Morgunblaðið - 05.02.2016, Síða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2016
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Taktu það ekki óstinnt upp þótt
aðrir séu með spurningar um tilgang þinn
og starfsaðferðir. Hvernig væri að byrja á
nýju? Þú þrífst á þessu hvort eð er.
20. apríl - 20. maí
Naut Þetta er frábær dagur til mennta,
fjölmiðlunar, útgáfu, auglýsinga, ferðalaga
eða samskipta við erlend ríki. Reyndu að
setja þér reglur og fara eftir þeim.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Mundu að þú getur ekki tekið öll
vandamál fjölskyldunnar á þínar herðar því
það er ekki á þínu valdi. Blandaðu þér ekki
í vandamál annarra.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þetta er góður dagur til að kafa í
ákveðin málefni. Stundum eru sambönd
bara ekki þess virði að halda í þau. En jafn-
brýnt er að taka til hendinni þegar það á
við.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er ekki auðvelt að setja sig í fót-
spor annarra, sérstaklega ekki ef maður er
með hælsæri. Haltu ótrauður þínu striki og
þá leysast þessi vandamál af sjálfu sér.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Mannfólkið er oft upptekið af sjálfu
sér, og því er svo sætt að þig langi að vita
um hluti sem snerta þig ekkert. Ekki
treysta aðstöðu þar sem peningarnir skipta
meira máli en vinnan.
23. sept. - 22. okt.
Vog Sýndu umburðarlyndi og þolinmæði í
samskiptum þínum við börn og unglinga í
dag. Tímasetningin er lykilatriði.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ert of auðmjúkur í sam-
skiptum við þína nánustu og þyrftir að vera
fastari fyrir. Farðu aftur á hugmyndastigið.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þetta er góður dagur til að
leggja upp í langferð, bæði í bókstaflegum
og táknrænum skilningi. Láttu ekki aðra
fara í taugarnar á þér.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú gætir freistast til að grípa til
lyginnar til að forðast óþægindi á heim-
ilinu. Dagurinn hentar því vel til naflaskoð-
unar.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú hefur gott tækifæri til þess
að skoða samskipti þín við aðra. Annað
kallar á misskilning. Allt sem þú lætur yfir
þig ganga en er ekki viðunandi dregur þig
smám saman niður.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Jafnvel þótt þér líði best þegar þú
ert ein/n með sjálfri/sjálfum þér sækist
fólk eftir félagsskap þínum þessa dagana.
Flas er ekki til fagnaðar.
Páll Imsland segist halda áframað bulla, nokkrum leirliðum til
mikillar ánægju:
Mermundur Mannsson á Fjalli
átti merar tvær komnar að falli.
Honum datt þá í hug
að heimsækja guð
og færa tvö folöld þeim karli.
Aðalsteinn Svanur Sigfússon
yrkir á Boðnarmiði:
Oft hefi ég háðslega ort,
sýnt hroka og virðingarskort.
Allt svívirt og sært
sem mér er kært
– einungis upp á sport.
Jón Arnljótsson segir frá því á
Leirnum að rifjast hafi upp fyrir
sér vísur sem Rósberg Snædal orti
á sínum tíma (um 1980) þegar verið
var að reikna út kvótann, áður en
hann var fyrst settur á. – „Rósberg
var þá kennari við Barnaskólann á
Hólum og sendi reikningsmönn-
unum eina vísu á hverjum degi, en
þeir voru þar á staðnum við þessa
iðju. Einn þeirra var Matthías Egg-
ertsson. Sumar þessar vísur tel ég
mig kunna, en þær voru 7 að mig
minnir,“ segir hann:
Lukkufírar letrað geta
lögin skýr á eyðublað.
Ær og kýr og merar meta
möppudýr á Hólastað.
Upp í móti æviveg
allir hljóta að svamla.
Eftir kvótakerfi ég
keyri skótann gamla.
Alltaf verð ég minni og minni
máttvana í lífsins brasi.
Ég er ekki einu sinni
ærgildi hjá Matthíasi.
Reisa löppum riða á
rollan slöpp og kýrin.
