Morgunblaðið - 11.03.2016, Page 28
L
íkt og skrifstofur fyrirtæk-
isins þurfa skip fullkomin
öryggiskerfi, með bruna-
vörnum og slökkvitækjum.
Slökkvikerfi fyrir vélarrými hafa
sannað gildi sitt hér við land og
gildir þá einu hvort um sé að
ræða vélarrými í togara eða smá-
bát. Hefur Securitas um 20 ára
skeið selt fullkomin slökkvikerfi
og sett upp í íslenskum fiskiskip-
um, frá trillum til stórra togara.
Eins hefur fyrirtækið mikla
reynslu í öryggismálum og bruna-
vörnum í fiskvinnslum.
Hvort sem menn eru með bát
eða skip býður Securitas úrval af
hentugum öryggisbúnaði, segir
Jóhann Gunnar Sveinsson, raf-
iðnfræðingur og öryggisráðgjafi.
„Við byrjum fyrir einum tuttugu
árum að setja Inergen-slökkvi-
kerfi í stærri fiskiskip. Þá kom
Novec 1230-kerfið til skjalanna
fyrir einum tíu árum og hefur líka
verið sett upp í stærri skipum. Í
þriðja lagi erum við svo með
Aerosol-kerfi sem hugsuð eru fyr-
ir skip allt upp að 24 metra á
lengd.“
Slökkvikerfunum er komið fyrri
í vélarrými skipsins, allt frá
vatnabátum og upp í frystitogara.
Þegar vart verður elds í rýminu,
fyllir það rýmið af slökkvigasi,
slökkvimiðli sem er hættulaus
mönnum og dýrum, en slekkur
allan eld.
Til að eldur geti logað þarf
þrennt að vera til staðar; hiti, súr-
efni og eldsmatur. Slökkvikerfin
sem
Securitas býður slökkva eld
með ólíkum hætti. Hvert þeirra
fjarlægir eitt af þessu þrennu.
Novec 1230 fjarlægir hita, Iner-
gen minnkar súrefnið í rýminu úr
21% niður í 12,5% sem er skað-
laust fyrir menn en eldur slokkn-
ar. Koldíoxíðið í gasinu örvar
hjartslátt sem hjálpar til við að
vinna upp lágt súrefnisgildi. Loks
rýfur Stat-X, sem er aerosol-efni,
efnaferlið sem verður við bruna
og fjarlægir þannig eldsmat.
Jóhann Gunnar segir að öll
slökkvikerfin séu umhverfisvæn
og hafi engin skaðleg áhrif á
ósonlagið. Inergen slökkvi eld
með því að minnka súrefn-
ismagnið í herberginu en sam-
tímis verndi koldíoxíð-blanda alla
þá sem kynnu að vera fastir inni í
herberginu, frá því að finna fyrir
áhrifum vegna minnkaðs súrefn-
ismagns.
– Eru svona öryggiskerfi orðin
algeng í íslenskum skipum?
„Já, það má segja. Þau er að
finna í öllum stærðum fiskiskipa,
allt niður í litla plastbáta. Það eru
fyrir hendi kröfur um svona kerfi
í þá. Það er áframhaldandi við-
fangsefni að koma þessum kerfum
í fiskiskipin,“ svarar Jóhann
Gunnar
– Hver skyldi svo reynslan af
kerfunum vera?
„Sem betur fer heyrir maður
ekki mikið um að það reyni á
þessi kerfi. En í slíkum tilvikum
hafa slökkvikerfin reynst vel og
lágmarkað tjón. Efnin sem í þeim
eru hafa virkað mjög vel. Stóra
málið er að kerfin séu rétt upp
sett í byrjun og hægt sé að loka
hólfunum sem þau eru í til að
duftið og gasið í slökkvikerfunum
fái að virka sem best.“
Jóhann Gunnar segir að nú sé
svo komið að skip fái ekki haffær-
isskírteini frá Samgöngustofu
nema vera með slökkvibúnað um
borð er standist skoðun ár-
lega. „Það er alveg skýlaus
og ófrávíkjanleg krafa.
