Morgunblaðið - 05.02.2016, Síða 44

Morgunblaðið - 05.02.2016, Síða 44
FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 36. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 1. Stúlkurnar brugðust hárrétt við 2. Heimilisofbeldi reyndist dópbæli 3. Nýjustu fréttir af Schumacher ekki… 4. Veðrið verður verst milli 18 og 20 »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hin árlega hátíð Safnanótt er í kvöld og eru þá ýmsar sýningar opn- aðar í söfnum og sýningarsölum og boðið upp á fjölbreytilega dagskrá. Viðamesta sýningin verður opnuð á Kjarvalsstöðum klukkan 16. Nefnist hún Hugur og heimur og getur þar að líta úrval margra glæsilegustu mál- verka og teikninga sem Jóhannes S. Kjarval skapaði á löngum ferli sínum. Sýningin er sett upp í báðum sölum safnsins; í Vestursal er úrval verka úr einkasafni Þorvalds Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur, þar á meðal „Lífshlaup“ listamannsins, sem Kjarval málaði á veggi vinnu- stofu sinnar. Í Austursalnum getur að líta verk í eigu Listasafns Reykjavík- ur. Þá verða meðal annars opnaðar í kvöld sýningar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, Safni Ásgríms Jónssonar og Listasafni ASÍ. Listasafn Reykjavíkur - Kjarval Kjarvalsverk um alla Kjarvalsstaði  Tilraunatónlistarmaðurinn Alan Courtis er staddur á landinu og hefur síðustu daga verið með námskeið og haldið fyrirlestra á vegum Listar án landamæra og Listaháskólans. Court- is heldur síðan tónleika í kvöld, klukk- an 21, í menningarhúsinu Mengi við Óðinstorg. Hann hefur haldið tónleika í fjölda landa, sent frá sér ógrynni af efni og unnið með fjölda listamanna, þar á meðal félögun- um í dúettinum Stillupp- steypu. Tilraunalistamaður kemur fram í Mengi Á laugardag Norðaustanátt, víða 8-15 m/s og él, en 13-20 og snjókoma á Vestfjörðum. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust við suður- ströndina. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða austan 5-24 m/s, hvassast norðvestan- til. Lægir og styttir að mestu upp eystra og nyrðra, en norðvestan- til seint í dag. Hiti 0 til 5 stig syðra, en frost annars 0 til 6 stig. VEÐUR „Þessi vetur hefur verið eins og rússíbani. Fyrir tímabilið misstum við tvo unga, uppalda Dani sem þurfa að leggja skóna á hilluna út af einhverjum ættgengum galla,“ sagði Arnar Guðjónsson, að- stoðarþjálfari hjá danska körfuboltaliðinu Svend- borg, við Morgunblaðið en mikið hefur gengið á í leikmannamálum félags- ins. »1 Veturinn eins og rússíbani „Hún hefur frábært viðhorf til íþróttarinnar. Er ávallt í frábæru formi og passar upp á líkamlegt ástand sem er alltaf mikilvægt en ekki síst þegar leikmaður þarf að skila jafn mörgum mínútum og hún. Hlutverk hennar útheimtir mikla orku á báð- um endum vall- arins,“ segir þjálfari Hamars í Hveragerði um körfubolta- konuna Írisi Ásgeirs- dóttur, fyrirliða liðs- ins, sem er leikmaður umferðarinnar hjá Morgunblaðinu. »4 Hún hefur frábært við- horf til íþróttarinnar Íslandsmeistarar Hauka hafa tveggja stiga forskot á Vals- menn í toppsæti Olís- deildarinnar í handknattleik eftir sigur á Aftureldingu á Ás- völlum í gærkvöld. FH og Grótta fögnuðu sigrum á heimavelli, gegn