Morgunblaðið - 11.03.2016, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 11.03.2016, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ 21 Skútuvogi 4, Rvk Rauðhellu 2, Hafnarfirði Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is Vörur fyrir sjávarútveginn Skipastál • Lunningajárn • Fíber- og galvanhúðaðar ristar Bakjárn • Kælirör • Svört- og ryðfrí rör og fittings Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur • POM öxlar • PE plötur Lokar af ýmsum gerðum Opið virka daga kl. 8-17 N ýjast í þessu er röngten- skönnun á neytendapakkn- ingum. Tæknin gerir það að verkum að við getum fundið málma, gler, plast, timbur, plástur og önnur efni sem geta bor- ist í matvæli,“ segir Jónas. Hann segir tæknina koma í veg fyrir að matvælafyrirtæki bíði álitshnekki eða verði fyrir fjárhagslegu tjóni þar sem tækjabúnaðurinn komi oft- ar en ekki í veg fyrir að fyrirtækin þurfi að innkalla matvæli, enda séu óæskilegir aukahlutir í matvælum oft á tíðum ástæða innköllunar matvæla. „Við vinnslu og pökkun er alltaf möguleiki á að aðskotahlutir komist í vöruna eða brot úr vélum og færi- böndum,“ segir hann. Yfir 140 tæki í notkun á Íslandi Að sögn Jónasar eru íslensk sjáv- arútvegsfyrirtæki í vaxandi mæli að pakka fiski í neytendapakkn- ingar með þeim hætti að neytendur kaupi umbúðir á súpermörkuðum erlendis sem gengið var frá í frysti- húsum eða fiskvinnslum hérlendis. Segir hann að vaxandi sala sé í skönnunarbúnaðinum samhliða þeirri þróun. „Þessi tækni hefur verið í hraðri framþróun í heiminum til eftirlits með ýmsum matvælum í neyt- endapakkningum,“ segir Jónas og bætir við að íslensk fiskvinnslufyr- irtæki búi ávallt yfir fremstu tækni í sínum vinnslum og hafa margar vinnslur tekið Loma-tæknina til notkunar. „Fjöldi fyrirtækja í fiskvinnslu hér notar Loma-málmleitartæki eða -X-ray-tæki til eftirlits á fersk- um, frosnum eða niðursoðnum fisk- afurðum sem pakkað er í viðkom- andi vinnslum,“ segir hann en ELTAK er með yfir 140 Loma- tæki af ýmsum gerðum í notkun á Íslandi. 14 af 15 stærstu nota Loma ELTAK býður jafnframt upp á sérhæfða þjónustu fyrir Loma- búnaðinn, en öll tækin eru tölvu- tengjanleg við vandaðan hugbúnað til skráningar og gæðaeftirlits. Að sögn Jónasar hefur Loma framleitt yfir 40 þúsund skoðunartæki sem notuð eru í yfir 60 löndum heims- ins. Segir hann fyrirtækið í far- arbroddi í hönnun og endurbótum á skynjunartækninni enda noti 14 af 15 stærstu matvælaframleið- endum í heimi tæki frá Loma við vöruskoðun. „Þeir staðfesta að Loma sé besti kosturinn í skynjun á matvælum,“ segir Jónas. ELTAK fagnar um þessar mundir 25 ára starfsafmæli fyr- irtækisins en fyrirtækið sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum og öðrum rafeindabúnaði til vigtunar, stýringar, skömmtunar, vörufrá- gangs og pökkunar. Jónas segir að ELTAK þjónusti yfir 800 fyrirtæki á landinu sem séu í það heila með um 7.000 vogir og tæki. ash@mbl.is Tækni sem finnur aðskota- hluti í pökkuðum matvælum Breska fyrirtækið Loma Systems stendur framarlega á heimsvísu þegar kemur að hönnun og framleiðslu eftirlits- og skynjunartækja í matvælaiðnaði. Umboðsaðili Loma Systems á Íslandi er ELTAK og segir Jónas Ágústsson, framkvæmdastjóri EL- TAKS, að efst á baugi við framleiðslu eftirlits- og skynjunartækja um þessar mundir séu röngtenskannar sem notaðir eru til þess að skanna matvæli í neyslupakkningum. Morgunblaðið/Styrmir Kári Fagmenn Þeir Hilmar Sigurgíslason og Jónas Á. Ágústsson standa vaktina hjá ELTAK.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.