Morgunblaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 35
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Rígvænn Þráinn Viðar Egilsson er
stýrimaður á Esjari SH. Það er gam-
an að vera til sjós þegar vel veiðist
og skemmtilegt að hampa stór-
þorski fyrir ljósmyndarann.
land. Þá fengu karlarnir á Steinunni
SH 167 51 tonn einn daginn í síðustu
viku og 47 tonn daginn eftir.
Eigum allt undir
Mikið af þeim afla sem berst á land í
Snæfellsbæ er unnið þar í bæ. Ann-
að fer á fiskmarkað og er flutt til
kaupenda hingað og þangað um
landið. En það sem skiptir þó einna
mestu er að góð aflabrögð skila
miklum tekjum. Fólkið sjálft hefur
meira handa á milli. En áhrif þessa
koma líka fljótt fram hjá bæjarsjóði.
„Febrúar, mars og apríl eru bestu
mánuðirnir hjá okkur. Þá eru tekjur
sveitarfélagsins mestar,“ útskýrir
Kristinn Jónasson bæjarstjóri. Það
er 15. hvers mánaðar sem sveit-
arfélögin fá útsvarshlutann af inn-
heimtum skatttekjum mánaðarins á
undan; það er innheimtir skattar
fyrir febrúar koma um miðjan mars.
„Um þetta leyti árs eru tekjur
okkar af útsvari oft í kringum 80
milljónir króna á mánuði. Þegar
hægist um við sjávarsíðuna til dæm-
is þá geta tekjurnar jafnvel verið
helmingi minni, kannski rúmlega 40
milljónir króna. Í byggðarlagi eins
og Snæfellsbæ eigum við allt undir
því að vel veiðist,“ segir bæjarstjór-
inn.
Allar myndirnar með þessari
grein tók Alfons Finnsson í Ólafsvík.
sbs@mbl.is
Vinna Röskleiki þegar keðjur eru settar utan um körin sem svo fara upp á bíl.
vertíðinni
MORGUNBLAÐIÐ 35
Op t ima r - I c e l a nd | M i ðh r a un 2 | 2 1 0 Ga r ð abæ | S ím i 5 8 7 1300 | Fa x 5 87 1301 | op t ima r@op t ima r . i s | www. op t ima r . i s
Mjög mikilvægt er að kæla aflann hratt fyrstu klukkustundirnar eftir veiði, það lengir geymsluþol verulega.
Notkun ísþykknis frá Optimar Ísland er góð aðferð til að ná fram hámarks kælihraða því flotmikið og fínkristallað
ísþykknið umlykur allt hráefnið og orkuyfirfærslan er því gríðarlega hröð. Þessi hraða orkuyfirfærsla hamlar
bakteríu- og örveruvexti og hámarks gæði aflans eru tryggð.
Hröð niðurkæling er það semOptim-Ice® ísþykknið snýst um.
Tryggir gæðin alla leið!
16
14
12
10
8
6
4
2
0
-2
0 1 2 3 4 5 6
Tími (klst)
H
ita
st
ig
(°
C
)
Hefðbundinn ís
Ísþykkni
NIÐURKÆLING Á ÝSU
Heimild: Seafish Scotland