Morgunblaðið - 11.03.2016, Side 27
eins konar terrazzo-gólf, setja upp
bar og svo komum við okkur auð-
vitað upp góðu eldhúsi – en þetta
hefur gengið vel og ekki skortir
neitt á gestakomur.“
Það verður ekki annað sagt en
vel hafi tekist til með innréttingar
á húsnæðinu. Athygli vekur hve
góð hljóðeinangrun er á staðnum.
„Já, hljóðeinangrunin hefur tek-
ist mjög vel,“ segir Erna. „Bryndís
Bolladóttir kom með þá hugmynd
að hafa nokkurs konar ullarbólur í
loftinu og nokkrar eru meira að
segja hér á veggnum á bak við
þig,“ segir hún og bendir mér á
marglitar ullarkúlur.
Ég sný mér við og horfi líka upp
í loftið og get ekki annað en dáðst
að þessari skemmtilegu lausn
hönnuðarins.
Kirkjubekkir frá Siglufirði
„Við höfum ekki kostað miklu til
lagfæringa heldur endurnýjað
hægt og rólega. Við keyptum
gamla stóla sem við létum smám
saman bólstra og klæða. Ég var
líka dugleg að fara í Góða hirðinn
og fékk þar marga fætur undir
borð, lét taka plöturnar af og svo
keyptum við nýjar í IKEA og
skrúfuðum þær á.
Bekkirnir út við gluggana á
austurhliðinni eru úr kirkju á
Siglufirði. Alls konar skreytingar
hef ég keypt í utanlandsferðum,
einkum í Frakklandi.“
Erna bendir mér á fiska, telgda
úr tré með bláum sporði. „Þeir
hanga á íslenskum rekaviði. Við
erum hrifin af rekaviðnum. Svo
vildum við hafa blóm en þau þrif-
ust illa þangað til við duttum niður
á Tannhvassa tengdamömmu,
henni líkar ljómandi vel við okk-
ur,“ segir Erna og bendir mér á
blómaker með vöxtulegum tengda-
mömmum af tannhvassari tegund-
inni.
Rjómaskyr og
glútenfrí súkkulaðikaka
En hvernig er matseðillinn hugs-
aður?
„Við viljum hafa sem mest ís-
lenskt. Auk fisksins, sem við djúp-
steikjum í deigi sem er leyni-
uppskrift okkar, höfum við þróað
margskonar skyrsósur. Núna erum
við með níu tegundir. Við erum
líka með margskonar salöt sem
fólk getur valið úr. Hvað eftirmat
snertir erum við með rjómaskyr
með bláberjum og svo franska
súkkulaðiköku sem er glútenfrí og
með hrásykri. Ég get þó upplýst
varðandi leyniuppskriftina að deig-
inu að í því eru ekki egg og ekki
mjólk og við notum spelt en ekki
venjulegt hveiti. Við erum einnig
með það sem við köllum „lego-
matseðil“. Þá getur fólk valið sam-
an það sem það vill en líka höfum
við þrjá tilboðsrétti daglega.
Við höfum verið mjög heppin
með starfsfólk. Fyrst var bara fjöl-
skyldan hér að störfum og þá voru
Íslendingar flestir í gestahópnum.
Svo kom hrunið og það var sem
fyrr sagði dapurt hér um tíma. Það
var reyndar athyglisverður tími
hjá okkur því blaðamenn, kröfu-
hafar og fjármálafólk funduðu
gjarnan yfir matborðinu hjá okkur.
En allt breyttist þegar ferðamenn-
irnir fóru að streyma til landsins.
Þá vænkaðist hagur Icelandic Fish
& Chips heldur betur og við þurft-
um að bæta við okkur fólki. Elsta
dóttir mín vann hér um tíma og ég
spurði hana hvort skólasystkini
hennar hefðu áhuga á að starfa
fyrir okkur. Þannig fengum við
frábært fólk sem hefur verið hér
að störfum meðfram námi. Svo er-
um við með erlent starfsfólk frá
Frakklandi, Þýskalandi og Banda-
ríkjunum. Það er einkum mikil-
vægt að hafa fólk sem getur talað
við Frakkana og Þjóðverjana, þeir
tala oft ekki ensku. Þjóðverjarnir
benda þó á það sem þeir vilja en
Frakkarnir pata með höndunum
og þá er oft erfitt að botna í til
hvers hugur þeirra stendur.“
Er þetta skemmtilegt starf?
„Já, það kom mér á óvart hve
skemmtilegt það er. Ég er nánast
með hugann við ýmsar hliðar
rekstursins jafnt að degi sem
nóttu. Ég starfaði áður á ýmsum
fjölmiðlum í mörg ár. Blaða-
mennska er skemmtilegt starf en
veitingahúsrekstur er ekki síður
spennandi, ekki síst þegar svona
mikið er um að vera í ferðamálum
eins og nú er. Ég er sífellt að huga
að einhverjum nýjungum, bæði
hvað snertir bragð- og næringar-
þátt matarins. Þetta er starf sem
gefur lífinu lit og tilgang og ekki
spillir að vera í samstarfi við fólkið
sitt á þennan hátt.“
gudrunsg@gmail.com
MORGUNBLAÐIÐ 27
1 dós kjúklingabaunir
safi úr einni sítrónu
1 gott hvítlauksrif
1 tsk broddkúmen
1⁄8 tsk cayennepipar
1 tsk paprikuduft
1 tsk sjávarsalt
jómfrúarólífuolía
Safanum er hellt af kjúk-
lingabaununum og þær skol-
aðar. Þær eru svo settar í
matvinnsluvél ásamt öllu
hinu hráefninu, nema ólífu-
olíunni.
Maukað vel saman og ólífu-
olíunni bætt við á meðan í
mjórri bunu þar til áferðin
hefur náð góðum þéttleika.
Það er aldrei of mikið af góðri
ólífuolíu í hummus en hann
má þó ekki verða of þunnur.
Smakkið til með kryddinu.
Það gæti þurft að bæta ögn
við af broddkúmeni, salti eða
cayenne eftir smekk.
Maukið er svo sett á disk
og dreift úr með skeið. Gott
er að strá svolitlu chilidufti
yfir og toppa með ólífuolíu.
Hummus
200 g íslenskt smjört
4 egg
2 dl hrásykur
1 dl glutenfrítt hveiti
1 tsk. vínsteinsduft
Aðferð:
Bræðið saman
súkkulaði og smjör.
Kælið í 20 mínútur.
Egg þeytt og hrá-
sykri bætt við þar til
létt og ljóst.
Bætið við hveiti og
vínsteinslyftidufti.
Smyrjið hringlaga
form og setjið deigið í.
Bakið við 180 °C í 40
mínútur.
Heilsusamlegri súkkulaðikaka
www.matis.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
5
-2
0
7
6
Hugsaðu
inn í boxið ...
Flest nýsköpun felst í að koma auga á nýja möguleika í því
sem fyrir er. Finna not fyrir það sem áður var hent. Sjá tengingar
sem aðrir sjá ekki. Okkar hlutverk er að auðvelda þeim sem
þetta geta að pakka hugmyndunum sínum inn og koma þeim
í framkvæmd, okkur öllum til hagsbóta.
Matís er öflugt þekkingarfyrirtæki sem
sinnir fjölbreyttu rannsóknar-, þjónustu-
og nýsköpunarstarfi.