Víkingi og Fram, en í Aust- urbergi skildu ÍR-ingar og Eyja- menn jafnir í hörkuleik. »2-3 Haukar með tveggja stiga forskot ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Það er mikið um að vera í íslensku íþróttalífi um þessar mundir. Ás- valdur Andrésson, 87 ára fyrrver- andi bifreiðasmiður í Kópavogi, er einn þeirra sem láta þetta ekki framhjá sér fara enda mikill áhuga- maður um íþróttir. „Ég er hálfgerð flökkutík þegar íþróttirnar eru ann- ars vegar og á mér mörg uppáhalds- lið,“ segir hann. Seyðfirðingurinn byrjaði ungur að vinna fyrir sér, fór meðal annars á vertíð 15 ára, en eftir stríðið var erf- itt að fá vinnu fyrir austan og þá flutti hann til Keflavíkur, þar sem hann bjó í nær áratug og vann hjá bandaríska hernum. Síðar lærði hann bifreiðasmíði hjá Agli Vil- hjálmssyni. Þar vann hann þangað til fyrirtækið flutti í Kópavog og færði sig þá í störf við tryggingar. Heldur með mörgum liðum Ásvaldur fylgdist grannt með ný- afstaðinni Evrópukeppni karla í handbolta í sjónvarpinu. „Þetta var frábært hjá Degi,“ segir hann um Evrópumeistaratitil Þjóðverja undir stjórn Dags Sigurðssonar. „Guð- mundur [Guðmundsson] var svolítið óheppinn með Danina og það var sárt að við skyldum strax detta úr keppni en við eigum möguleika á móti Portúgal í umspilsleikjunum fyrir heimsmeistarakeppnina. Ég vona að strákarnir hafi betur í þeim leikjum en það á eftir að ráða þjálf- ara. Hann skiptir miklu.“ Ásvaldur segist hafa taugar til enska fótboltaliðsins Arsenal eftir að hann sá það spila í Reykjavík fyrir mörgum áratugum. „Eftir að ég flutti til Keflavíkur var ég heitur Skagamaður, því þá var ekkert lið í Keflavík og við fórum saman á leiki ÍA og studdum Skagamenn á móti Reykjavíkurliðunum. Ríkharður Jónsson og Helgi Dan. voru í sér- stöku uppáhaldi hjá mér. Ég hafði því gaman af því að ein dóttir mín skyldi flytja á Skagann, en hún fór oft með mér á leiki þegar hún var lít- il. Þá sigldum við til Akraness með Akraborginni.“ Hjónin Ásvaldur og Erna María Jóhannsdóttir, sem áttu 60 ára brúðkaupsafmæli í gær, eiga þrjár dætur, Hönnu Rúnu, Regínu og Ragnhildi. Guðmundur Andri Tryggvason Guðmundssonar er efnilegur 17 ára framherji í KR og dótturdóttursonur þeirra. „Mamma hans spilaði líka fótbolta eins og fleiri dótturdætur mínar. Hann er mikill markaskorari og ég fylgist með honum, en annars held ég með Breiðabliki og vona að Blikar nái að landa titlinum í ár. Ég er líka FH- ingur því þar á ég gamla kunningja. Í eldgamla daga byrjaði ég að halda með FH, þegar liðið spilaði á móti Reykjavíkurfélögunum í handbolta á Hálogalandi.“ Það styttist í úrslitakeppni Evr- ópumótsins í fótbolta í Frakklandi, þar sem íslenska landsliðið verður í eldlínunni. „Það verður heilmikil uppákoma,“ segir Ásvaldur. „Lars og Heimir hafa gert mjög mikið fyrir landsliðið,“ heldur hann áfram. „Það er mikið um að vera í fótboltanum í ár en ég fer hvergi, held mig við sjónvarpið.“ Flökkutík í íþróttunum  Ásvaldur Andr- ésson lætur ekkert framhjá sér fara Morgunblaðið/RAX Demantsbrúðkaup Erna María Jóhannsdóttir og Ásvaldur Andrésson áttu 60 ára brúðkaupsafmæli í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.