir svo margt. Þú varst mér alltaf svo góður. Það eru forréttindi að hafa átt þig sem föðurbróður. Hugur minn dvelur nú hjá Gunnu og börnunum og veit ég að bjartar minningar hugga. Elísabet Kemp Stefánsdóttir. Traustur vinur er falleg ljóð- lína sem sungin er í þekktum dægurlagatexta. Þetta á svo sannarlega við í dag þegar við kveðjum traustan vin okkar, hann Halla Palla eins og við nefndum hann stundum. Halli var einstaklega einlægur og hjartahlýr maður og við fjöl- skyldan teljum okkur lánsöm að hafa fengið að njóta samvista hans í öll þessi ár en þó ekki eins lengi og við hefðum viljað. Það var erfiður dagur þegar okkar kæri vinur kvaddi okkur svona óvænt, hversu ósann- gjarnt getur það nú verið þetta líf og af hverju hann? Við verð- um að takast á við þessa lífs- raun með okkar nánustu fjöl- skyldu og vinum eftir bestu getu. Fjölskyldur okkar hafa átt margar ánægjustundir og margt brallað. Á þessum stundum var alltaf stutt í hlátur og gaman- semi, Halli fór yfirleitt þar fremstur í flokki enda með ein- dæmum skemmtilegur og góður félagi okkar allra í fjölskyld- unni. Í fyrra varð ég þess aðnjót- andi að fara með honum tvær ferðir til útlanda. Fyrri ferðin var á fyrsta Liverpool-leik okk- ar beggja síðasta vor. Það var ljúft að sitja í stúkunni á Anfield með tárin í augunum og fá að njóta þessarar stundar með mínum góða félaga. Síðla sumars fórum við fjöl- skyldan með honum og fjöl- skyldu á hans fyrsta Heims- meistaramót íslenska hestsins í Danmörku og þar með rættist langþráður draumur hans. Með í ferð til Danmerkur var Stebbi bróðir hans og fjölskylda og var þetta ógleymanleg ferð þar sem Halli fór á kostum eins og hon- um einum var lagið. Báðar þess- ar ferðir eru í dag yndisleg og ómissandi minning sem hefur verið gott að rifja upp undan- farna daga. Það er skrýtið að eiga aldrei eftir að eiga þessi reglulegu símtöl við Halla þar sem um- ræðuefnið var yfirleitt hrossa- rækt, hestamennskan og mögu- leg jarðarkaup sem voru honum oft ofarlega í huga. Á þessari stundu er gott að eiga mikið af góðum minningum um traustan og góðan vin sem mun eiga sinn stað í hjörtum okkar margra um ókomin ár. Halli var mikill fjölskyldu- Haraldur Páll Bjarkason HINSTA KVEÐJA 26. janúar 2016 líður mér aldrei úr minni, hann Halli vinur minn er látinn. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Takk fyrir mig, Halli. Elsku Gunna, Hulda, Hlyn- ur og Baldur, okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Guðlaugur og fjölskylda. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandend- ur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.