Bændum kröppu kjörin ljá
kvótamöppudýrin.
Það er skemmtilegt að rifja upp
prestavísur. Um sr. Gunnar Jó-
hannesson á Skarði á Landi orti
Eiríkur Einarsson frá Hæli:
Hér stendur stirðvaxinn klerkur
stórlax að ærunni.
Í sálinni er vaxtarverkur
og vorull á gærunni.
Sr. Tryggvi Kvaran hefur ekki
verið að öllu sáttur við þá er stýrðu
blöðum og tímaritum þegar hann
orti þessa vísu:
„Þú mátt eiga þetta lið
það mun við þig stjana,“
sagði Drottinn Satan við
og sendi honum ritstjórana.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Mermundi karli,
kvóta og prestum
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„TJA, EINHVER HRINGDI OG PANTAÐI
3 KÍLÓ AF JARÐHNETUM.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... svefnleysi í
Hafnarfirði og Húsavík
ÆTLARÐU AÐ
DEILA ÞESSU?
ÞESSU!DEILA
HVERJU?
VÓ! ÞÚ
ÆTTIR AÐ TALA
HRAÐAR!
KOKKURINN Á BARNUM
VARÐ MJÖG TILFINNINGA-
HEITUR ÞEGAR ÉG SAGÐI
SVOLÍTIÐ MÓÐGANDI UM
MATSELDINA HANS!
VARÐ HANN
SÁR?
HANN
JAFNAÐI
METIN!
Áhyggjumiðstöði
n
-svo þú þurfir þess
ekki
Flestir vita að mánudagur er ekkiþað sama og fimmtudagur enda
mæða allt annað en frægð. Aug-
ljósasta dæmið um þessar mundir
eru dagarnir tveir, þar sem annar
hefur heldur betur verið í skugg-
anum af hinum.
x x x
Borgarstjórinn í Reykjavík virðisthafa bitið í sig að betra sé að
vera frægur að endemum heldur en
ósýnilegur með öllu. Fjölmargir
upplýsingafulltrúar í ráðhúsinu hafa
vart undan við að senda efni í máli
og myndum til fjölmiðla af nýjustu
stjórans afrekum, sem hafa ekkert
með stjórn borgarinnar að gera
heldur frekar ýmsar kúnstir, þá nýj-
ustu um danstilburði yfirmannsins á
fjölum Borgarleikhússins.
x x x
Fjölmiðlar, einkum á netinu, hafatekið þessu efni feginshendi og
birt óstytt enda rýmið nægt. Þrátt
fyrir það hefur frægðin látið á sér
standa og til dæmis hefur Víkverji
ekki séð að minnst hafi verið á nú-
verandi borgarstjóra í þýskum fjöl-
miðlum, þar sem borgarstjórar hafa
verið í hávegum hafðir um aldir, en
þar hefur nafn Dags Sigurðssonar
verið á hvers manns vörum.
x x x
Þegar vel er að verki staðið er eftirþví tekið. Dagur Sigurðsson
kom öllum á óvart þegar hann stýrði
Þjóðverjum til Evrópumeistaratitils
í handknattleik um liðna helgi. Þjóð-
verjar héldu enda ekki vatni yfir ár-
angrinum og Angela Merkel, kansl-
ari Þýskalands, sá loks til sólar eftir
erfiðleika heima fyrir vegna vanda-
mála í sambandi við hælisleitendur.
x x x
Dagur Sigurðsson, þjálfari karla-liðs Þýskalands í handbolta, er
þjóðhetja í Þýskalandi. Ætla má að
hann fái sér nokkrar Berlínarbollur
á bolludaginn og klæðist síðan
meistarafötum á miðvikudag. Borg-
arstjórinn í Reykjavík á úr vöndu að
ráða en með tilliti til stöðu sorp-
hirðumála í borginni kæmi engum á
óvart ef hann kæmi til dyranna eins
og hann er klæddur og yrði ösku-
dagur á miðvikudag. víkverji@mbl.is
Víkverji
Lát ekki hið illa sigra þig en sigra þú
illt með góðu.
(Róm. 12.21)