Morgunblaðið - 05.02.2016, Side 35

Morgunblaðið - 05.02.2016, Side 35
Gefjun víða um land, en lengstum var hann leigubílstjóri meðfram öðrum störfum. Hann var einnig ráðherrabílstjóri í tvo áratugi, byrjaði hjá Halldóri E. Sigurðs- syni og lauk ferlinum hjá Þor- steini Pálssyni. Eftir það keypti Lárus jörðina Hellishóla í Fljóts- hlíð og bjó þar í nokkur ár með Svani syni sínum og Sigurborgu Óskarsdóttur tengdadóttur sinni, en hann býr núna í Hvassaleitinu ásamt Kristínu Gísladóttur. Lárus varð snemma hrifinn af hestum og hafði gaman af því að kaupa þá og selja, en hætti hestamennskunni fyrir nokkrum árum. Það var eins með bílana og átti hann oft fleiri en einn í einu. Lárus skilaði ökuskírteini sínu í fyrra en hefur farið um á raf- skutlu. Hlustar á Moggann „Það hefur eiginlega ekki verið hægt að fara um á rafskutlunni lengi,“ segir Lárus þegar blaða- maður ræddi við hann daginn fyrir 101 árs afmælið. „Það hefur verið svo mikil hálka. Svo er ég líka al- veg að missa sjónina, en ég nota lesara mikið, Blindrafélagið lét mig fá tækið og ég var að hlusta á Moggann í morgun.“ Spurður út í heimsmálin þá líst honum illa á þau. „Ég get ekki dæmt um hvort heimurinn sé að versna eða að batna. Heimurinn hefur alltaf verið slæmur, maður sér það eftir að hafa fengið upp- lýsingar um hvernig mann- skepnan hefur hegðað sér í gegnum tíðina.“ Að lokum nefnir Lárus minning- arbrot frá fyrri tíð. „Ég var með trillubúskap og á stríðsárunum söfnuðu smábátarnir saman fiski og settu hann um borð í bát frá Hólmavík sem flutti fiskinn síðan til Bretlands til að hjálpa Bret- unum. Það var eftirminnilegt að fara ekki í land með fiskinn heldur koma honum í skip.“ Fjölskylda Sambýliskona Lárusar er Krist- ín Gísladóttir, f. 21.12. 1925, fædd í Geirshlíð í Hörðudal í Dalasýslu. Eiginkona: Kristín Hannes- dóttir, f. 2.11. 1917, d. 1.12. 2008, húsfreyja á Kolbeinsá í Hrútafirði og síðar matráðskona og sauma- kona í Reykjavík. Þau skildu. Börn þeirra: Hreinn Sverrir, f. 16.9. 1937, d. 12.9. 1998; Gréta Kristín, f. 29.1. 1941; Indríður Hanna, f. 14.9. 1944; Ingunn Erna, f. 11.1. 1949; Sigfríður, f. 8.1. 1951; og Svanur Sigurjón, f. 7.8. 1952. Systkini: Guðmundur, f. 1912, d. 2004, Hans Hallgrímur, f. 1913, d. 2008, f. Anna Helga, f. 1918, Stein- grímur Matthías, f. 1919, d. 1976, Salóme Sigfúsa, f. 1920, d. 1920, Guðrún Sigríður, f. 1921, d. 1998, Eiríkur, f. 1923, d. 2008, Garðar, f. 1924, d. 1988, Haraldur Gísli, f. 1925, Sólbjörg, f. 1927, d. 1947, Guðbjörg María, f. 1929, d. 2004, Salóme Sigfríður, f. 1932, d. 2010, og Þorbjörn Sigmundur, f. 1934, d. 2002. Foreldrar: Sigfús Sigfússon, bóndi á Stóru-Hvalsá í Hrútafirði, Strandasýslu, f. 7.8. 1887, d. 29.1. 1958, og Kristín Gróa Guðmunds- dóttir, húsfreyja á Stóru-Hvalsá, f. 8.10. 1888, d. 15.2. 