Þess vegna ríður á að
kerfin séu rétt upp sett
og að menn með til þess
bæra þekkingu og reynslu
yfirfari þau árlega.“ Hef-
ur Securitas sjálft annast
uppsetningu kerfanna í
stærri fiskiskipum og
togurum, að sögn Jó-
hanns. Njóta tæknimenn
fyrirtækisins vottunar af
hálfu Samgöngustofu
sem úttektaraðilar fyrir
brunaviðvörunarkerfi og
slökkvitæki skipa og
báta.
Hann er spurður
hvort um miklar og
dýrar fjárfestingar sé
að ræða fyrir útgerðir
og eigendur báta og
skipa. „Það læt ég
vera, Aerosol-kerfin
eru ekki svo dýr en
kostnaðurinn getur
hljóðað upp á nokkrar
milljónir fyrir stóra
togara. Það er þó ekki
nema agnarlítið brot
af verðmæti skipanna
og telst tæpast mikið
miðað við þau dýru
tæki sem í togurum er
að finna. Og gleymum
því ekki að kerfin gætu
bjargað miklum verðmætum ef
eldur kviknaði. Þau geta fyr-
irbyggt meiriháttar tjón.“
Þessu til viðbótar segir Jóhann
að uppsetning myndavélakerfa um
borð í stærri fiskiskipum sé ört
vaxandi þáttur í starfsemi Sec-
uritas. Segir hann þróunina í þeim
efnum hafa verið hraða. Er mynd-
vélavæðingin þá ef til vill hluti af
heildaröryggisvæðingu um borð í
stærri fiskiskipum?
„Já, það er verið að samtvinna
öll öryggismálin til að ná fullri yf-
irsýn yfir skipið. Við sjáum þetta í
löndunum í kring og til dæmis er
verið að myndavélavæða flotann
hjá Royal Greenland með um-
ræddum vélum. Uppsetningu er
lokið í Svend C hjá SIKUAQ
Trawl A/S. Vodanet í Danmörku
sá um uppsetninguna á þessum
„Anti-corrossion Hikvision NVR-
vélum“. Þessi kerfi gera skip-
stjóra betur kleift að fylgjast með
hvað er að gerast hér og þar um
skipið úr brúnni. Komi eitthvað
fyrir getur hann brugðist sam-
stundis við og sent menn á vett-
vang eða kallað eftir aðstoð,“ seg-
ir Jóhann Gunnar Sveinsson.
Hann segir að lokum, að mynd-
eftirlitskerfi Securitas geri mönn-
um mögulegt á einfaldan og þægi-
legan hátt að hafa eftirlit með
mörgum svæðum í skipi sem ann-
ars væru ekki sýnileg frá brú.
„Eftirlitskerfi af þessu tagi veitir
góða yfirsýn og skapar öryggi fyr-
ir áhöfnina. Hægt er að bregðast
skjótar við óvæntum atburðum.
Öll atvik eru skráð og auðvelt að
sækja myndskeið til að fara yfir
atvik og skoða þau eftir á.“
agas@mbl.is
Samtvinna öll öryggismálin
Uppsetning víðtækra
myndavélakerfa um
borð í stærri fiski-
skipum til viðbótar
slökkvikerfum er vax-
andi þáttur í starf-
semi Securitas.
28 MORGUNBLAÐIÐ
•Senditíðni 15 KHz til 200 KHz
•Sendiorka 1,2 og 3 KWrms
•Púlslengd 0,05 til 5 m/sek
•Púlsafjöldi 10 til 2700 púlsar á mín.
•Skalar 5 til 3000 metrar
Hægt er að kalla fram allt að 4 myndir á skjáinn í einu á tveimur mismun-
andi tíðnum með botnstækkara og botnlæsingu. Hágæða stærðargreining
gerir leitina að fiski auðvelda þökk sé CHIRP tækni og sýnir magn fisks
af hverri stærð í þægilegu súluriti á skjámyndinni. Hægt er að samtengja
mælinn við DFF3, DFF1-UHD eða BBDS1 fyrir tvær auka tíðnir og botn-
greiningu. Ný tækni gerir okkur kleift að vera með tvær styrkstillingar inni
á skjánum samtímis á sitthvorri tíðninni. Mælirinn er með veltu og hæðar
leiðréttingu sé hann tengdur við FURUNO GPS áttavita.