1963. Úr frændgarði Lárusar Sigfússonar Lárus Sigfússon Bjarni Sigfússon b. í Skarði í Strandasýslu og vinnum. í Eyjum María Bjarnadóttir vinnuk. í Eyjum Sigfús Bjarnason b. á Eyjum í Bjarnarfirði á Ströndum Salóme Þorbergsdóttir húsfr. á Eyjum Sigfús Sigfússon b. á Stóru-Hvalsá Þorbergur Björnsson b. í Reykjarvík á Ströndum Agata Bjarnadóttir húsfr. í Reykjarvík Steingrímur Matthías Sigfússon tónskáld og rithöfundur (Valur Vestan) Haraldur Gísli Sigfússon leigubílstjóri í Rvík Eiríkur Sigfússon b. á Stóru-Hvalsá Anna Sigfúsdóttir húsfr. í Skrúð í Reykholtsdal Loftur Bjarnason sjóm. í Hafnarfirði Garðar Sigfússon lengi lögreglumaður í Kópavogi Hreinn Haraldsson vegamálastj. Finnur Eiríksson forstj. Frum Sigfús Jónsson b. og hagyrðingur í Skrúð Steinunn Loftsdóttir húsfr. í Hafnarfirði Reynir Pétur Steinunnarson göngugarpur Nikulás Bárðarson b. á Pjötlu í Staðarsókn á Snæfellsnesi Sigríður Loftsdóttir húsfr. á Pjötlu Guðmundur Nikulásson b. á Kollsá Sólbjörg Jórunn Vigfúsdóttir húsfr. á Kollsá í Hrútafirði Kristín Gróa Guðmundsdóttir húsfr. að Stóru-Hvalsá í Hrútafirði Vigfús Vigfússon b. á Kollsá Helga Jónsdóttir húsfr. á Kollsá Með yngri börnunum Lárus og Kristín þegar þau voru flutt suður. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2016 101 árs Lárus Sigfússon 95 ára Sigríður Þorláksdóttir 90 ára Guðbjörg Jónsdóttir 85 ára Helga Eðvaldsdóttir Rakel Jónsdóttir Sigurður Tómasson 80 ára Guðrún Guðmundsdóttir Magnús Valsteinn Tryggvason Marta Sigurjónsdóttir 75 ára Anna María Einarsdóttir Sólveig Sigurjónsdóttir 70 ára Anna Yiwen Wang Guðlaug Jónína Aðalsteinsdóttir Jón Ingi Guðjónsson Kristleifur Indriðason Steinunn Garðarsdóttir Þórlaug Rósa Jónsdóttir 60 ára Björn Torfason Erna Dagbjört Stefánsdóttir Hrafnhildur Hauksdóttir Ingibjörg Jónsdóttir Sveinn Einar Magnússon Wojcieh Andrzej Drozniak 50 ára Brynja Arnardóttir Scheving Guðmundur Valur Sævarsson Hafdís Gylfadóttir Hrafnhildur Sigurgeirs- dóttir Jacek Piotr Dawidowicz Jódís Jóhannsdóttir Jóhanna Hrafnkelsdóttir Nils Gústavsson 40 ára Ágúst Örn Márusson Bjarni Rafn Garðarsson Björn Ingi Edvardsson Eðvarð Hilmarsson Hugrún Fanney Sigurðardóttir Kolbrún Dóra Snorradóttir Laufey Dóra Guðbjargardóttir Przemyslaw Marek Mazurowski Ragnar Sigurbjörnsson Sigurþór Friðbertsson Stella Júlía Ágústsdóttir Súsanna Reinhold Sæbergsdóttir Valey Benediktsdóttir 30 ára Aðalsteinn Magnús Friðjónsson Bartosz Tadeusz Krakowiak Darren Townes Elín Dís Vignisdóttir Guðmundur Sigurbjörnsson Hallbjörn Freyr Ómarsson Halldóra Hanna Halldórsdóttir Hólmfríður F. Zoega Smáradóttir Jóhannes Mundi Kristinsson Jóhannes Þorkell Tómasson Valgerður Rós Karlsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Hallbjörn er frá Skagaströnd og er sjó- maður á Arnari HU. Maki: Árdís Pétursdóttir, f. 1981, bílamálari. Systkini: Arnar, Ómar Ingi, Amy, Fjóla og Linda. Sonur: Kristján Freyr, f. 2009. Foreldrar: Ómar Sigur- björnsson, f. 1955, sjó- maður hjá Eimskip, og Kenný Hallbjörnsd., f. 1963, bús. á Skagaströnd. Hallbjörn Freyr Ómarsson 30 ára Hólmfríður Fjóla Zoëga er fædd og uppalin í Þorlákshöfn. Hún er íþróttafræðingur að mennt og kennir íþróttir og sund. Systkini: Brynjar Smára- son, f. 1978, og Otri Smárason, f. 1984. Foreldrar: Guðmundur Smári Tómasson, f. 1944, rafvirki og Sigríður Ósk Zoëga Sigurðardóttir, f. 1956, húsvörður í Grunn- skólanum í Þorlákshöfn. Hólmfríður F. Smáradóttir 40 ára Valey er Akurnes- ingur og er innanhúss- arkitekt að mennt og er fulltrúi hjá FVA. Maki: Stephen John Watt, f. 1981, sérfræð- ingur hjá Íslandsbanka. Börn: Matthea Kristín, f. 2007, Christian Sturri, f. 2009, og Ethan Agnar, f. 2011. Foreldrar: Benedikt Björn Jónmundsson, f. 1944, og Matthea Kristín Stur- laugsdóttir, f. 1947. Valey Bene- diktsdóttir Lísa Anne Libungan hefur varið doktorsritgerð sína í líffræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Að- greining síldarstofna (Identification of herring populations). Leiðbein- andi var dr. Snæbjörn Pálsson, pró- fessor við Líf- og umhverfisvís- indadeild Háskóla Íslands, en einnig sátu í doktorsnefnd dr. Guðmundur J. Óskarsson, sérfræðingur hjá Haf- rannsóknastofnun, og dr. Gunnar Stefánsson, prófessor við Raunvís- indadeild Háskóla Íslands. Þekking á stofnlíffræði fiskistofna er mikilvæg fyrir árangursríka fisk- veiðistjórnun og fyrir skilning á út- breiðslu, farmynstri og til verndunar á líffræðilegum fjölbreytileika. Um- fangsmikil sýnataka var framkvæmd á tveimur tegundum af síld, Atlants- hafssíld (Clupea harengus) og Kyrrahafssíld (C. pallasii), víðs veg- ar í Norður-Atlantshafi, meðfram strandlengju Noregs, Rússlands og í Kyrrahafi. Í doktorsritgerðinni, sem samanstendur af 6 birtum vís- indagreinum, voru þróaðar aðferðir til aðgreiningar síldarstofna: örtungl til að greina erfðabreytileika og op- inn hugbúnaður (shapeR) í forrit- unarmálinu R til að greina svip- farsbreytileika kvarna, en kvarn- ir eru kalksteinar í innra eyra bein- fiska. Niður- stöður sam- anburðar sem byggðist á ört- unglum gat ekki greint erfðafræði- legan mun á milli stofna í Norður- Atlantshafi, hins vegar fannst mun- ur á kvarnaútliti. Breytileika í kvarnaútliti var einnig að finna með- al fjarðarstofna í Noregi, meðal tveggja síldartegunda, Atlantshafs- síldar og Kyrrahafssíldar, og meðal undirtegunda Kyrrahafssíldarinnar, en þær niðurstöður sýndu að síld í Beringshafi í NV-Kyrrahafi er líkari síld í N-Noregi og Barentshafi en síld í NA-Kyrrahafi, en þær nið- urstöður eru í samræmi við erfða- rannsóknir á þessum sömu stofn- um. Niðurstöður þessara rannsókna sýna að hægt er að nota útlits- einkenni kvarna til að aðgreina síld- arstofna, undirtegundir og tegundir á stórum og smáum landfræðilegum kvarða. Lísa Anne Libungan Lísa Anne Libungan er fædd árið 1977 í San Diego í Kaliforníu, Bandaríkjunum. Hún lauk B.Sc. gráðu í fiskifræði og vistfræði árið 2006 og M.Sc. gráðu í sjáv- arlíffræði með áherslu á vistfræði þorsksins árið 2009 frá Háskóla Íslands. . Lísa er gift Kjartani Benediktssyni verkfræðingi og eiga þau þrjú börn, Seif Ísak (2006) og Stíg Sæ (2010) og Mareyju (2015). Doktor

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.